Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 104

Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 104
 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR72 sport@frettabladid.is WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í Futsal eða innanhússknattspyrnu. Ísland sendir lið til keppni í undankeppni EM í Futsal í fyrsta sinn í janúar næstkomandi og fer riðill Íslands fram í íþróttahúsinu á Ásvöllum frá 21. til 24. janúar. Með í riðlinum verða lið Grikklands, Armeníu og Lettlands. HANDBOLTI Tölfræðin sem Björg- vin Páll Gústavsson landsliðsmark- vörður skildi eftir sig í tveimur síðustu landsleikjum er sláandi. Á þeim 28 mínútum sem hann lék í leikjunum gegn Lettland og Aust- urríki í undankeppni EM 2012 varði hann ekki eitt einasta skot af þeim tuttugu sem hann fékk á sig. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að næstu 2-3 dagar eftir tapleikinn gegn Austurríki hafi verið erfiðir. „Þetta var algjörlega nýtt fyrir mér – að lenda svona á vegg. Ég kom sjálfum mér mikið á óvart þar sem ég hef verið að standa mig vel með mínu félagsliði. Í síðustu þremur leikjum fyrir landsleik- ina var ég með 50 prósenta mark- vörslu. Þetta var mikið áfall fyrir mig, þar sem mér hefur yfirleitt gengið mjög vel með landsliðinu,“ segir Björgvin Páll. Hann segir að leikirnir hafi þó verið ólíkir. Gegn Lettum var vörnin slök og hann komst aldrei í takt við leikinn. „Hreiðar [Guð- mundsson] kom þá inn og varði mjög vel og mikið af skotum úr dauðafærum,“ segir hann. „En gegn Austurríki var allt annað uppi á teningnum. Þrátt fyrir góðan varnarleik fann ég mig aldrei. Ég var búinn að liggja lengi yfir austurríska liðinu en fyrsta skotið sem ég fékk á mig var frá manni sem skaut á stað sem hann var óvanur að skjóta á. Það kom af stað óöryggi hjá mér. Ég hef aldrei misst sjálfstraustið í leik á ævinni en það gerðist í þessum leik. Það var ný tilfinning fyrir mig.“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari kippti honum af velli eftir aðeins tíu mínútur. „Ég er aldrei sáttur þegar ég er tek- inn út af og yfirleitt er ég brjál- aður út í þjálfarann. En ekki þá. Ég vissi upp á mig sökina og var landsliðstreyjunni til skammar,“ segir Björgvin. Hann ætlar þó að nota þetta mótlæti til að efla sig. „Það var kannski ágætt að lenda í þessu núna. Ég get lært af þessu. Síðasta vika hefur verið besta æfingavika mín á ferlinum og vonandi mun þetta hjálpa mér í framtíðinni. Þetta voru 28 slæmar mínútur með landsliðinu og nú hef ég tæki- færi til að bæta fyrir þetta í næsta leik. Það versta er að það er langt á milli landsleikja og það er erfitt að bíða.“ Ísland er nú með tvö stig í riðlin- um í undankeppninni, einu á eftir Austurríki og Þýskalandi. Björg- vin segir þó enga ástæðu til að örvænta. „Þetta var bara einn slæmur leikur og alls enginn heimsendir. Það besta væri að vinna Þjóðverja í næstu tveimur leikjum og skilja þá eftir. Austurríki er með gott lið og það er engin skömm að því að tapa fyrir því á útivelli. Hins vegar var alger óþarfi að spila eins og við gerðum. Það er þó gott að það gerð- ist í þessum leik en ekki á HM [í Svíþjóð í janúar]. Þar getum við bætt fyrir þessi mistök.“ Hann ætlar að koma tvíefldur til baka. „Ég mun nota þetta á réttan hátt til að berja mig áfram. Ég hef alltaf þurft að hafa mikið fyrir öllu í lífinu.“ eirikur@frettabladid.is Var treyjunni til skammar Björgvin Páll Gústavsson missti sjálfstraustið í landsleiknum gegn Austurríki og segir að það sé í fyrsta sinn sem það gerist á ferlinum. Hann ætlar að nota mót- lætið sem áskorun til að bæta sig og á erfitt með að bíða eftir næsta landsleik. BJÖRGVIN PÁLL Fann sig illa í leikjunum gegn Lettlandi og Austurríki. MYND/DIENER/NINA MANHART KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Gran- ada unnu sinn fyrsta leik í spænsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjum sínum. Jón Arnór þurfti að ganga í gegnum mótlæti og veikindi í upphafi tímabilsins en er allur að koma til. „Síðasti leikur var alveg ofboðslega mikilvægur og við sýndum flottan karakter í leiknum með því að koma til baka eftir að hafa lent 17 stigum undir,“ segir Jón Arnór, sem var með 15 stig í leiknum þar sem hann hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum. „Við spiluðum náttúrlega við