19. júní


19. júní - 19.06.1981, Side 14

19. júní - 19.06.1981, Side 14
ÍSLENSK FATAHÖNNUN Eva Vilhelmsdóttir — fatahönnuður Umsjón og texti: Katrín Pálsdóttir Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands klæddist m. a. fallegum fatnaði úr íslenskri ull, þegar hún heimsótti Dani í byrjun þessa árs. í tengslum við heimsóknina var haldin sýning á íslenskum ullar- vörum bæði í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Islenski fatnaðurinn vakti óskipta athygli, enda má segja að hann hafi sjaldan eða aldrei fengið meiri og betri aug- lýsingu. Það var Eva Vilhelmsdóttir fatahönnuður, sem hannaði þann fatnað sem forsetinn okkar klæddist. Eva lauk námi frá list- iðnaðarskóla, Skolen for brugs- kunst, í Kaupmannahöfn árið 1972. Aðaláherslan í náminu var lögð á listrænt og fallegt útlit fatn- aðarins, en einnig kynntist Eva vel öllum hliðum fataframleiðslu þau fjögur ár sem hún var við nám í Kaupmannahöfn. 12 Eftir að námi lauk hefur Eva meira og minna unnið fyrir fram- leiðendur ullarfatnaðar. Hún hef- ur starfað hjá Álafossi undanfarin ár. Eva er meðlimur í Textílfélag- inu og Gallerí Langbrók og hefur tekið þátt í samsýningum félag- anna. Hún hefur skrifað um tísku og fatahönnun fyrir Tískublaðið Líf og var um skeið kennari við fataiðnaðardeild Iðnskólans í Reykjavík. Hér á síðunum eru sýnishorn af þeim fatnaði, sem Eva hefur hannað fyrir Álafoss og einnig teikningar hennar af ullarfatnaði þeim sem Vigdís Finnbogadóttir klæddist í Danmerkurheimsókn- inni.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.