Fréttablaðið - 06.11.2010, Side 93

Fréttablaðið - 06.11.2010, Side 93
LAUGARDAGUR 6. nóvember 2010 61 Bækur ★★★★ Furðustrandir Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell 2010 Erlendur rannsóknarlögreglumað- ur, söguhetjan í flestum sakamála- sögum Arnaldar Indriðasonar, er merkileg týpa. Afdaladrengur að austan með dimmar sorgir á bak- inu og lifir hálfur í fortíðinni. Í Furðuströndum er hann á heima- slóðum, í eyðibýlinu sem eitt sinn var æskuheimili hans og þar sem harmurinn dundi yfir. Hann er einn, hefur ekkert samband við fólkið sitt eða samstarfsmenn í borginni og fer upp á eigin spýt- ur að garfa í hvarfi konu á Eski- firði árið 1942. Hún er talin hafa horfið á heiðinni í aftakaveðr- inu sem hópur breskra hermanna lenti í fyrir austan í janúar 1942, en Erlendur, með sína áráttu fyrir mannshvörfum, á erfitt með að kyngja þeirri skýringu. Um leið er sagan lýsing á hverfandi heimi, rannsóknin fer fram í skugga byggingar álvers og Kárahnjúka- stíflu og sá heimur sem Erlendur og fólkið sem aðild á að glæpnum tilheyrir er um það bil að deyja út. Dauðinn er óhugn- anlega nálægur bæði í eig- inlegri og óeiginlegri merk- ingu og má eiginlega segja að ásamt Erlendi sé hann aðalsöguhetja bókarinnar. Formið er hér annað en fyrr hjá Arnaldi, lengi framan af er ekki einu sinni ljóst hvort nokkur glæpur hefur verið fram- inn en þeim mun betur farið í saumana á löngu liðnum samskipt- um fólks í plássunum fyrir aust- an. Inn á milli koma kaflar sem við könnumst við úr fyrri bókum; Erlendur einn með hugsunum sínum um hvarf bróðurins, ein- manaleikann og sektarkenndina, en hér eru þeir mun betur útfærð- ir og falla betur inn í frásögnina. Óblíð lífsbaráttan og átökin við náttúruöflin eru ekki einkaharm- ur hans heldur örlagavaldur í lífi allra sem við sögu koma. Frásögnin stigmagnast eftir því sem Erlendi miðar áfram með rannsóknina á hvarfi konunnar og eigin harmi og fer undir lokin alveg að mörkum hrollvekjunnar. Spennan skapast ekki eingöngu af því að fleiri púslbitar falli á sinn stað í rannsókn máls- ins heldur ekki síður af þróuninni í sögu Erlendar sjálfs og glímu hans við drauga fortíð- innar. Þeir lesendur sem saknað hafa Erlend- ar í síðustu bókum fá hér næstum yfirskammt af honum, sjá inn í kviku og komast kannski að fleiru um hann en þeir kærðu sig um að vita. Furðustrandir eru metnaðarfullt verk og betur stílað en fyrri bækur höfundarins. Þetta er Arnaldur eins og hann gerist bestur, jafnvel betri. Fantavel byggð breið skáld- saga um ástir og örlög fólks í litlu sjávarþorpi um miðja síðustu öld og minnir á köflum á þjóðfélags- breytingaskáldsögur þess tíma. Kæmi ekki á óvart þótt næstu verk Arnaldar yrðu á allt öðrum nótum en sakamálasögurnar sem hann hefur skrifað undanfarin fjórtán ár. Friðrika Benónýsdóttir Niðursstaða: Fantavel byggð breið skáldsaga sem minnir á þjóðfé- lagsbreytingaskáldsögur fyrri tíma. Arnaldur eins og hann gerist bestur, jafnvel betri. Útskryppi utan alfaraleiðar Davíð Örn Halldórsson mynd- listarmaður opnar í dag einka- sýninguna Faunalitir í Gallerí Ágúst við Baldursgötu í Reykja- vík. Þetta er önnur einkasýn- ing hans í gallerínu, en árið 2008 setti hann upp sýninguna Absalút gamall kastale. Davíð Örn Halldórsson útskrif- aðist frá myndlistadeild Lista- háskóla Íslands árið 2002. Hann hefur verið ötull myndlistar- maður og á að baki fjölda sýn- inga, bæði hérlendis sem erlend- is, hefur kennt við Listaháskóla Íslands og unnið að hönnun fyrir hljómsveitirnar Múm, Hjálma og Hjaltalín ásamt því að koma að sviðsmynda- og kvikmyndagerð. Sýningin verður opnuð klukkan 16. Davíð Örn í Gallerí Ágúst DAVÍÐ ÖRN Opnar sýningu í Gallerí Ágúst í dag. . 10 R. R. hálsi 3 - 110 R. .. Kl. 14 Matthías Birgir Nardeu óbóleikari og Krisztina Kalló Szklenár organisti Hugvekja, sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir Kl. 14.30 Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona og Antonia Hevesi píanisti Hugvekja, sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir Kl. 15 Martial Nardeu flautuleikari og Krisztina Kalló Szklenár organisti Hugvekja, sr. Hans Markús Hafsteinsson Kl. 15.30 Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Tómas Eggertsson organisti Aðgangur er ókeypis og fólki frjálst að koma og fara að vild. Friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar eru til sölu við Fossvogskirkju. Kópavogskirkjugarður, Hólavallagarður og Gufuneskirkjugarður eru opnir að venju. Reykjavíkurprófastsdæmi og Kirkjugarðar prófastsdæmanna Þau voru ljós á leiðum okkar Tónlistardagskrá við kertaljós í minningu ástvina sunnudaginn 7. nóvember 2010 í Fossvogskirkju
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.