Valencia, Bar- celona og Caja Laboral, þrjú af toppliðunum, í fjórum fyrstu leikjunum. Það var ekki að hjálpa okkur og það var því ekkert ótrúlegt að við skyldum tapa á móti þeim liðum. Við vorum því ekkert að stressa okkur mikið á því að við værum búnir að tapa fyrstu fjórum leikjunum. Þetta er samt farið að líta miklu betur út hjá okkur,“ segir Jón Arnór. „Ég er búinn að vera nokkuð sáttur við síð- ustu tvo leiki en ég var lélegur á undir- búningstímabilinu og í fyrstu þremur leikjunum,“ segir Jón Arnór. Skýr- ing er komin á því af hverju hann skoraði ekki stig á 22 mínútum í fyrsta leik tímabilsins en hann spilaði leikinn fárveikur. „Ég vaknaði um nóttina fyrir Valencia-leikinn, var flökurt og kominn með bullandi hita. Ég spilaði leikinn og byrjaði inni á. Ég held að ég hafi aldrei spilað jafnmargar mínútur þegar ég hef spilað svona illa. Þá loksins fékk ég að spila helling þegar ég var að skíta upp á bak. Ég var alveg örmagna eftir leikinn og svo var ég svo rosalega veikur á heimleið- inni. Ég var slæmur í átta daga og missti mörg kíló. Ég var lengi að ná mér upp úr því,“ segir Jón Arnór, sem þurfti meðal annars að fara á spítala til að fá næringu í æð. „Mér líður mjög vel núna og er búinn að vera góður í síðustu tveimur leikjum,“ segir Jón en hann er búinn að hækka stigaskor sitt í fjórum leikjum í röð. „Hlutverkið er svipað og í fyrra og ég er sátt- ur við það. Ég kem inn af bekknum og er að spila svipað margar mínútur og í fyrra. Varnar- hlutverkið er mjög stórt hjá mér og svo skýt ég boltanum þegar ég fæ opin skot. Ég reyni bara að skjóta eins mikið og ég get á þessum tíma sem ég fæ,“ segir Jón Arnór í léttum tón. Hann leysir Coby Karl af í liðinu en Coby er sonur George Karl, þjálfara Denver Nuggets. Granada á útileik á Menorca um helgina og þar segir Jón Arnór að liðið eigi að vinna. Hvort hann bæti stigaskorið sitt enn frekar á bara eftir að koma í ljós. - óój Jón Arnór Stefánsson hefur hækkað stigaskorið sitt í fjórum leikjum í röð: Þetta lítur miklu betur út JÓN ARNÓR STEFÁNSSON FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Baldur Ingimar Aðal- steinsson er genginn í raðir nýliða Víkings í Pepsi-deild karla. Hann gerði tveggja ára samning og kveður nú Val eftir sjö ára dvöl á Hlíðarenda. „Mér fannst kominn tími á að róa á önnur mið,“ sagði Baldur. „Svo höfðu Víkingar samband og mér leist vel á það sem þeir höfðu fram að færa. Félagið ætlar sér stóra hluti. Mér fannst kjörið að hoppa á það tækifæri og taka þátt í því sem er fram undan þar.“ Baldur er þriðji nýi leikmaður- inn sem Víkingar hafa fengið til sig en fyrir voru þeir Björgólfur Takefusa og Pétur Georg Mark- an komnir til félagsins. „Þar að auki eru margir ungir og efnilegir strákar hjá félaginu sem og reynd- ir leikmenn eins og Helgi Sigurðs- son. Það er góð blanda og þetta er flott lið.“ Baldur kom við sögu í sautján leikjum með Val í sumar, skoraði í þeim þrjú mörk og segist vera laus við öll meiðsli. „Ég held að ég hafi farið til sjúkraþjálfara alls fjórum sinnum allt árið. Ég lenti í veseni árið 2008 þegar ég þurfti að fara í tvær aðgerðir vegna rifins liðþófa en ég er í góðu lagi núna.“ Baldur er einn fárra leikmanna sem hafa afrekað að vera Íslands- og bikarmeistari með tveim- ur liðum. Það gerði hann með ÍA (Íslandsmeistari 2001 og bikar- meistari 2003) og Val (2007 og 2005). - esá Baldur Aðalsteinsson kominn til nýliða Víkings: Góð blanda hjá Víkingi VÍKINGUR Baldur Aðalsteinsson er genginn í raðir Víkinga í Fossvoginum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 140milljónirMILLJÓNIR 13 Réttir =ÉTTIR 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. ÚRV.D. 1. D. Man. Utd. – Wolves Birmingham – West Ham Blackburn – Wigan Blackpool – Everton Fulham – Aston Villa Sunderland – Stoke QPR – Reading Watford – Nottingham Barnsley – Leicester Coventry – Leeds Doncaster – Millwall Norwich – Burnley Sheffi eld Utd. – Ipswich 140.000.000 28.500.000 22.800.000 47.500.000 ENSKI BOLTINN 6. NÓVEMBER 2010 44. LEIKVIKA (13 R.) (12 R.) (11 R.) (10 R.) Nú er potturinn orðinn ennþá stærri. Vertu með og tippaðu fyrir kl. 14 í dag, laugardag. SÖLU LÝKUR 6. NÓV. KL. 14.00 1 X 2 TIPPAÐU Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA Á 1X2.IS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.