Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 70

Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 70
10 FERÐALÖG SÓL OG MENNING Í BRA- DENTON OG SARASOTA Bradenton er lítill bær rétt fyrir sunnan Tampa-flóa í Florida. Þar er hægt að njóta sólar og hressingar á bað- ströndum sem margir telja hinar bestu á Florida. Þar er einnig hægt að leika golf á nítján golfvöllum. Í Sarasota, stærstu borg Sarasota-sýslu, sem er í um tuttugu mínútna akstursfjar- lægð suður frá Bradenton, eru meðal annars leikhús, óperuhús, ballettsýningar og tónleikasalir fyrir þá sem eru menningarlega sinnaðir og langar til að gera fleira í fríinu en flatmaga á ströndinni. Í Bradenton og Sarasota eru samtals um 40 verslunarmið- stöðvar og því er þetta svæði einnig kjörið til að versla. Icelandair býður upp á pakka- ferðir til Bradenton til 21. maí 2011. GISTIHÚS MEÐ VÆNGI Skammt frá Arlanda, alþjóðaflugvellinum í Stokkhólmi, er að finna allsérstakt gistihús þar sem gestir sofa um borð í Boeing 747 júmbóþotu. Hún hefur verið haganlega innréttuð með 25 herbergjum, matsal og móttöku. Í hverju herbergi er að finna flatskjá, snyrtingu og sturtu og er hægt að panta kaffi og mat um borð. Óvenjulegasta herbergið er án efa flugstjórnarklefinn þar sem rúmin eru þétt uppi við stjórnborðið með útsýni yfir borgarljósin og upp í stjörnubjartan himininn. Gistihúsið er vel sótt af ferðalöngum á leið til og frá Stokkhólmi enda bara steinsnar frá flugvellinum og í um þrjátíu mínútna akstursfjarlægð frá miðborginni. VERÐLAUN FYRIR HEILSUFERÐAPAKKA Til að tryggja áframhaldandi þróun á sviði heilsuferðaþjón- ustu á Íslandi hefur iðnaðar- ráðherra ákveðið að veita tvenn verðlaun til fyrirtækja sem skara fram úr á þessu sviði. Hvor verðlaun eru að upphæð ein milljón króna og verða veitt í desember næstkom- andi. Verðlaunin verða veitt fyrir áhugaverða heilsuferða- pakka fyrir erlenda ferða- menn. Öllum sem bjóða upp á heilsuferðaþjónustu er frjálst að taka þátt að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma á umsóknareyðublað- inu. Umsóknum skal skilað til Ferðamálastofu eigi síðar en 3. desember.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.