Fréttablaðið - 06.11.2010, Síða 73

Fréttablaðið - 06.11.2010, Síða 73
LAUGARDAGUR 6. nóvember 2010 41 Íslendingar standa vel á mörgum sviðum, en þurfa að gæta að fjárfestingu innan- lands sem ekki stuðlar beint að aukinni framleiðni. Hérna er allt of mikið af bygg- ingarkrönum,“ sagði Michael Porter í erindi sínu í Reykjavík í októberbyrjun árið 2006 þegar hann kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar á samkeppnishæfni Íslands. Í erindi hans kom þá fram að misrétti í sam- félögum græfi undan framleiðni og að lykilat- riði væri fyrir þjóðir sem ætluðu að standa sig í samkeppni við aðrar að hafa bæði mennta- og heilbrigðiskerfi í lagi. Þá benti Porter líka á að kostnaðurinn við að halda úti krónunni væri meiri en næmi ávinn- ingnum af henni og hvatti til frekari umræðu innanlands um framtíðarskipan peningamála. Sú umræða er enn í gangi án niðurstöðu eftir hrun gjaldmiðilsins í ársbyrjun 2008. Í viðtalinu hér til hliðar segist Porter ekki viss um að þjóðin sé nú, svo nærri hruni, reiðu- búin til að leiða málið til lykta. Árið 2006 velti hann hins vegar upp spurningunni um hvort hagkerfið á Íslandi væri ekki svo sveigjan- legt hvort eð er, að ekki þyrfti að koma til sveigjanlegur gjaldmiðill líka. Porter er höfundur fjölda bóka og ótal fræði- greina og nýtur óhemjuvirðingar um heim allan fyrir störf sín. Porter er samfélags- lega þenkjandi og lítur svo á að fyrirtæki beri samfélagslega ábyrgð. Markaðs- og velferð- arsjónarmið útiloki ekki hvort annað heldur séu þau þættir í að byggja upp skapandi og betra samfélag. Auður til framtíðar Opinn kynningarfundur – sá síðasti á árinu Borgartúni 29 | S. 585 6500 | www.audur.is Auður býður til kynningarfundar þriðjudaginn 9. nóvember. Þar verður farið yfir þær leiðir sem Auður býður í sparnaði og eignastýringu. • Séreignarsparnaður – Ávöxtun viðbótarlífeyris eftir 6 mismunandi ávöxtunarleiðum • Sparnaður – Stýring sparnaðar á bilinu 1–15 milljónir • Eignastýring – Eignastýring fyrir stærri eignasöfn Verið velkomin til okkar í Borgartún 29, þriðjudaginn 9. nóvember kl. 17.15. Fundurinn er öllum opinn og um það bil klukkutíma langur. Auður – ábyrg arðsemi Óháð staða, áhættumeðvitund og gagnsæi hafa skilað viðskiptavinum Auðar góðum árangri. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 02 16 9 VERÐUM AÐ TAKA TIL HENDINNI „Tækifærin eru núna og þau verður að grípa,“ segir prófessor Michael Porter um vaxtarmöguleika íslenska þekkingarklasans í jarðvarmaiðnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VAR HUGSI YFIR BYGGINGARKRÖNUM ÁRIÐ 2006 auðlindir landsins verði notaðar til að laða að annars konar fjárfest- ingu. „Ég styð mjög fjárfesting- ar í gagnaverum. Ég held að það sé fjárfesting sem hentar landinu vel. Störfin sem fylgja þeirri starf- semi falla vel að landinu. Landið er langt á veg komið hvað upplýsinga- tækni varðar. Hér er ýmis önnur starfsemi á sviði upplýsingatækni. Ég held að gagnaver styrkji klasa upplýsingatækninnar á Íslandi. Og við erum nokkuð vel staðsett með tilliti til frekari vaxtar að því gefnu að ljósleiðaratengingar við umheiminn séu fullnægjandi.