Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 36

Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 36
36 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR FRAMHALD AF SÍÐU 34 hafði tekist voru ferðafélaginn og fyrsti sigmaðurinn hífðir upp úr sprungunni og rétt á eftir Þórð- ur og konan sem þá var látin. Þá var klukkan rúmlega þrjú en Þórð- ur fór niður í sprung- una um klukkan hálf- þrjú. Mínúturnar skiptu máli „Ég kom upp á brún- ina, rennandi blautur af svita og allur blautur vegna rakans í sprung- unni. Uppi var 10 til 14 stiga frost og vindur og yfirborðið á fötun- um fraus samstundis. Ég var strax spurður hvort ég vildi skipta en ég leit í kringum mig og sá að enginn var bein- línis klár til að fara niður strax og ég hugs- aði að nú skiptu mínút- urnar máli og fór aftur niður. Ég hafði heyrt í drengnum á meðan ég var niðri í sprungunni en það dró greinilega af honum á meðan ég var þarna niðri.“ Snjór hafði fallið í sprunguna og í fyrstu sá Þórður ekki nægi- lega vel í drenginn. En hann hreyfði sig eftir að Þórður kallaði á hann og þá sá hann hvar í sprungunni hann lá og vissi hvar hann þyrfti að troða sér niður. Hér ber þess að geta að hér um bil um mið- bik sprungunnar sveigðist hún eilítið til og þrengdist. Þórður, sem er 1,80 metri á hæð og 80 kíló, sneri sér á hvolf er hann var kominn nokkuð niður fyrir miðja sprungu. „Ég þurfti að snúa höfðinu til hliðar, taka af mér brjóstbeltið, öðruvísi komst það ekki fyrir út af því hve sprungan var þröng. Ég byrja að láta félaga mína slaka mér neðar, en þurfti að láta þá draga mig upp því það þrengdi svo að brjóstkassanum að ég náði ekki andan- um. Í annarri tilraun komst ég töluvert neðar en var samt heillangt frá drengnum.“ Tók af sér talstöð og brjóstbelti Þegar þarna var komið sögu var klukkan orðin hálf fimm og annar björgunarsveitarmaður kominn niður í sprung- una. Þá hafði Þórður verið um klukkutíma neðarlega í sprungunni á hvolfi mestan hluta tímans. „Maðurinn kom með kastara, almennilegt vinnuljós, sem lýsti upp alla sprunguna. Ég sneri mér við og beið eftir honum og ákváð ég að losa mig við búnað og talstöð- ina, og að hann myndi sjá um samskiptin við félaga okkar uppi. Ég gæti þá bara talað við hann á rólegum nótum og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af samband- inu við þá. Svo sneri ég mér aftur við og beið eftir að öndunin kæm- ist í jafnvægi til þess að ég kæmist alla leið. Svo sagði ég honum bara að hann ætti að sjá um að láta mig síga niður og ef ég svaraði honum ekki í öðru kalli þá myndi hann láta hífa mig upp því þá væri ég hættur að anda. Ég var ekki hræddur þó að ég hugsaði samt út í að það væri möguleiki að ég losnaði úr klif- urbeltinu, ef til dæmis ég festist og félagarnir þyrftu að toga í mig til að ná mér upp. En maður ýtir bara svona hugsunum til hliðar og gerir það sem þarf að gera. Svo hófumst við bara handa, ég var orðinn alveg rólegur og maður fílaði sig eins og fisk við að troða sér niður í svona þrönga sprungu. Veggirnir eru náttúru- lega ekki sléttir þannig að maður þurfti að troða sér fram hjá núum og nibbum. Svo kom að því að ég komst ekki lengra, en þá var samt um metri frá fingurgómunum að stráknum.“ Þegar þarna var komið sögu hafði band verið látið síga niður og einnig snjóflóðastöng. Góð tilfinning að finna að dreng- urinn var á lífi „Ég renndi stönginni niður til að spenna löppina á stráknum frá veggnum. Þá hafði ég gert lykkju á bandið og vafið utan um fótinn á drengnum og togaði í. Mér fannst eins og ég gæti gripið í hann en það vantaði enn 30 til 40 senti- metra upp á. Þá herti ég hesta- hnút utan um ökklann. Þannig var festingin eins örugg og hægt var og þá mátti byrja að toga í bandið til að losa hann. Það þurfti reynd- ar fjóra karlmenn til að losa hann með sameiginlegu átaki. Þegar hann svo losnaði greip ég í löppina og úlpu stráksins og bað um að við yrðum hífðir upp á sama hraða. Eftir tvo til þrjá metra gat ég snúið mér við og gerði það á meðan ég ríghélt í drenginn. Ég fann að hann var á lífi og það var mjög góð tilfinning. Um leið og ég kom að félaga mínum þá bjó ég til belti um drenginn og læsti honum við mig. Þá vorum við klárir til að fara upp. Félagi minn fór á undan og stýrði okkur upp því ég hafði ekki hend- urnar lausar. Við komum svo upp rúmlega fimm og drengurinn var fluttur um leið í þyrluna og kom- inn á loft tíu mínútum síðar. Ég var alveg uppgefinn, þáði vatnssopa en endaði með að drekka töluvert af vatni. Það var ekki fyrr en ég fór að skoða skýrslurn- ar af atburðinum að ég gerði mér grein fyrir hvað ég var lengi ofan í sprungunni og hvað ég var lengi á hvolfi í björguninni, líklega um klukkutíma,“ segir Þórður. Drengurinn var fluttur á gjör- gæslu Landspítalans í Fossvogi en líkamshiti hans var kominn niður í 27 gráður. Hann var útskrifaður af deildinni daginn eftir. „Okkur feðgum og fjölskyldu er efst í huga innilegt þakklæti til Landsbjargar og björgunarsveitarmanna sem lögðu mikið á sig við hrikalegar aðstæður. Það er gott að vita til þess að til sé hópur fólks sem er reiðubúinn að leggja á sig mikla vinnu og jafnvel hættu, eins og í þessu tilviki, til að bjarga mannslífum og það í sjálfboðavinnu,” segir Kristján Gunnarsson, faðir drengsins. Þakklæti efst í huga Ég var ekki hræddur þó að ég hugs- aði samt út í að það væri möguleiki að ég losnaði úr klifur- beltinu … En maður ýtir bara svona hugsunum til hliðar og gerir það sem þarf að gera. Þórður kom einnig að sprungubjörgun í júní 2009. Þá hafði fimmt-án ára drengur fallið niður í sprungu á Geitlandsjökli, vestan við Langjökul. Fallið var fimmtán metrar en það var talið drengnum til happs að hafa lent á syllu og því ekki fallið neðar. Þórður seig þá niður og náði í strákinn sem beðið hafði eftir hjálp í um tvo tíma í sprungunni. ÖNNUR SPRUNGUBJÖRGUN Á TÆPU ÁRI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.