19. júní


19. júní - 19.06.1981, Page 11

19. júní - 19.06.1981, Page 11
fyrir jafnrétti karla og kvenna, að konur hefðu sömu aðstæður og karlar og jöfn laun fyrir jafna vinnu. Hún var stórbrotin kona, skapmikil og alltaf í bardagahug, ófeimin og lét það flakka sem heinni datt í hug. Héðinn sonur hennar var ráð- ríkur eins og móðir hans og vildi fara sínar eigin götur. Laufey, dóttir Bríetar, varð for- maður KRFl eftir móður sína. Hún var kannski pólitískari, en afar vel innrætt og gerði miklar kröfur til starfa. Hún vildi ná árangri í málefnum fátæklinga. Laufey lagði ekki síst áherslu á málefni einstæðra mæðra og stóð að stofnun Mæðrafélagsins, til að vinna að hagsmunum þeirra og barna þeirra. Mér finnst konur vinna best, ef þær eru einar í félagi og hjá KRFÍ líkaði mér vel andinn og baráttu- hugurinn, þótt ekki væru allir á sama máli. En oft þurfti að beita fortölum til að fá konur til að ganga í KRFÍ og síðar í verka- kvennafélagið. Þær horfðu í að greiða árgjaldið, sem þó var í hóf stillt — flestir voru peningalitlir. Það var lengi barátta að fá svo- lítinn styrk frá Alþingi Bríetu til framfæris, eins og hún hafði þó lagt að sér fyrir aðra. Sjálf ég var aldrei í stjórn KRFÍ, aðeins tvö ár í varastjórn. Sonar- dóttir mín og eiginmaður hennar eru held ég bæði að hugsa um að ganga í KRFÍ, svo þetta helst i ættinni. Hallveigarstaðir gistiheimili — Mundu nú, Jóhanna, að vinna fyrir Hallveigarstaði, sagði Bríet oft við mig. Og ég vann eins og ég gat til til framdráttar bygging- Jóhanna Egilsdóttir fimmtug 1931. unni, en ég var fulltrúi verka- kvennafélagsins í söfnunarnefnd. Upphaflega var tilgangurinn með Hallveigarstöðum ekki síst sá að hýsa stúlkur utan af landi, en erfitt var að fá pláss í bænum t. d. fyrir námsstúlkur og aðstandendur vildu vita þær i vernduðu um- hverfi. Talað var um að hvert kvenfélag gæfi sem svaraði herbergisverði í minningu einhvers forystumanns síns. Verkakvennafélagið Fram- sókn gaf tíu þúsund krónur, sem var eitt herbergisverð, til minning- ar um Jónínu Jónatansdóttur. Með breyttum tímum koma breytt sjónarmið og þar kom að ekki var talið rétt að hafa mörg gistiherbergi. Nú er eðlilegast að Hallveigarstaðir séu fyrst og fremst félagsmiðstöð kvennasamtakanna í landinu. Sem krakki hugsaði ég mikið um það sem ég heyrði — Jafnréttið er fyrir öllu, sagði Bríet oft. En ógift stúlka átti engra kosta völ, nema vera vinnukona — nú eiga konur sem karlar mögu- leika á sjálfstæðri tilveru. Sem krakki hugsaði ég mikið um það sem ég heyrði. Ég lærði kverið 10 ára og velti oft fyrir mér 9 og baráttuhugurinn

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.