Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 78

Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 78
 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR46 timamot@frettabladid.is „Það verður engin afmælisveisla enda held ég aldrei neinar slíkar. Það er bara regla,“ segir Jakob Ragnar Möll- er sem verður sjötugur á morgun og ákvað að skella sér til útlanda með eig- inkonunni Margréti Hvannberg af því tilefni. Viss skýring er á því af hverju hann heldur aldrei afmælisveislur. „Þegar ég varð tíu ára fannst mér ég ekki fá nógu mikinn frið til að sinna bókum sem ég fékk í afmælisgjöf, held- ur var ætlast til að ég héldi gestum mínum selskap. Ég taldi tíma mínum betur varið í hitt. Þar með hætti ég að halda afmælisveislur.“ Jakob Ragnar Möller fæddist á Hóla- torgi 2 þann 7. nóvember 1940. „Sumir, þar á meðal ég, kalla þennan mánað- ardag dag hinnar dýrðlegu október- byltingar því rússneska byltingin fór fram þann dag, samkvæmt okkar tíma- tali,“ segir hann. „En Jón Arason var líka hálshöggvinn þennan mánaðar- dag þannig að honum tengjast bæði harmrænir og jákvæðir viðburðir, án þess að ég telji nú hina dýrðlegu okt- óberbyltingu sérlega jákvæða. Það er í raun bara fæðing mín sem fellur í þann flokk.“ Hólatorgið er við hornið á kirkju- garðinum við Suðurgötu og Landakots- túnið er þar steinsnar frá. „Þegar ég man fyrst eftir mér sem var í stríðs- lok þá var mjög mikið af barnafólki í hverfinu. Landakotstúnið, sem varla sést nokkur lifandi maður á núna, var ein iðandi kös af krökkum allan dag- inn, alla daga frá vori til hausts. Svo breyttist það á tiltölulega fáum árum,“ rifjar Jakob upp. „Afi minn hafði látið byggja þetta hús á Hólatorginu en svo flutti ég tíu ára gamall með foreldr- um mínum niður á Ægissíðu í hús sem þau byggðu með föðurbróður mínum og konu hans.“ Hverjir voru foreldrar Jakobs? „Þau voru Brynhildur Skúla- dóttir húsmóðir og Ingólfur Möller skipstjóri,“ upplýsir hann. „Pabbi var skipstjóri í áratugi á millilandaskipum, lengst á Jöklunum, Drangajökli, Lang- jökli, nýjum Drangajökli og Hofsjökli,“ bætir hann við. Jakob kveðst hafa farið hefðbundna leið í skóla og telur upp Landakots- skóla, Melaskóla, gagnfræðaskól- ann við Hringbraut sem nú er eigin- lega Hagaskóli og Menntaskólann í Reykjavík. „Ég varð stúdent 1960, fór síðan í lagadeild HÍ og útskrifað- ist þaðan 1967. Ég var ekkert að flýta mér,“ segir hann brosandi og segir starfsævina að mestu leyti hafa skipst í tvennt, í tuttugu ár hjá Íslenska álfé- laginu og frá 1991 til dagsins í dag við lögmannsstörf. „Ég var einn af eigend- um Logos lögmannsþjónustu en gekk út úr félaginu um áramótin 2006/2007 og hef starfað á vegum Logos síðan og geri enn.“ Tómstundaiðkun Jakobs er síðasta umræðuefnið. „Ég hlusta á tónlist, spila golf á sumrin og les mikið allt árið. Svo fylgist ég með fótbolta, bæði á velli og í sjónvarpinu og horfi líka á golf í sjónvarpinu – en það er nán- ast það eina sem ég horfi á. Að vísu er það ekki alveg rétt því ég horfi stund- um á Útsvar, stundum á Spaugstofuna og stundum á Gettu betur, en einung- is ef Menntaskólinn í Reykjavík er að keppa.