Fréttablaðið - 06.11.2010, Síða 92

Fréttablaðið - 06.11.2010, Síða 92
60 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Bækur ★★ Áttablaðarósin Óttar Martin Norðfjörð Sögur útgáfa Það er engin leið að átta sig til fulls á Óttari Martin Norðfjörð. Í aðra röndina er hann róttækur bók- menntalegur prakkari sem sendir frá sér framúrstefnuljóð og tekur að sér að flengja fúskara í fræða- heiminum með bókmenntalegum gjörningum. Á hinn bóginn er hann svo krimmahöfundur sem þræð- ir af meiri trúnaði og nákvæmni formúlur alþjóðlegra flugvalla- metsölubóka en flestir kollegar hans meðal íslenskra og norrænna glæpasagnahöfunda. Nýjasta bók Óttars, Áttablaðar- ósin, er dæmi um hið síðastnefnda: pólitískur tryllir þar sem átök um íslenskar orkuauðlindir, alþjóðleg og þjóðleg táknfræði og leyndarmál úr fortíð íslenskrar fjölskyldu vef- ast saman í umfangsmikilli og oft ágætlega spunninni glæpafléttu. Hér koma við sögur íslenskir auð- jöfrar, vændiskonur, alþjóðlegir fjárfestar og yfirvöld erlends ríkis sem hyggjast hefja sókn til heims- yfirráða á Íslandi. Fléttan snýst um sölu á orkufyfirtækjum og tengist þannig einu af heitustu deilumálum samtímans. Sagan er gagnrýnin og Óttar óhræddur við að beina spjótum sínum jafnt að við- skiptaheiminum og ríkisstjórnum stór- velda. En það vantar herslumuninn og alltof víða hefur verið kastað til höndunum. Smá- vægilegt ósamræmi í hegðun per- sóna eins og þegar þær tala fjálglega um hvers vegna þær séu grænmeti- sætur en fara svo á Bæjarins bestu daginn eftir er ekki alvarlegur feill og aðallega fyndinn, en því miður eru aðrir og verri gallar á sögunni. Megingallinn við söguna er sá að sögumaður hennar er óheiðarlegur og hikar ekki við að afvegaleiða les- andann. Þetta gerir hann meðal ann- ars með því að lýsa hugsunum per- sóna sem hafa það eina markmið að blekkja lesandann og reynast síðar ekki standast í heildarsamhengi sögunnar. Sögumaðurinn stendur þannig með skúrkunum en ekki með lesandanum eða þeim sem reyna að upplýsa glæpina sem framdir eru í sögunni. Áttablaðarósin hefur á hinn bóg- inn líka nokkra fína kosti til að bera. Margar af persónulýsingum sögunnar eru vel gerðar og ná að verða dýpri og flóknari en stundum brennur við í íslenskum glæpasög- um. Í miðju sögunnar er fjölskylda, einstæða móðirin Áróra og synir hennar tveir. Lýsingin á lífi Áróru og eldri sonar hennar er það sem stendur upp úr í sögunni og sýnir að Óttar kann margt fyrir sér í skáldsagnagerð þegar hann leggur sig mest fram. Ótta persónanna við ofbeldi og harmi þeirra yfir missi ástvina er lýst á sannfærandi hátt og á köflum nær sagan að hreyfa verulega við lesandanum. Jón Yngvi Jóhannsson Niðurstaða: Í Áttablaðarósinni er ágætur efniviður og margt er þar vel gert en heildarmyndin líður fyrir gallaða frásagnartækni og sögumann sem svindlar á lesendum sínum. Brokkgengur pólitískur þriller Jóns úr Vör Lista- og menningarráð Kópavogs efnir til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör. Veitt verða vegleg verðlaun og mun verðlaunaskáldið fá til varðveislu í eitt ár göngustaf sem á verður festur skjöldur með nafni skáldsins. Þriggja manna dómnefnd mun velja úr þeim ljóðum sem berast. Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina. Ljóðin mega ekki hafa birst áður. Ljóðum skal skilað með dulnefni og skulu nafn, heimilisfang og símanúmer skáldsins fylgja með í lokuðu umslagi merktu með sama dulnefni. Aðeins má senda eitt ljóð í hverju umslagi og þess er vænst að ljóðunum sé skilað á pappírsstærðinni A4 eða A5. Skilafrestur er til föstudagsins 3. desember 2010. Utanáskriftin er: Ljóðstafur Jóns úr Vör Tómstunda- og menningarsvið Kópavogs Fannborg 2, 200 Kópavogur Afhending verðlaunanna fer fram á afmælisdegi Jóns úr Vör föstu- daginn 21. janúar 2011. Þátttökuljóð má sækja á ofangreint heimilisfang fyrir 1. febrúar 2011; eftir það verður þeim eytt. PI PA R\ PA R\ PA R A R PA RR A TB W A TB W A •• S ÍA S ÍA A • 10 27 9 1 0 2 79 2 88 TAKTU VEL Á MÓTI SÖLUFÓLKI OKKAR Myndlist Nordisk Akvarell Norræna húsið Opnun á morgun, 07.11.2010 16:00— Bókmenntir Norræn bókasafnsvika 19:00 Norræna húsið 20:00 Tónlist Fríkirkjan direkt Wildbirds & Peacedrums, Hjaltalín, Schola Cantorum www.midi.is/Við inngang Norræn listahátíð Nordisk kulturfestival Reykjavík www.norraenahusid.is/ting 28.10.—7.11.2010 í d ag HALLGRÍMSKIRKJU sunnudaginn 7. nóvember kl. 16:00 Hátíðartónleikar í tilefni af 10 ára samstarfsafmæli og útkomu fjórða geisladisks dúósins. Forsala aðgöngumiða: www.dimma.is ÚTGÁFU OG AFMÆLISTÓNLEIKAR Sigurður Flosason Gunnar Gunnarsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.