Fréttablaðið - 06.11.2010, Side 84

Fréttablaðið - 06.11.2010, Side 84
Niðurstaða: Skemmtileg og fræðandi bók. Katrín Sigríður Steingrímsdóttir BÓKMENNTIR Af hverju fórstu í söngskóla? „Það var bara af því að mér fannst svo gaman að syngja. Það kom bara ekkert annað til greina en að læra meira og verða betri í söng. Ég byrjaði í söngskólanum hjá Maríu þegar ég var átta ára.“ Langaði þig að verða fræg þegar þú varst lítil? „Nei, það hefur aldrei verið aðalatriðið að verða fræg. Mig langaði bara að geta gert það sem mér finnst gaman.“ Hvað varstu gömul þegar þú söngst fyrst opinberlega? „Ég var alveg rosalega ung, ég bara man það ekki. En í fyrsta skipti sem ég man eftir var í Perlunni í söngvakeppninni Jabbadabba- dú, þá var ég átta ára.“ Hver er uppáhaldssöngkonan þín? „Þær eru nú svolítið marg- ar, sko. En Celine Dion er ofar- lega á listanum og svo hefur Ellý Vilhjálms alltaf verið íslenska fyrirmyndin mín.“ En uppáhaldssöngv- arinn? „Það eru mjög margir sem ég er rosahrifin af, til dæmis Páll Rós- inkrans og Frið- rik Ómar.“ H v o r e r skemmti- legr i Ingó eða Alex- ander Rybak? „ Ég þek k i ekki Alexand- er nógu vel til að geta svarað því, hitti hann bara úti í Eurovision, en Ingó er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og mér finnst hann æðislega skemmtilegur.“ Hvernig tilfinning var að vita að margar milljónir væru að horfa á þig í Eurovision? „Ég reyndi nú að spá sem minnst í það. Það er langbest að ímynda sér bara að á bak við linsuna sé enginn nema fjölskyldan þín, annars verður maður alltof stressaður.“ Er skemmtilegt að vera svona fræg? „Ég horfi nú ekki á sjálfa mig sem einhverja fræga mann- eskju sko. Ég er bara venjuleg manneskja sem er svo rosalega heppin að geta unnið við tónlist og það sem mér finnst skemmti- legt.“ Heldurðu að þú syngir einhvern tíma aftur í Eurovision? „Það getur bara vel verið. Það er allt opið.“ Hvað ertu að gera núna? „Ég er bara að syngja, til dæmis verður brjálað að gera hjá mér í kringum jólin. Ég verð bæði að syngja á Jólagestum Björg- vins Halldórssonar og líka á rosalega stórum tónleikum úti í Svíþjóð.“ Hvað myndirðu ráðleggja stelpum sem langar til að verða söngkonur? „Ekki missa sjónar á draumnum þínum og vertu dugleg að æfa þig. Það skiptir öllu að gefast ekki upp og halda í von- ina. Þetta er erfið - ur bransi og það hleypir þér enginn inn í hann svona einn, tveir og tíu.“ fridrikab@frettabladid.is 52 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR ÞAÐ SKIPTIR ÖLLU MÁLI AÐ GEFAST EKKI UPP Jóhanna Guðrún hefur sungið opinberlega síðan hún var átta ára. Henni finnst hún samt ekki vera fræg heldur venjuleg stelpa sem er svo heppin að vinna við tónlist. Ingó er í sér- stöku uppá- haldi hjá mér og mér finnst hann æðislega skemmtilegur. Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is LEIKSÝNINGIN FÍASÓL verður sýnd í Þjóð- leikhúsinu alla helgina. Hægt er að nálgast miða á sýninguna á www.midi.is og er aðgangseyrir 1.650 krónur. Í TENGSLUM VIÐ SÝNING- UNA Ormurinn ógnarlangi í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi verður börnum á öllum aldri boðið að taka þátt í smiðju goðanna, þar sem Ilmur Stefánsdóttir leiðbeinir. Fjöl- skyldusmiðjan er á sunnudag- inn og stendur frá 14-16. FJÖLSKYLDU- OG HÚS- DÝRAGARÐURINN er opinn alla helgina frá 10 til 17. Nýjasti meðlimur Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins er kolkrabbinn Geirþrúður. „Pálína!! Kenndir þú litla bróður þínum öll þessi ljótu og dónalegu orð?“ spurði mamma reiðilega. „Nei mamma mín,“ svaraði Pálína hneyksluð, „ég kenndi honum bara orð sem mætti alls ekki segja!“ Sendandi Kristel Elva Þórðardóttir Hvernig brenndi drekinn sig á hendinni? Hann hélt fyrir munninn þegar hann geispaði. Konan: Eftir hverjum ert þú skírður Hans? Hans: Eftir spænska kónginum. Konan: En hann heitir ekki Hans. Hans: Jú, Hans hátign. WWW.SKOLAVEFURINN.IS er náms- og fræðsluvefur. Þar er líka hægt að finna leiki, sögur, tónlist og fróðleik á krakkasíðunni. „Mér finnst bókin mjög skemmtileg. Ég hef sjálf komið til Flateyjar og mér finnst bókin lýsa Flatey einstaklega vel og öllu sem er hægt að gera þar,“ segir Katrín Sigríður Stein- grímsdóttir, nemandi í Melaskóla, eftir að hafa lesið bókina Flateyjarbréfin eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur. „Bókin fjallar um Ólafíu Arndísi sem eyðir einu sumri í Flatey á Breiðafirði með fjölskyldu sinni. Í fjölskyldunni eru mamma, pabbi, hún og Kristján, litli bróðir hennar. Þau búa fyrir ofan kaffihús sem for- eldrar hennar reka um sumarið. Þar kynnast þau krökkum og lenda í ýmsum ævintýrum sem Flatey býður upp á. Mér finnst höfundinum takast vel að blanda saman skemmtilegri en alvarlegri aðalpersónu.“ Katrín heldur að bókin verði vinsæl í jólapakk- ann í ár fyrir krakka sem hafa áhuga á ævintýrabókmenntum og vilja fræðast um Flatey. „Oft geta skemmtilegar bækur innihaldið fróðleik sem þessi bók gerir á einstaklega góðan hátt. Ég mæli með henni og hvet sem flesta til að lesa þessa frábæru bók.“ Flateyjarbréfin krakkar@frettabladid.is HITT OG ÞETTA ...ég sá það á Vísi Notaðu öfluga og ókeypis leit á Vísi til að finna allt sem þú þarft að vita um útilegur, tjöld, svefnpoka, vindsængur, prímusa, kassagítara, grillsósur – eða bara eitthvað allt annað. Leitaðu að efni úr Fréttablaðinu og af Vísi. Það eina sem þarf er leitarorð. Vísir er með það. „Útilega“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.