“ En Porter segir álið annars ágætt og hann telur að landið hafi hagnast á þróun sem hér hafi átt sér stað í þeim geira: „En ég held það væru mistök ef áliðnaðurinn væri enn að nota 80 prósent af orkuframleiðslu landins eftir tíu ár héðan í frá. Ég held við verð- um kannski að auka álframleiðslu aðeins, en ég held við verðum líka að auka starfsemi á öðrum svið- um þar sem fæst hátt orkuverð og meiri virðisauki af orkusölunni.“ Stöðu krónunnar segir Porter aftur flókið mál og hann er með- vitaður um hversu mikið hitamál hún sé hér á landi. „Það verkar eins og öryggisloki að hafa fljót- andi gjaldmiðil sem getur hækk- að og lækkað og hjálpað landinu að laga sig að aðstæðum. Á hinn bóg- inn gerir smæð landsins að verk- um að gengi gjaldmiðilsins getur brenglast af ytri þáttum sem ekk- ert hafa að gera með það sem er að gerast í landinu,“ segir hann og kveður nokkrar lausnir í boði, svo sem upptöka evru með aðild að Evrópusambandinu. Önnur lausn væri dollaravæðing hagkerfis- ins. „Allar hafa þessar leiðir kosti og galla, en mín tilfinning er að Íslendingar séu ekki alveg tilbúnir til að gera þetta upp við sig,“ segir Porter og bætir við að trúlega sé of skammt liðið frá hruni. Vinnur líka með Rúanda Michael Porter segir Ísland vera áhugavert af því að draga megi lærdóm af þeirri þróun sem í land- inu á sér stað. „Mitt fag snýst um að leysa þau flóknu vandamál sem þjóðir standa frammi fyrir. Og í þessu tilviki er það samkeppnis- hæfni og efnahagsþróun. Ég leita alltaf að löndum þar sem ég held að eitthvað áhugavert og mikil- vægt kunni að eiga sér stað. Ef við getum sýnt framfarir og sigra þá býr það til tækifæri og þann sann- færingarkraft sem þarf til þess að hafa áhrif á aðra.“ Porter kveðst hugfanginn af ein- stökum eiginleikum íslenska hag- kerfisins, sem þrátt fyrir smæð sína hafi náð undraverðum árangri á ákveðnum sviðum, svo sem á sviði jarðvarmavirkjana. „Svo þegar ég heimsótti landið komst ég að því að Íslendingar hlusta á mann. Ég fundaði með fólki, hélt fyrirlestra og hitti háskólafólk og fann hversu fólk var móttækilegt fyrir hugmyndum og möguleg- um breytingum. Síðan náttúru- lega kynntist ég fólki og mynd- aði tengsl,“ segir hann og kveðst finna til sérstakrar velvildar í garð landsins. „Ég vinn svona náið með örfáum löndum öðrum. Ætli nær- tækasta dæmið sé ekki Rúanda í Afríku, sem er frekar lítið land þótt það sé stærra en Ísland, og á sér mjög erfiða stöðu. Þar hef ég eignast vini í stjórnkerfinu og finn að þeir hlusta og vilja koma á breytingum til batnaðar.“ Sum önnur lönd segir Porter að séu ekki jafnmóttækileg, þótt ekk- ert vanti upp á kurteisi og góðar móttökur. „Þar heyra menn en hlusta ekki og það getur verið erf- itt. Maður er kannski búinn að eyða þremur eða fjórum vikum starfs- ársins í að reyna að hjálpa landi og ekkert er gert. Þetta er spurn- ing um að finna fordæmisgefandi aðstæður í löndum sem vilja grípa til aðgerða og af því dreg ég lær- dóm og efnivið í fræði mín. Mitt helsta markmið er að hafa áhrif,“ segir hann og telur áhugavert að sjá þann árangur sem náðst hefur á Íslandi. „Fjármálakreppan, sem vel að merkja er utan míns sér- fræðisviðs, hefur hins vegar tafið þróunina. Líklega hefur nokkurra ára vinna tapast.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.