19. júní


19. júní - 19.06.1981, Síða 19

19. júní - 19.06.1981, Síða 19
íslenskra kvenna Hinir æðri skólar í landinu, Lærði skólinn, Prestaskólinn og Læknaskólinn voru lokaðir kon- um, en árið 1874 er Kvennaskólinn í Reykjavík stofnaður og síðan bætast við 3 kvennaskólar á Norð- urlandi. Árið 1912 var stofnaður yfirsetukvennaskóli í Reykjavík (1924 Ljósmæðraskóli). Einkum er eftirtektarvert, að framhaldsskólar þeir, sem stofnað- ir eru handa stúlkum, eru ætlaðir til þess að mennta þær einungis í hefðbundnum störfum þeirra, þ. e. heimilisstörfum og líknarstörfum. Þrátt fyrir það, leikur lítill vafi á því, að þeir efldu sjálfstæðisvitund margra kvenna. Þær, sem þá sóttu, kunnu meira fyrir sér en aðrar, og auk þess kynntust þær ýmsu öðru, sem þær annars hefðu ekki átt kost á. Þá er ekki hægt að líta framhjá því, að ætlun foreldra hefur verið að gera dætur sínar útgengilegri með því að mennta þær á Kvennaskólum. Kvennaskólar. Upp úr miðri 19. öld ríkti í Danmörku mikill áhugi á aukinni menntun kvenna og gætti áhrifa þess hér á landi. Fáein dæmi eru um, að konur rækju stúlknaskóla í Reykjavík á 19. öld. Systurnar Marie og Christjane Thomsen ráku skóla fyrir stúlkur í yfir 30 ár, og systurnar Ágústa og Þóra Grímsdætur ráku stúlknaskóla í Reykjavík á 6. áratugnum, en þá var enginn barnaskóli í bænum. Gott orð fór af þessum skóla, en hann hefur ekki leyst vanda margra stúlkna því að hann var talinn dýr skóli og ætlaður höfð- mgjadætrum i bænum. Þá var rekinn stúlknaskóli í Vinaminni í Grjótaþorpi í eitt ár, en það hús reisti Sigríður Einarsdóttir í Brekkubæ, sem gift var Eiríki Magnússyni í Cambridge og hafði hún fengið Englendinga til að leggja fram fé til skólans. Þessar tilraunir til að mennta stúlkur í Reykjavík hafa lítinn vanda leyst, og árið 1901 sagði Einar Hjörleifsson í erindi um Al- þýðumenntun hér á landi, að skoðun sumra presta væri að tölu- vert af kvenfólki yrði ólæst eftir tvítugt, það liti ekki í bók eftir fermingu. Stofnun Kvennaskólans í Reykjavík árið 1874 var merkilegt spor, sem flýtti fyrir stofnun þriggja kvennaskóla á Norður- landi, að Ási í Hegranesi (síðar að Hjaltastöðum), Ytri-Ey á Skaga- strönd og Laugalandi í Eyjafirði. Þóra Grímsdóttir Melsteð gerðist ásamt manni sínum, Páli Melsteð, brautryðjandi í menntunarmálum kvenna og fékk til liðs við sig kon- ur, sem vegna stöðu sinnar gátu haft áhrif á valdamenn þjóðarinn- ar. Það er að sjálfsögðu engin til- viljun, að fjórir kvennaskólar voru settir á stofn á áttunda áratugnum. Þar var margt að verki. Sjálfstæð- isbaráttan og baráttan fyrir auk- inni menntun hélst í hendur, og færði hver skóli, sem hóf göngu sína, þjóðina nær marki og áfang- arnir í sjálfstæðisbaráttunni efldu íslenskt skólahald. í kvennaskól- unum stunduðu nám hundruðir kvenna, sem komu þaðan með aukna þekkingu. Úr þessum hópi komu margar þeirra kvenna, sem stóðu fremstar í kvennahreyfing- Þóra Melsted. unni, sem hófst á síðasta áratug 19. aldar, og er þáttur þeirra í þeim efnum býsna stór. Að þessu leyti er náið samband milli kvennaskól- anna og réttinda þeirra, sem konur fengu næstu áratugi. Það má raunar geta þess hér, að Bríet Bjarnhéðinsdóttir var einn vetur á kvennaskólanum á Laugalandi, lengri var hennar skólaganga ekki. Það er raunar ótrúlegt, hve vel mörgum nýttist jafnvel nokkurra mánaða skólaganga, ef áhugann og viljann skorti ekki. Árið 1885: Fyrsta skrefið Lengi gerðu konur sjálfar ekkert til að fá hlut sinn bættan með lagasetningum. Það sem áunnist hafði fram undir síðasta áratug 19. aldar var verk frjálslyndra karla, sem tóku málin upp á stefnuskrá sína. Ber þar fyrstan að nefna Sig- hvat Árnason, hreppstjóra og 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.