19. júní - 19.06.1981, Page 13
Jónu Guðjónsdóttur, sem lengi var
varaformaður minn í verka-
kvennafélaginu og tók við for-
mennskunni af mér.
Á hverju sumri bjóða þær í
verkakvennafélaginu mér dvöl í
Ölfusborgum og barnabörn min
keppast um að fara þangað með
mér.
Aldrei friður nú til að
starfa að góðum þjóðmálum
— Verkföll voru áður beittasta
vopnið til að ná fram undirstöðu-
réttindum fólks, en nú er aldrei
friður til að starfa að góðum þjóð-
málum fyrir verkföllum og hótun-
um.
Mér eru minnisstæðir menn eins
og Haraldur Guðmundsson og Jón
Baldvinsson. Ég hafði miklar
mætur á þeim báðum, en við Jóna
unnum mest samán. Maður lærir
mest á samstarfi við mætar mann-
eskjur og ég vil ekki meta fólk eftir
pólitískum lit, heldur eiginleikum
og baráttuaðferðum. Það er lítill
vegur í því að beita aðstöðu, völd-
um og áhrifum eingöngu sjálfum
sér til framdráttar. Ég tel að aldrei
megi taka persónulega hagsmuni
fram yfir heildarhag.
Eg kynntist Auði Auðuns, þegar
ég var í launabaráttunni og borg-
armálunum og mér féll vel að
starfa með henni. Ég varð hálf-
hissa, þegar hún fór að vitna í mig í
útvarpsviðtali í fyrra og sagði eitt-
hvað á þá leið, að svo mikið hefði
hún lært af Jóhönnu Egilsdóttur
að meta ekki fólk eftir pólitískum
línum, heldur manngerð. Þarna
þótti mér meistarinn farinn að lúta
lærisveininum.
Betra lifað en ólifað
— Hvort betra sé að lifað en
ólifað, spyrð þú.
Já, hvað hefur maður gert gott
með því að lifa? Ég segi aðeins
þetta — stórir hópar láta gott af sér
leiða og reynast þjóðfélaginu þarfir
og yfirskyggja hina, sem miður
gengur.
Kýs ekki konu aðeins
af því að hún er kona
— Að lokum Jóhanna, hvað
segir þú um hugmyndina um
tímabundin forréttindi konum til
handa, eins og kveðið er á um í
frumvarpi sem Jóhanna Sigurðar-
dóttir hefur flutt á Alþingi?
Hvort sem frumvarp Jóhjönnu
verður samþykkt eða ekki, þá
skapar það umræðu og hún getur
leitt til þess að úrbætur finnist.
En ég kýs ekki konu aðeins af því
að um konu er að ræða. Val mitt
ræðst af áliti minu á hæfni fólks
fyrst og fremst, án tillits til hvort
karl eða kona á í hlut.
Samtalinu fleygði fljótt fram,
við komumst að efninu umbúða-
laust og ekki sáust þreytumerki á
hinni öldnu kempu eftir tveggja
klukkutíma óslitnar samræður um
heima og geima. Aðeins brot að því
er hér fest á blað — það á ekki allt
erindi, sagði Jóhanna.
Þessi heimsókn færði blaða-
manni heim sanninn um að það
eru ekki alltaf æviárin, sem marka
aldurinn. Það er óskapa veður út af
mér, segir Jóhanna, um daginn
voru þeir með útvarpsviðtal. En
mér þykir vænt um að heyra frá
Kvenréttindafélaginu, þetta er
baráttufélag.
Það var komið borð á konfekt-
kassa, sem Jóhanna tók fram af
tilefninu og kaffið, sem átti að
duga henni fram á kvöldið var
langt til drukkið. En eftir situr
djúp tilfinning fyrir því að hafa
mætt merkisbera mannúðar og
mannréttinda, sem þrátt fyrir
hnjask í hita augnabliksins, þegar
hæst hóaði í baráttunni fyrir
bættum kjörum, hefur varðveitt
heiðríkju hugans.
f hópl þingkvenna 1957. Adda Bára Slgfúsdóttir, varaþlngm. nóv. 1957, Jóhanna Egilsdóttlr,
varaþingm. nóv.— des. 1957 og Ragnhildur Helgadóttir kjörin á þing 1956.
11