19. júní


19. júní - 19.06.1981, Page 20

19. júní - 19.06.1981, Page 20
þingmann Rangæinga, sem flutti árið 1885 á Alþingi þingsályktun- artillögu um rétt kvenna til skóla- göngu. í tillögunni var farið fram á að veita konum rétt til að ganga á Prestaskólann og Læknaskólann. Magnús Stephenssen sagði, að konum hefði aldrei verið bannað að ganga á þessa skóla, þær hefðu hins vegar aldrei farið þess á leit. Málið fékk góðar undirtektir á þingi, og ári síðar gekk í gildi til- skipan, sem veitti konum rétt til að taka 4. bekkjar próf við Lærða skólann. Raunar fengu þær hvorki styrki né rétt til að sitja í skólanum, en piltar gátu þá fengið 100—200 kr. á ári, sem nægði til þess að greiða kostnað við skóladvölina. Það kann að hafa haft einhver áhrif á afstöðu þingmanna, að um þetta leyti var íslenzk embættis- mannsdóttir við nám í latinuskóla í Danmörku. Þá hefur barátta kvenna erlendis vafalaust haft ein- hver áhrif á afstöðu islenskra þingmanna. íslenska embættis- mannsdóttirin, sem hér var getið, var Camilla Stefánsdóttir Bjarnarson, sem lauk stúdentsprófi i Kaup- mannahöfn árið 1889, fyrst ís- lenskra kvenna. Hún lauk cand. phil. prófi við Háskólann í Kaup- mannahöfn ári síðar, lagði stund á stærðfræði þar og gerðist kennari við Frk. Langs Skole í Silkiborg á Jótlandi. Hún giftist Magnúsi Torfasyni, sýslumanni og var bú- sett hér á landi. Árið 1901 lauk Björg Þorláksdóttir, sonardóttir séra Þorláks á Undir- felli, stúdentsprófi í Kaupmanna- höfn. Hún varði doktorsritgerð i lífefnafræði við Sorbonne-háskóla í Paris árið 1926 og hlaut doktors- nafnbót fyrst íslenskra kvenna. Árið 1885: Páll Briem Árið 1885 kvaddi sér hljóðs Páll Briem, siðar amtmaður, sem mun fyrstur manna hafa hafið máls á því, að konum bæru full pólitísk réttindi. Hann hélt fyrirlestur í Is- lendingafélaginu í Kaupmanna- 18 Camilla Bjarnarson. höfn, sem hann nefndi: Umfrelsi og menntun kvenna. I fyrirlestrinum rakti hann sögu kvenfrelsisbarátt- unnar um allan heim og segir í upphafi, að þegar hann tali um baráttuna fyrir frelsi kvenna, þá eigi hann ekki við baráttu til þess að losa kvenfólk undan kúgun og þrældómi — slíkt eigi sér ekki stað í menntuðum löndum — heldur tali hann um að konur fái réttindi og völd. Þegar Páll Breim flutti fyrirlest- urinn, höfðu danskar konur í einn áratug haft leyfi til að stunda nám við Háskólann í Kaupmannahöfn og höfðu ýmsar konur notfært sér það, ennfremur voru margar konur þar í landi að lesa til stúdentsprófs. Svíþjóð og Noregur höfðu einnig veitt konum þennan rétt. Það er enginn vafi á því, að bók John Stuarts Mill um Kúgun konunnar, sem Georg Brandes þýddi á dönsku árið 1869, hefur haft umtalsverð áhrif á frjálslynda menn þessara tíma. Árið 1887: Bríet Bjarnhéðinsdóttir Árið 1887 hélt Bríet Bjarnhéð- insdóttir fyrsta fyrirlestur, sem kona hefur haldið á íslandi, Nokkur Björg Þorláksdóttir. orð um frelsi og menntun kvenna. Fyrir- lestur um hagi og réttindi kvenna. Hún flutti fyrirlesturinn í Góðtempl- arahúsinu 30. des. 1887 við hús- fylli, og má segja, að þar með hefj- ist brautryðjendastarf hennar í kvenréttindamálum. Raunar hafði hún árið 1885 skrifað blaðagrein um sama efni í Fjallkonuna, undir dulnefninu „Æsa“, sem vakti um- tal og áhuga. Það mun vera fyrsta blaðagrein konu á Islandi. Valdi- mar Ásmundsson, ritstjóri og síðar eiginmaður Bríetar, skrifaði sama ár grein í Fjallkonuna um rétt- indamál kvenna. Sjálf segir Bríet, að það atriði, að enginn möguleiki var fyrir stúlkur að afla sér menntunar, hafi orðið til þess, að hún fór að hugsa alvar- lega um mismuninn á aðstöðu karla og kvenna. í fyrirlestrinum fjallaði hún um íslenskar konur allt frá landnámstíð og tekur síðan fyrir einstök málefni kvenna, kosn- ingarétt, fjárráð og atvinnumál. Þá leggur hún ríka áherslu á nauðsyn menntunar og segir: „Enn sem komið er, er menntun vor kvenn- anna hér á landi svo skammt kom- in áleiðis, að vér höfum varla fengið ljósa hugmynd um, hvað menntun er.“ Niðurstaða Bríetar

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.