19. júní - 19.06.1981, Page 24
JíUft, DÍ£N&'iH i IMi LÆ«ik Mh ft& fiSÍR TÖLUft. Oí
iftUfAft -ftílftfíftíiT .
Strákar og stelpur
eru
alveg jafn flink
Rætt við Bryndísi Jónsdóttur
Nemendur grunnskólans virðast
vera á sama máli og kennarar hvað
varðar samræmda myndmenntar-
kennslu fyrir drengi og stúlkur,
þegar þeir hafa fengið að kynnast
henni.
í Fossvogsskóla í Reykjavík hef-
ur frá upphafi verið sama hand-
menntarkennsla fyrir bæði kyn, að
sögn Kára Arnórssonar skólastjóra,
og stelpur og strákar verið saman í
kennslustundum.
Kennsla í Fossvogsskóla nær að-
eins til 1.—6. bekkjar grunnskólans
og nemendur fara í Réttarholts-
skóla eftir það. Fram að þessu hef-
ur handmenntakennsla ekki verið
sú sama fyrir bæði kynin í 7. og 8.
bekk í Réttarholtsskólanum.
Tvær 12 ára stúlkur sem eru í 6.
bekk í Fossvogsskóla í vetur vildu
ekki una því að missa af smíða-
náminu þegar þær kæmu í 7. bekk.
Þær hófu því undirskriftasöfnun
meðal nemenda í 6. bekk Foss-
vogsskólans þar sem farið var fram
á að kennsla yrði jafnt í saumum
og smíði fyrir alla nemendur í
Réttarholtsskóla.
Stúlkurnar heita Bryndís Jóns-
dóttir og Elín Rós Hansdóttir.
Bryndis sagði að mikill meiri
hluti nemenda hefði skrifað undir
22
og hefðu það verið jafnt stelpur og
strákar.
„Við fórum svo með undir-
skriftalistana og afhentum þá á
skrifstofu fræðslustjórans í
Reykjavík,“ sagði Bryndís, og hún
bætti því við að jafnréttisráð hefði
fengið afrit af þeim.
„Fræðslustjórinn var ekki við.
Okkur var sagt að hann væri á
fundi.“
Við spurðum Bryndísi hvort
hún hefði frétt hvaða afgreiðslu
beiðni þeirra hefði hlotið.
Bryndís Jónsdóttir.
Hún kvaðst hafa reynt að
hringja í fræðslustjórann nokkrum
sinnum en hann hefði aldrei verið
viðlátinn og enginn hefði talað við
krakkana vegna þessa máls.
Blaðamaður 19. júní fékk hins
vegar þær upplýsingar hjá skóla-
stjóra Fossvogsskóla að rætt hefði
verið við skólayfirvöld Réttar-
holtsskóla sem hefðu orðið við
beiðninni. Bryndís upplýsti okkur
um að handavinnukennslan væri
ekki nákvæmlega sú sama fyrir
stráka og stelpur í Fossvogsskólan-
um.
„Strákarnir læra bara að prjóna
á 2 prjóna en ekki 4“, sagði hún,
,,og þeir læra ekki að hekla. Hins
vegar læra stelpurnar alveg það
sama í smíði og þeir“.
Hún sagðist alltaf hafa lært
bæði smíðar og sauma, frá því að
hún byrjaði að læra handmennt,
og halda að sér mundi þykja leið-
inlegt að vera allan veturinn með
aðeins aðra handmenntagreinina.
„Það þurfa allir að læra hvort
tveggja,“ sagði hún, „strákar og
stelpur eru alveg jafn flink. Mér
finnst líka að strákarnir ættu að
læra að hekla og að það ætti alls
enginn munur að vera á neinni
kennslu fyrir stráka og stelpur“.