Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 80

Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 80
48 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Á slóðum Darwins er heiti ljósmyndasýningar sem stendur nú yfir í Te&Kaffi í Eymundsson í Austurstræti. Á sýningunni eru myndir af lífríki Galapagoseyja, meðal annars af risaskjald- böku, sæeðlum, sérstæðum jurtum og fallegu landslagi. Myndirnar eru allar tekn- ar af Hafdísi Hönnu Ægis- dóttur í fimm vikna rann- sóknarleiðangri sem hún fór í til eyjanna fyrir rúm- lega þremur árum. Hafdís Hanna er plöntuvistfræð- ingur og starfar sem for- stöðumaður Landgræðslu- skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna Sýningin er haldin í til- efni af útgáfu bókarinnar „Arfleifð Darwins: Þróun- arfræði, náttúra og menn- ing“ sem nýverið kom út á vegum hins íslenska bók- menntafélags en Hafdís Hanna er einn ritstjóra bók- arinnar og skrifar í hana kafla um lífríki eyja. Sýningin stendur yfir til 23. nóvember en fleiri myndir má sjá á síðunni flickr.com/photos/hafdis- hanna Eðlur og skjaldbökur frá Galapagos Sæeðlurnar á Galapagoseyjum hafa misheitt blóð. Á morgnana sleikja þær sólina á svörtum hraunklöppum þangað til líkamshiti þeirra er orðinn nógu hár til að þær geti stungið sér í svalan sæinn. Fundarröðin Heilabrot og huggulegheit á kaffihúsinu hefst að nýju á morgun klukkan 11 á Bláu könnunni á Akur- eyri. Aðstandendur þessa mannfagnað- ar eru Félag áhugafólks um heimspeki, Hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri og Bláa kannan. „Samkomurnar hafa frá upphafi verið vel sóttar og mikil umræða í gangi að loknum inngangserindum málshefjenda. Það er von okkar og trú að komandi kaffisamsæti verði hvati heimspekilegra vangaveltna, spurninga og tilrauna til svara,“ segir í fréttatil- kynningu. Dagskráin í nóvember er á þessa leið: 7. nóvember fjallar Þórgnýr Dýr- fjörð um Fáfræði, fordóma og and- lega örbirgð. Hinn 14. nóvember fjall- ar Róbert Jack um Réttlæti og þann 21. nóvember flytur Valgerður Dögg Jóns- dóttir erindið Geðveik mannréttindi. Hinn 28. nóvember fjallar Gunnar Gíslason um Skólann og samfélagið – Samfélagið og skólann. Allir eru velkomnir á fyrirlestrana. Eftir þá verða umræður og spurning- um um lífið og tilveruna velt upp. - rat HEIMSPEKIKAFFI Sunnudagar í nóvember verða tileinkaðir heim- speki á Bláu könnunni. Heilabrot og huggulegheit Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Stefanía Björnsdóttir Lækjasmára 2, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 8. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Aðalsteinn Guðlaugsson Sigurveig Helga Hafsteinsdóttir Bjarni Ragnarsson Eiríksína Kr. Hafsteinsdóttir Óskar Sverrisson Guðný Hafsteinsdóttir Jóhann Sveinsson Sigurður Hafsteinsson Svava Aldís Viggósdóttir Júlíus Geir Hafsteinsson Margrét Guðmundsdóttir Þröstur Hafsteinsson Hrafnhildur Karlsdóttir Sólveig Aðalsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, sonur og bróðir, Sigurður Magnús Jónsson viðskiptafræðingur, Tjaldanesi 3, Garðabæ, lést á heimili sínu mánudaginn 1. nóvember sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. nóvember kl. 13.00. Jón Þorsteinn Sigurðsson Jón Kr. Sveinsson Kristján Þ. Jónsson Sveinbjörg Guðmarsdóttir Inga Sveinbjörg Jónsdóttir Jóna Fríður Jónsdóttir Þorsteinn Ingi Jónsson Svala Rún Jónsdóttir Guðmundur Óli