19. júní


19. júní - 19.06.1981, Síða 21

19. júní - 19.06.1981, Síða 21
er, að hugsunarhátturinn þurfi að breytast, og hún leggur á það áherslu, að menntun sé konum nauðsyn, því að hún sé lykillinn að öllum réttindum. Árrið 1891: Skúli Thoroddsen og Ólafur Ólafsson Allt frá stofnun Þjóðviljans árið 1887 hélt Skúli Thoroddsen fram fullu jafnrétti karla og kvenna. Á fyrstu árum blaðsins birtust þar greinar um framfaramál kvenna, m. a. um menntun og kröfur um, að konur fengju námsstyrki til þess að geta notfært sér réttinn, sem þær höfðu fengið til þess að ganga undir próf við Lærða skólann. Á þingi minnti Skúli á konur og bar fram mörg frumvörp um aukinn rétt þeirra. Enda þótt fæst þeirra næðu fram að ganga þegar í stað, höfðu þau þó mikil áhrif og urðu beint og óbeint til framgangs ýmissa réttindamála kvenna. Árið 1891 fluttu Skúli og séra Ólafur Ólafsson 3 frumvörp um aukinn rétt kvenna, um kjörgengi í sveit- arstjórnarmálum, um rétt kvenna til að njóta kennslu á mennta- stofnunum og um fjárráð giftra kvenna. Bríet skrifaði um Skúla látinn í Kvennablaðið: „Hefði kona sett slík- ar kröfur fram á þeim tímum, i blöðum eða á mannfunduum, mundi það hafa þótt hin mesta fjarstæða. Annað, þegar það kom fram sem sjálfsögð krafa fyrir karla og konur, borin fram af merkum lögfræðingi og stjórnmálamanni.“ Það er athyglisvert, að þegar málefni kvenna voru komin til umræðu á Alþingi, fengu þau að jafnaði góðar undirtektir margra þingmanna. Ennfremur voru frjálslyndustu menn á þingi jafnan traustustu talsmenn réttindamála kvenna. 1894: Þáttur kvenna Segja má, að þáttur kvenna sjálfra í því að hrinda fram rétt- indamálum sínum hefjist með Hinu íslenzka kvenfélagi, sem stofnað var í Reykjavík 26. jan. 1894. Til stofnfundarins boðuðu konur úr Reykjavík og mættu um 200 konur á fundinum, sem haldinn var í þeim tilgangi að koma á samskot- um til styrktar háskóla á íslandi. Tildrög þessa máls voru þau, að árið 1893 var samþykkt á Alþingi frumvarp um stofnun háskóla, en lögin fengu ekki staðfestingu kon- Laufey Valdimarsdóttir. ungs. Forgöngumaður málsins var Benedikt Sveinsson, Alþingisfor- seti og nokkrir aðrir þingmenn ásamt ýmsum Reykvíkingum. Einn hvatamaður fundarins var Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir, systir Benedikts, sem ásamt Ólafíu Jóhannsdóttur, systurdóttur sinni, var aðaldriffjöðurin í félaginu. Þær fengu í lið við sig konur, sem voru tengdar helstu embættismönnum þjóðarinnar, konur, sem nutu álits og höfðu áhrif langt utan veggja heimila sinna. Hér gerðist sama saga og víðast erlendis, áhugi á þjóðmálum vaknar fyrst meðal kvenna, sem betur mega sín og þær stofna félög. Briet Bjarnhéðins- dóttir var meðal stofnenda félags- ins. Félagið lagði á það áherzlu, að menntun væri undirstaða allra réttinda, og Ársritið, sem það gaf út í 4 ár undir ritstjórn Ólafíu Jó- hannsdóttur, birti greinar um jafnan aðgang karla og kvenna að menntastofnunum landsins og hvatti konur til stuðnings við há- skóla á Islandi. Árið 1895 gerðust þeir merku atburðir á Islandi, að 2 kvennablöð hófu göngu sína. Á Seyðisfirði hófu mæðgurnar Sigríður Þorsteins- dóttir frá Hálsi, kona Skafta Jós- efssonar, ritstjóra, og Ingibjörg Skaftadóttir, útgáfu Framsóknar, og kom fyrsta tölublað þess út 8. janúar. 1 kjölfar þess kom út blað Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, Kvennablaðið, en fyrsta tölublað þess kom út 18. febrúar sama ár. Framsókn kom út í 6 ár og var frá upphafi pólitískt blað, og réttar- bætur, sem konur fengu um alda- mótin eru ef til vill ekki síst að þakka áhrifum þessa blaðs. Bríet gaf blað sitt út í 25 ár. I fyrstu var blaðið eins konar heim- ilisblað og flutti greinar, sem hún vissi, að konur læsu og hefðu áhuga á. Fyrir henni hefur vakað að ná til kvenna og vekja þær til umhugs- unar um stöðu sína. Og þar sem hún vissi, að konur voru ekki við- Bríet Bjarnhéðlnsdóttlr á yngrl árum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.