19. júní - 19.06.1981, Page 9
„Þetta er eln þeirra kvenna sem ég dái,“ segir Vlgdís um önnu Klemenzdóttur í Laufási.
Myndin er tekin á níræðisafmæli önnu, 19. júní 1980.
viðurkenna, að þessi viðleitni mín
kostaði það, að mér var á stundum
nokkuð heitt! Allur matur í veislu,
sem ég hélt í Kaupmannahöfn, var
líka fluttur héðan að heiman. Þar
var ég sem gestgjafi líka í íslensk-
um skautbúningi í fyrsta sinn,
síðan ég varð forseti. Hann var
tákn Islands og þess sem íslenskt er
gagnvart Dönum.“
— Áttirðu samvinnu um þetta
við íslensk fyrirtæki?
Vigdís í íslenska skautbúnlngnum, sem
móðir hennar baldýraði á yngri árum.
, Já, mér var sýndur mikill höfð-
ingsskapur og rausn í þessum
efnum. Bændasamtökin gáfu pels-
inn, sem ég var í við komuna til
Kaupmannahafnar og allan kjöt-
mat í veisluna, sem ég hélt. Ýmis
fyrirtæki létu sníða og sauma á mig
annan fatnað. Þetta var allt
hannað sérstaklega. Ég mátti ekki
vera í nákvæmlega þeim flíkum,
sem byrjað er að fjöldaframleiða,
heldur fatnaði sem verið er að
hanna. Ég get sagt með sanni, að
útflutningsfyrirtækin öll og
iðnaðurinn, hafi í þessu staðið með
mér í einu og öllu — og þannig vil
ég líka hafa það í öðrum þeim
heimsóknum sem á döfinni eru.“
— Hvert ferðu næst?
„í október fer ég til Noregs og í
bígerð er einnig ferð til Svíþjóðar.
Svo er þess að geta, að Ingiríður,
móðir Margrétar Danadrottning-
ar, er væntanleg í heimsókn
hingað. Hún á góðar minningar
um Island og langar mikið til þess
að koma aftur. Þess vegna bauð ég
henni hingað sem einkagesti
mínum, þegar ég var í Kaup-
mannahöfn í vetur. Því miður
getur ekki af því orðið nú í sumar,
en vonandi verður það þá næsta
sumar.
Hún minnist með mikilli hlýju
ferðar sinnar hingað árið 1938. Þá
sigldu þau hjónin — hún og
Friðrik — frá Reykjavík vestur um
og til Akureyrar og fóru þaðan að
Mývatni. Nú dreymir hana um að
sjá Austfirðina. Líkast til verður
ferð hennar þess vegna þannig
háttað, við við stöllur munum
valsa mest um á Austfjörðunum.
En það er fleira á döfinni hjá
mér en utanferðir. I sumar — þann
10. júlí — verð ég á landsmóti
ungmennafélaganna á Akureyri og
mig langar mikið til þess að geta
verið eitthvað um kyrrt á Norður-
landi.“
Með kjólfald drottningar
í kjöltunni
Það var komið fram undir há-
degi, búið úr kaffibollunum, og
næsti gestur Vigdísar farinn að
bíða frammi í forskrifstofunni, svo
að tíðindamaður 19. júní bjóst til
þess að þakka fyrir sig og kveðja.
„En það gerast nú líka spaugileg
atvik í heimsóknum eins og þeirri
sem ég fór til Danmerkur,“ sagði
forsetinn um leið og hún bjóst til
að fylgja mér til dyra.
„Þannig var, að í veislunni, sem
Danadrottning hélt mér, flutti ég
að sjálfsögðu ræðu. Rétt áður en ég
átti að standa upp til þess að halda
ræðuna, rann munnþurrkan mín á
gólfið. Ég vildi auðvitað reyna að
Framhald á bls. 46.