Reynisson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Vilborgar Ormsdóttur (Vinu) frá Borgarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu að Hlaðhömrum í Mosfellsbæ, starfsfólki líknardeildar Landakots og heimahjúkrun Karitas fyrir góða umönnun og ljúft viðmót. Sveinn Ágúst Guðmundsson Þorbjörg Svanbergsdóttir Sigríður Helga Sveinsdóttir Reynir Þrastarson Guðmundur Svanberg Sveinsson Hanna Þóra Guðbrandsdóttir og langömmubörnin Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Edda Snorradóttir frá Þórshöfn, Núpalind 4, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum Fossvogi 28. október, verð- ur jarðsungin frá Digraneskirkju miðvikudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Þorkell Guðfinnsson Snorri Hafsteinn Þorkelsson Björg Skúladóttir Guðfinnur Helgi Þorkelsson Jóhanna Þorkelsdóttir Edda Björg Snorradóttir Elín Salka Snorradóttir Guðrún Helga Guðfinnsdóttir Þorkell Máni Guðfinnsson Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar, bróður, mágs og afa, Þórarins Þ. Gíslasonar Asparfelli 2, Reykjavík. Gísli Þór Þórarinsson Margrét Palestini Ingibjörg Sigurrós Stumplf Jósefína Gísladóttir Úlfar Ágústsson Gréta Kinsley William Kinsley og afabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar frænku okkar, Sigþrúðar Guðbjartsdóttur Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns, einnig skátahreyfingunni fyrir veitta aðstoð. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra Kristín Arthursdóttir Íris Bryndís Guðnadóttir Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Þórhildur Guðbrandsdóttir Mosgerði 14, 108 Reykjavík, lést á Landakoti 30. október. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 8. nóvember kl. 13. Arnór G. Jósefsson Sigursteinn Jósefsson Ólöf Hilmarsdóttir Reynir Jósefsson Unnur Bergþórsdóttir Ólafur G. Jósefsson Anna María Markúsdóttir Arndís Jósefsdóttir Jón Ragnarsson barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, María Sigurðardóttir Hvassaleiti 58, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum Hringbraut laugardaginn 30. október, verður jarðsungin frá Grensáskirkju fimmtudaginn 11. nóvember næstkomandi kl. 15.00. Konráð Ó. Kristinsson Sigurður Konráðsson Kristín Jóhanna Harðardóttir Halldór Konráðsson Þóra Þórhallsdóttir Konráð Konráðsson Bryndís Hinriksdóttir barnabörn og barnabarnabörn Borgarleikhúsið var valið markaðs- fyrirtæki ársins 2010 af ÍMARK og er það í fyrsta sinn sem menningar- fyrirtæki hlýtur verðlaunin. Í umsögn dómnefndar er vísað til árangurs sem náðst hefur í markaðssetningu á síð- ustu tveimur árum og þess að haustið 2008 hafi verið lögð skýr stefna sem fylgt hafi verið með tiltölulega litlum breytingum. Fyrir bragðið sé leikhús- ið orðið sýnilegasta leikhús landsins. Alls komu 218.889 gestir í leikhús- ið á síðasta leikári sem er met í sögu íslensks leikhúss. Inni í þeirri tölu eru 10.000 gestir á „Opnu húsi“ sem allir sáu brot úr sýningum. Fjöldi kortagesta hefur tuttugufaldast frá því Magnús Geir Þórðarson tók við stjórninni, úr um 500 kortum leikárið 2008/2009 í tæplega 10.000 kort á síð- asta leikári. Þá má geta landvinninga leikhúss- ins erlendis en fjórar mismunandi sýningar voru þar í gangi. Nú síðast FAUST í samstarfi við Vesturport. - gun Markaðsfyrirtæki ársins 2010 BORGARLEIKHÚSIÐ Starfsfólk Borgarleikhúss- ins er sterkur og samhentur hópur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.