19. júní


19. júní - 19.06.1981, Síða 24

19. júní - 19.06.1981, Síða 24
JíUft, DÍ£N&'iH i IMi LÆ«ik Mh ft& fiSÍR TÖLUft. Oí iftUfAft -ftílftfíftíiT . Strákar og stelpur eru alveg jafn flink Rætt við Bryndísi Jónsdóttur Nemendur grunnskólans virðast vera á sama máli og kennarar hvað varðar samræmda myndmenntar- kennslu fyrir drengi og stúlkur, þegar þeir hafa fengið að kynnast henni. í Fossvogsskóla í Reykjavík hef- ur frá upphafi verið sama hand- menntarkennsla fyrir bæði kyn, að sögn Kára Arnórssonar skólastjóra, og stelpur og strákar verið saman í kennslustundum. Kennsla í Fossvogsskóla nær að- eins til 1.—6. bekkjar grunnskólans og nemendur fara í Réttarholts- skóla eftir það. Fram að þessu hef- ur handmenntakennsla ekki verið sú sama fyrir bæði kynin í 7. og 8. bekk í Réttarholtsskólanum. Tvær 12 ára stúlkur sem eru í 6. bekk í Fossvogsskóla í vetur vildu ekki una því að missa af smíða- náminu þegar þær kæmu í 7. bekk. Þær hófu því undirskriftasöfnun meðal nemenda í 6. bekk Foss- vogsskólans þar sem farið var fram á að kennsla yrði jafnt í saumum og smíði fyrir alla nemendur í Réttarholtsskóla. Stúlkurnar heita Bryndís Jóns- dóttir og Elín Rós Hansdóttir. Bryndis sagði að mikill meiri hluti nemenda hefði skrifað undir 22 og hefðu það verið jafnt stelpur og strákar. „Við fórum svo með undir- skriftalistana og afhentum þá á skrifstofu fræðslustjórans í Reykjavík,“ sagði Bryndís, og hún bætti því við að jafnréttisráð hefði fengið afrit af þeim. „Fræðslustjórinn var ekki við. Okkur var sagt að hann væri á fundi.“ Við spurðum Bryndísi hvort hún hefði frétt hvaða afgreiðslu beiðni þeirra hefði hlotið. Bryndís Jónsdóttir. Hún kvaðst hafa reynt að hringja í fræðslustjórann nokkrum sinnum en hann hefði aldrei verið viðlátinn og enginn hefði talað við krakkana vegna þessa máls. Blaðamaður 19. júní fékk hins vegar þær upplýsingar hjá skóla- stjóra Fossvogsskóla að rætt hefði verið við skólayfirvöld Réttar- holtsskóla sem hefðu orðið við beiðninni. Bryndís upplýsti okkur um að handavinnukennslan væri ekki nákvæmlega sú sama fyrir stráka og stelpur í Fossvogsskólan- um. „Strákarnir læra bara að prjóna á 2 prjóna en ekki 4“, sagði hún, ,,og þeir læra ekki að hekla. Hins vegar læra stelpurnar alveg það sama í smíði og þeir“. Hún sagðist alltaf hafa lært bæði smíðar og sauma, frá því að hún byrjaði að læra handmennt, og halda að sér mundi þykja leið- inlegt að vera allan veturinn með aðeins aðra handmenntagreinina. „Það þurfa allir að læra hvort tveggja,“ sagði hún, „strákar og stelpur eru alveg jafn flink. Mér finnst líka að strákarnir ættu að læra að hekla og að það ætti alls enginn munur að vera á neinni kennslu fyrir stráka og stelpur“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.