“ gun@frettabladid.is JAKOB RAGNAR MÖLLER: VERÐUR SJÖTUGUR Á MORGUN Heldur aldrei upp á afmælin Bolsévíkar veltu ríkisstjórn Rússlands úr sessi með valdaráni undir forystu Vladimírs Leníns 7. nóvem- ber árið 1917. Bolsévíkarnir og bandamenn þeirra tóku yfir ríkisbyggingar og aðra mikilvæga staði í höfuðborginni Petrograd og á aðeins tveimur dögum höfðu þeir myndað nýja ríkisstjórn undir stjórn Leníns. Ríkisstjórn Leníns samdi frið við Þýskaland, þjóðnýtti iðnaðinn og úthlutaði landi en við upphaf ársins 1918 háði hún blóðugt borgarastríð við fylgismenn keisaraveldisins. Um 1920 voru keisara- sinnarnir sigraðir og 1922 voru Sovétríkin stofnuð. Við dauða Leníns, snemma árs 1924, var lík hans smurt og því komið fyrir í veglegu grafhýsi við Kreml í Moskvu. Borgin Petrograd var nefnd Leníngrad honum til heiðurs. Í dag heitir borgin St. Pétursborg. Jósef Stalín barðist fyrir því að verða arftaki Leníns og tók við af honum sem leiðtogi Sovétríkj- anna. ÞETTA GERÐIST: 7. NÓVEMBER 1917 Valdarán framið í Rússlandi RAGNAR ÁSGEIRSSON ráðunautur (1895-1973) fæddist þennan dag „Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænagjörð.“ 1632 Svíar sigra her keisarans í orrustunni við Lützen en konungur þeirra Gústaf 2. Adolf féll. 1796 Dómkirkjan í Reykja- vík er vígð eftir átta ár í byggingu. 1921 Minningarhátíð er hald- in í Landakotskirkju til heiðurs Jóni Ögmunds- syni, fyrsta biskupi á Hólum, átta öldum eftir dauða hans. 1954 Veitingahúsið Naustið er opnað í Reykjavík. 1975 Sex Pistols leika á sínum fyrstu tónleikum í menntaskóla í London. 1983 Þorsteinn Pálsson er kjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins næstur á eftir Geir Hallgrímssyni. 1985 Bandarískir fjölmiðlar segja frá því að Ronald Reagan hafi samþykkt vopnasendingu til Írans. Merkisatburðir LÖGMAÐURINN Jakob R. Möller Les mikið allt árið og fylgist með fótbolta bæði á velli og í sjónvarpinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Ástkær sonur minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Svavar Bergmann Indriðason Eyrarvegi 27, Selfossi, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 1. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 13.00. Jónína Valdimarsdóttir Bryndís Ágústa Svavarsdóttir Gestur Jens Hallgrímsson Sigurður Bergmann Svavarsson Þorbjörg Skúladóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, Nikulás Már Nikulásson Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum 30. október sl. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hans. Þóra Þorvaldsdóttir Már Viðar Másson Margrét Ólafsdóttir María Erla Másdóttir Ingólfur Sigurðsson Þorvaldur Tómas Másson Ulla Britt Jakobsson Nikulás Úlfar Másson Þorbjörg Sóley Ingadóttir Halla Þóra Másdóttir Ágúst Kárason Hafsteinn Másson María Þorleifsdóttir Sigríður Svala Másdóttir Óskar Dagsson afa- og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jóhanna Kristín Hlöðversdóttir (Dadý í Garði) Leirutanga 43a, Mosfellsbæ, sem lést fimmtudaginn 28. október síðastliðinn, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju mánudaginn 8. nóvember kl. 15.00. Guðmundur Ebbi Pétursson Pétur Heimir Guðmundsson Heiðveig Andrésdóttir Magnús Snorri Guðmundsson Sunna Mjöll Sigurðardóttir Guðmundur Atli Pétursson Kristín Þóra Pétursdóttir Konur í störfum sem áður þóttu dæmi- gerð karlastörf eru viðfangsefni ljós- myndasýningar Önnu Maríu Sigur- jónsdóttur, Herrar, menn og stjórar, í Hugmyndahúsi háskólanna að Granda- garði 2. Á sýningunni gefur að líta 35 ljós- myndir af ólíkum konum sem eiga það sameiginlegt að bera starfsheiti sem enda á herra, maður eða stjóri. Kon- urnar voru myndaðar við vinnu sína við sem eðlilegastar aðstæður og fylg- ir setning frá hverri konu með mynd- unum. Verkefnið er tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur en í ár eru liðin 30 ár frá því að hún var kjörin forseti og varð þar með fyrsti þjóðkjörni kven- forseti heims. Sýningin er opin virka daga milli 9 til 17 og um helgar frá 13 til 17. Hún stendur til 14. nóvember í Hugmynda- húsinu. Endurspegla breyttan tíðaranda VIÐ STÖRF Konurnar voru myndaðar við vinnu sína. MYNDIR/ANNA MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.