19. júní


19. júní - 19.06.1981, Síða 20

19. júní - 19.06.1981, Síða 20
þingmann Rangæinga, sem flutti árið 1885 á Alþingi þingsályktun- artillögu um rétt kvenna til skóla- göngu. í tillögunni var farið fram á að veita konum rétt til að ganga á Prestaskólann og Læknaskólann. Magnús Stephenssen sagði, að konum hefði aldrei verið bannað að ganga á þessa skóla, þær hefðu hins vegar aldrei farið þess á leit. Málið fékk góðar undirtektir á þingi, og ári síðar gekk í gildi til- skipan, sem veitti konum rétt til að taka 4. bekkjar próf við Lærða skólann. Raunar fengu þær hvorki styrki né rétt til að sitja í skólanum, en piltar gátu þá fengið 100—200 kr. á ári, sem nægði til þess að greiða kostnað við skóladvölina. Það kann að hafa haft einhver áhrif á afstöðu þingmanna, að um þetta leyti var íslenzk embættis- mannsdóttir við nám í latinuskóla í Danmörku. Þá hefur barátta kvenna erlendis vafalaust haft ein- hver áhrif á afstöðu islenskra þingmanna. íslenska embættis- mannsdóttirin, sem hér var getið, var Camilla Stefánsdóttir Bjarnarson, sem lauk stúdentsprófi i Kaup- mannahöfn árið 1889, fyrst ís- lenskra kvenna. Hún lauk cand. phil. prófi við Háskólann í Kaup- mannahöfn ári síðar, lagði stund á stærðfræði þar og gerðist kennari við Frk. Langs Skole í Silkiborg á Jótlandi. Hún giftist Magnúsi Torfasyni, sýslumanni og var bú- sett hér á landi. Árið 1901 lauk Björg Þorláksdóttir, sonardóttir séra Þorláks á Undir- felli, stúdentsprófi í Kaupmanna- höfn. Hún varði doktorsritgerð i lífefnafræði við Sorbonne-háskóla í Paris árið 1926 og hlaut doktors- nafnbót fyrst íslenskra kvenna. Árið 1885: Páll Briem Árið 1885 kvaddi sér hljóðs Páll Briem, siðar amtmaður, sem mun fyrstur manna hafa hafið máls á því, að konum bæru full pólitísk réttindi. Hann hélt fyrirlestur í Is- lendingafélaginu í Kaupmanna- 18 Camilla Bjarnarson. höfn, sem hann nefndi: Umfrelsi og menntun kvenna. I fyrirlestrinum rakti hann sögu kvenfrelsisbarátt- unnar um allan heim og segir í upphafi, að þegar hann tali um baráttuna fyrir frelsi kvenna, þá eigi hann ekki við baráttu til þess að losa kvenfólk undan kúgun og þrældómi — slíkt eigi sér ekki stað í menntuðum löndum — heldur tali hann um að konur fái réttindi og völd. Þegar Páll Breim flutti fyrirlest- urinn, höfðu danskar konur í einn áratug haft leyfi til að stunda nám við Háskólann í Kaupmannahöfn og höfðu ýmsar konur notfært sér það, ennfremur voru margar konur þar í landi að lesa til stúdentsprófs. Svíþjóð og Noregur höfðu einnig veitt konum þennan rétt. Það er enginn vafi á því, að bók John Stuarts Mill um Kúgun konunnar, sem Georg Brandes þýddi á dönsku árið 1869, hefur haft umtalsverð áhrif á frjálslynda menn þessara tíma. Árið 1887: Bríet Bjarnhéðinsdóttir Árið 1887 hélt Bríet Bjarnhéð- insdóttir fyrsta fyrirlestur, sem kona hefur haldið á íslandi, Nokkur Björg Þorláksdóttir. orð um frelsi og menntun kvenna. Fyrir- lestur um hagi og réttindi kvenna. Hún flutti fyrirlesturinn í Góðtempl- arahúsinu 30. des. 1887 við hús- fylli, og má segja, að þar með hefj- ist brautryðjendastarf hennar í kvenréttindamálum. Raunar hafði hún árið 1885 skrifað blaðagrein um sama efni í Fjallkonuna, undir dulnefninu „Æsa“, sem vakti um- tal og áhuga. Það mun vera fyrsta blaðagrein konu á Islandi. Valdi- mar Ásmundsson, ritstjóri og síðar eiginmaður Bríetar, skrifaði sama ár grein í Fjallkonuna um rétt- indamál kvenna. Sjálf segir Bríet, að það atriði, að enginn möguleiki var fyrir stúlkur að afla sér menntunar, hafi orðið til þess, að hún fór að hugsa alvar- lega um mismuninn á aðstöðu karla og kvenna. í fyrirlestrinum fjallaði hún um íslenskar konur allt frá landnámstíð og tekur síðan fyrir einstök málefni kvenna, kosn- ingarétt, fjárráð og atvinnumál. Þá leggur hún ríka áherslu á nauðsyn menntunar og segir: „Enn sem komið er, er menntun vor kvenn- anna hér á landi svo skammt kom- in áleiðis, að vér höfum varla fengið ljósa hugmynd um, hvað menntun er.“ Niðurstaða Bríetar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.