19. júní - 19.06.1981, Page 10
Björg
Einarsdóttir.
Lákaði vel andinn
Grönn, fíngerð, björt yfirlitum
og kvik í hreyfingum kemur við-
mælandi minn til móts við mig,
þegar mig ber að garði hjá henni.
„Þú lætur ekki standa á þér“,
segir hún, en við höfðum komið
okkur saman um viðtalstíma og
blaðamaður 19. JÚNÍ vissi af
reynslu að öldruðu fólki er ekki
um að bíða.
Við erum stödd að Lynghaga 10
á heimili Jóhönnu Egilsdóttur.
Tilefni heimsóknarinnar er, að
þessi verkalýðsleiðtogi, eldheita
kvenréttindakona og elsti félagi í
Kvenréttindafélagi Islands er
senn tíræð. Á síðastliðnu ári kom
út bókin „Níutíu og níu ár“, þar
sem Gylfi Gröndal færir í letur
frásagnir Jóhönnu úr ævi hennar
og starfi.
Eins og stíll bókarinnar ber með
sér, er Jóhanna hispurslaus og
kemur beint að efninu. Og óþarfi
er að gera sér upp tæpitungu við
öldunginn, hún er fullkomlega
með á nótunum — man liðna tíð
og fylgist með í nútímanum.
Jóhanna er beðin að segja frá
kynnum sínum af KRFl, en hún
er heiðursfélagi þess; hvernig
daglegt líf hennar sé; hvort henni
þyki betur hfað en ólifað og annað
er í hug hennar kemur og hún kýs
að komi fram.
KRFÍ með Bríeti
í broddi fylkingar
— Ég gekk í Kvenréttindafél-
agið árið 1909, tveimur árum eftir
að það var stofnað og það var
fyrsta félagið, sem ég gekk í. Við
vorum fjórar konur, sem leigðum
hjá Magneu Bergmann á Lindar-
götunni og hún hvatti okkur til að
ganga í KRFÍ. Við gengum allar
inn á sama fundi. Mér líkaði vel að
koma á mannamót.
Réttindi kvenna til jafns við
karla, kosningaaréttur og kjör-
gengi voru aðalbaráttumál okkar.
Konur voru meðhöndlaðar eins og
illræðismenn, en þeir hafa ekki
kosningsrétt.
Fundir voru fremur fámennir,
en tíðir og oftast heima hjá Bríetu í
Þingholtsstræti 18. Þar kynntist ég
mörgum eftirminnilegum konum
eins og Kristínu Guðmundsdóttur
í Gróðrastöðinni, Guðrúnu og
Ragnhildi Pétursdætrum úr Engey
og Jónínu Jónatansdóttur, er síðar
varð fyrsti formaður Verka-
kvennafélagsins Framsóknar, sem
stofnað var 1913 að tilhlutan
KRFÍ.
Styrkur KRFÍ hefur alltaf verið
að það er þverpólitískt — þar
vinna konur úr öllum flokkum
saman að sameiginlegum mark-
miðum. Það er fágætt, en afar
mikilsvirði og því má ekki glutra úr
höndum sér.
KRFÍ með Bríetu í broddi fylk-
ingar beitti sér fyrir framboði
kvenna við bæjarstjórnarkosning-
arnar 1908 og unnu frægan sigur,
þegar allar konurnar fjórar á list-
anum komust inn. Síðar komu
stéttarfélögin til sögunnar með
framboðslista og þá kusu verkakon-
ur með þeim, en þetta var áður en
eiginleg flokkaskipan komst á.
Bríet hafði brennandi áhuga