19. júní - 19.06.1981, Page 28
Texti og viðtöl:
Rannveig Jónsdóttir.
Þær hafa brotið
hlekki vanans
Konur standa körlum enn langt
að baki í sviði iðn- og tækni-
menntunar. Því þarf að gera
markvisst átak til að auka fjöl-
breytni í námsvali kvenna og
beina áhuga þeirra inn á tækni-
brautir.
Allir eru sammála um að
tæknivæðing atvinnulífsins mun
aukast hvort sem okkur líkar betur
eða verr og konur eru, vegna van-
kunnáttu sinnar í tækniefnum, illa
undir það búnar að taka virkan
þátt í þeirri þróun og hafa áhrif á
hana.
En hvað ræður námsvali fólks
og hvers vegna leggur einstaka
kona út í nám og starf sem áður
hefur lítt eða ekki verið sinnt af
konum?
í von um að geta varpað nokkru
ljósi á málið leitaði 19. JÚNl upp-
lýsinga í nokkrum skólum og
ræddi við konur, sem lagt hafa út á
þessa braut, hafa ýmist verið
fyrstar kvenna í sinni grein eða
vakið athygli vegna sérstöðu sinn-
ar.
Skólarnir sem leitað var til eru
þessir: Tækniskóli íslands, Iðn-
skólinn í Reykjavík, Sjómanna-
skólinn sem skiptist í Stýrimanna-
skóla og Vélskóla, og Fiskvinnslu-
skólinn.
Konurnar sem rætt var við eru
þær María Jóna Gunnarsdóttir,
byggingatæknifræðingur, Hrönn
Hjaltadóttir, loftskeytamaður,
Sigrún Svavarsdóttir, stýrimaður,
Guðný Lára Petersen, vélstjóri,
Hulda Arnsteinsdóttir, nemi í
Fiskvinnsluskólanum og Þóra
Pétursdóttir, fisktæknir.
Þær voru allar spurðar hvers
vegna þær lögðu út í þetta nám og
hvernig þeim hafi vegnað í námi
og starfi.
Tækniskóli Islands
Rafeindagreinarnar
henta konum vel
Þegar skoðaðar eru skýrslur
Tækniskóla Islands kemur skýrt í
ljós hve konur standa utan við æðri
tæknimenntun. T.I. hóf starfsemi
sína haustið 1964, en síðan hefur
aðeins ein kona, María Jóna
Gunnarsdóttir, byggingatækni-
fræðingur, lokið þaðan prófi sem
tengt er iðnaði. Allar aðrar konur
sem útskrifast hafa frá T.I. eru
meinatæknar.
„Þetta er algert hörmungar-
ástand,“ sagði Bjarni Kristjánsson,
rektor Tækniskóla íslands, þegar
hann var spurður álits á þessu.
Ástæðurnar taldi hann vera að
finna í hefð og fastheldni á gamlar
venjur. „Eg tel sérstaka ástæðu til
að benda konum á rafeindagrein-
arnar. Þær henta konum vel. Ekki
veit ég heldur hvar konur ættu
Fjöldi þeirra sem útskrifast
hafa frá Tækniskóla Islands
frá 1968—1980
Iðntæknar og Konur Karlar Alls
tæknifræðingar 1 317 318
Meinatæknar 218 5 223
fremur að hasla sér völl en í sam-
bandi við hina síauknu tölvuvæð-
ingu,“ sagði Bjarni ennfremur.
Hann kvað nýjungar fyrirhugaðar
í T.l. á sviði tölvutækni. Komið
hefur í ljós samkvæmt nýlegri at-
hugun að mikill skortur er á
mönnum menntuðum í bókhaldi
og rekstri ásamt haldgóðri tölvu-
kunnáttu og nú er unnið að undir-
búningi sérstakrar deildar í kerfis-
fræði við T.I. Inntökuskilyrði
verða líklega raungreinadeildar-
próf frá T.I. eða stúdentspróf og
áætlað er að námið taki eitt og
hálft ár.
Rík ástæða er til að benda kon-
um á þá möguleika til menntunar
sem Tækniskóli íslands hefur upp
á að bjóða.
26