19. júní


19. júní - 19.06.1981, Síða 28

19. júní - 19.06.1981, Síða 28
Texti og viðtöl: Rannveig Jónsdóttir. Þær hafa brotið hlekki vanans Konur standa körlum enn langt að baki í sviði iðn- og tækni- menntunar. Því þarf að gera markvisst átak til að auka fjöl- breytni í námsvali kvenna og beina áhuga þeirra inn á tækni- brautir. Allir eru sammála um að tæknivæðing atvinnulífsins mun aukast hvort sem okkur líkar betur eða verr og konur eru, vegna van- kunnáttu sinnar í tækniefnum, illa undir það búnar að taka virkan þátt í þeirri þróun og hafa áhrif á hana. En hvað ræður námsvali fólks og hvers vegna leggur einstaka kona út í nám og starf sem áður hefur lítt eða ekki verið sinnt af konum? í von um að geta varpað nokkru ljósi á málið leitaði 19. JÚNl upp- lýsinga í nokkrum skólum og ræddi við konur, sem lagt hafa út á þessa braut, hafa ýmist verið fyrstar kvenna í sinni grein eða vakið athygli vegna sérstöðu sinn- ar. Skólarnir sem leitað var til eru þessir: Tækniskóli íslands, Iðn- skólinn í Reykjavík, Sjómanna- skólinn sem skiptist í Stýrimanna- skóla og Vélskóla, og Fiskvinnslu- skólinn. Konurnar sem rætt var við eru þær María Jóna Gunnarsdóttir, byggingatæknifræðingur, Hrönn Hjaltadóttir, loftskeytamaður, Sigrún Svavarsdóttir, stýrimaður, Guðný Lára Petersen, vélstjóri, Hulda Arnsteinsdóttir, nemi í Fiskvinnsluskólanum og Þóra Pétursdóttir, fisktæknir. Þær voru allar spurðar hvers vegna þær lögðu út í þetta nám og hvernig þeim hafi vegnað í námi og starfi. Tækniskóli Islands Rafeindagreinarnar henta konum vel Þegar skoðaðar eru skýrslur Tækniskóla Islands kemur skýrt í ljós hve konur standa utan við æðri tæknimenntun. T.I. hóf starfsemi sína haustið 1964, en síðan hefur aðeins ein kona, María Jóna Gunnarsdóttir, byggingatækni- fræðingur, lokið þaðan prófi sem tengt er iðnaði. Allar aðrar konur sem útskrifast hafa frá T.I. eru meinatæknar. „Þetta er algert hörmungar- ástand,“ sagði Bjarni Kristjánsson, rektor Tækniskóla íslands, þegar hann var spurður álits á þessu. Ástæðurnar taldi hann vera að finna í hefð og fastheldni á gamlar venjur. „Eg tel sérstaka ástæðu til að benda konum á rafeindagrein- arnar. Þær henta konum vel. Ekki veit ég heldur hvar konur ættu Fjöldi þeirra sem útskrifast hafa frá Tækniskóla Islands frá 1968—1980 Iðntæknar og Konur Karlar Alls tæknifræðingar 1 317 318 Meinatæknar 218 5 223 fremur að hasla sér völl en í sam- bandi við hina síauknu tölvuvæð- ingu,“ sagði Bjarni ennfremur. Hann kvað nýjungar fyrirhugaðar í T.l. á sviði tölvutækni. Komið hefur í ljós samkvæmt nýlegri at- hugun að mikill skortur er á mönnum menntuðum í bókhaldi og rekstri ásamt haldgóðri tölvu- kunnáttu og nú er unnið að undir- búningi sérstakrar deildar í kerfis- fræði við T.I. Inntökuskilyrði verða líklega raungreinadeildar- próf frá T.I. eða stúdentspróf og áætlað er að námið taki eitt og hálft ár. Rík ástæða er til að benda kon- um á þá möguleika til menntunar sem Tækniskóli íslands hefur upp á að bjóða. 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.