Fréttablaðið - 06.11.2010, Síða 92
60 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
Bækur ★★
Áttablaðarósin
Óttar Martin Norðfjörð
Sögur útgáfa
Það er engin leið að átta sig til fulls
á Óttari Martin Norðfjörð. Í aðra
röndina er hann róttækur bók-
menntalegur prakkari sem sendir
frá sér framúrstefnuljóð og tekur
að sér að flengja fúskara í fræða-
heiminum með bókmenntalegum
gjörningum. Á hinn bóginn er hann
svo krimmahöfundur sem þræð-
ir af meiri trúnaði og nákvæmni
formúlur alþjóðlegra flugvalla-
metsölubóka en flestir kollegar
hans meðal íslenskra og norrænna
glæpasagnahöfunda.
Nýjasta bók Óttars, Áttablaðar-
ósin, er dæmi um hið síðastnefnda:
pólitískur tryllir þar sem átök um
íslenskar orkuauðlindir, alþjóðleg
og þjóðleg táknfræði og leyndarmál
úr fortíð íslenskrar fjölskyldu vef-
ast saman í umfangsmikilli og oft
ágætlega spunninni glæpafléttu.
Hér koma við sögur íslenskir auð-
jöfrar, vændiskonur, alþjóðlegir
fjárfestar og yfirvöld erlends ríkis
sem hyggjast hefja sókn til heims-
yfirráða á Íslandi. Fléttan snýst um
sölu á orkufyfirtækjum og tengist
þannig einu af heitustu deilumálum
samtímans. Sagan
er gagnrýnin og
Óttar óhræddur við
að beina spjótum
sínum jafnt að við-
skiptaheiminum og
ríkisstjórnum stór-
velda.
En það vantar
herslumuninn og
alltof víða hefur
verið kastað til höndunum. Smá-
vægilegt ósamræmi í hegðun per-
sóna eins og þegar þær tala fjálglega
um hvers vegna þær séu grænmeti-
sætur en fara svo á Bæjarins bestu
daginn eftir er ekki alvarlegur feill
og aðallega fyndinn, en því miður
eru aðrir og verri gallar á sögunni.
Megingallinn við söguna er sá að
sögumaður hennar er óheiðarlegur
og hikar ekki við að afvegaleiða les-
andann. Þetta gerir hann meðal ann-
ars með því að lýsa hugsunum per-
sóna sem hafa það eina markmið að
blekkja lesandann og reynast síðar
ekki standast í heildarsamhengi
sögunnar. Sögumaðurinn stendur
þannig með skúrkunum en ekki með
lesandanum eða þeim sem reyna að
upplýsa glæpina sem framdir eru í
sögunni.
Áttablaðarósin hefur á hinn bóg-
inn líka nokkra fína kosti til að
bera. Margar af persónulýsingum
sögunnar eru vel gerðar og ná að
verða dýpri og flóknari en stundum
brennur við í íslenskum glæpasög-
um. Í miðju sögunnar er fjölskylda,
einstæða móðirin Áróra og synir
hennar tveir. Lýsingin á lífi Áróru
og eldri sonar hennar er það sem
stendur upp úr í sögunni og sýnir
að Óttar kann margt fyrir sér í
skáldsagnagerð þegar hann leggur
sig mest fram. Ótta persónanna við
ofbeldi og harmi þeirra yfir missi
ástvina er lýst á sannfærandi hátt
og á köflum nær sagan að hreyfa
verulega við lesandanum.
Jón Yngvi Jóhannsson
Niðurstaða: Í Áttablaðarósinni er
ágætur efniviður og margt er þar
vel gert en heildarmyndin líður fyrir
gallaða frásagnartækni og sögumann
sem svindlar á lesendum sínum.
Brokkgengur pólitískur þriller
Jóns úr Vör
Lista- og menningarráð Kópavogs efnir til árlegrar ljóðasamkeppni undir
heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör.
Veitt verða vegleg verðlaun og mun verðlaunaskáldið fá til varðveislu í eitt ár
göngustaf sem á verður festur skjöldur með nafni skáldsins.
Þriggja manna dómnefnd mun velja úr þeim ljóðum sem berast.
Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina. Ljóðin mega ekki hafa
birst áður. Ljóðum skal skilað með dulnefni og skulu nafn, heimilisfang og
símanúmer skáldsins fylgja með í lokuðu umslagi merktu með sama dulnefni.
Aðeins má senda eitt ljóð í hverju umslagi og þess er vænst að ljóðunum sé
skilað á pappírsstærðinni A4 eða A5.
Skilafrestur er til föstudagsins 3. desember 2010.
Utanáskriftin er:
Ljóðstafur Jóns úr Vör
Tómstunda- og menningarsvið Kópavogs
Fannborg 2, 200 Kópavogur
Afhending verðlaunanna fer fram á afmælisdegi Jóns úr Vör föstu-
daginn 21. janúar 2011. Þátttökuljóð má sækja á ofangreint heimilisfang
fyrir 1. febrúar 2011; eftir það verður þeim eytt.
PI
PA
R\
PA
R\
PA
R
A
R
PA
RR
A
TB
W
A
TB
W
A
••
S
ÍA
S
ÍA
A
•
10
27
9
1
0
2
79
2
88
TAKTU VEL Á MÓTI SÖLUFÓLKI OKKAR
Myndlist Nordisk Akvarell
Norræna húsið
Opnun á morgun, 07.11.2010
16:00— Bókmenntir Norræn bókasafnsvika
19:00 Norræna húsið
20:00 Tónlist Fríkirkjan
direkt
Wildbirds & Peacedrums,
Hjaltalín, Schola Cantorum
www.midi.is/Við inngang
Norræn listahátíð
Nordisk kulturfestival
Reykjavík
www.norraenahusid.is/ting 28.10.—7.11.2010
í d
ag
HALLGRÍMSKIRKJU
sunnudaginn 7. nóvember kl. 16:00
Hátíðartónleikar
í tilefni af 10 ára
samstarfsafmæli
og útkomu fjórða
geisladisks dúósins.
Forsala aðgöngumiða:
www.dimma.is
ÚTGÁFU
OG AFMÆLISTÓNLEIKAR
Sigurður Flosason Gunnar Gunnarsson