19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 31

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 31
Loftskeytaskólann haustið 1976. Áður hafði ég árangurslaust reynt að komast að sem háseti hjá Land- helgisgæslunni. Þeir hjá KRON buðu mér vinnu hálfan daginn á góðum launum, sem kom sér mjög vel eins og á stóð. Seinni veturinn í Loftskeytaskólanum vann ég á nóttunni, var gæslumaður á Kleppi, tók vaktir 3 nætur í viku. Karlmenn fá hvergi að vera í friði Mig hafði lengi dreymt um að komast á sjóinn, enda á ég til sjó- manna að telja. Mér fannst ég al- veg endurfæðast þegar ég byrjaði í Loftskeytaskólanum. Námið var bæði skemmtilegt og áhugavekj- andi. Við vorum tvær stúlkur i 13 manna bekk. Þegar ég útskrifaðist úr Loftskeytaskólanum vorið 1978 var ég svo heppin að komast á tog- arann Jón Dan frá Grindavík. Hafði áður verið á honum páska- túrinn — einn skólabróðirinn hjálpaði mér að fá þar afleysingu. Allir voru ofsalega almennilegir um borð, enda var skipstjórinn á Jóni Dan mjög jákvæður gagnvart konum. Þó man ég að einn háset- inn sagði við mig, „Hvergi geta karlmenn fengið að vera í friði lengur — ekki einu sinni til sjós. Nú eru bara klaustrin eftir!“ Mað- ur heyrði gegnum talstöðina að það vakti gífurlega athygli þegar ég byrjaði. Ég var þá eina konan sem var loftskeytamaður á togara og er það enn. Stundum er sagt að konur hafi góð áhrif á vinnustað. Ég vona að enginn taki það illa upp þótt ég skjóti því að til gamans að skip- stjórinn á Jóni Dan taldi að ég hefði bætandi áhrif á umgengnina um borð því hann sagði, „Það migur enginn á dekkið lengur.“ Konur og sjómenn höfðu ekki gott orð á sér Ég sá strax að það er útilokað að vera loftskeytamaður nema maður kunni að gera við, svo ég byrjaði strax haustið 1978 í útvarpsvirkjun í Iðnskólanum i Reykjavík. Ég kom þrem vikum of seint og fékk heldur kaldar kveðjur frá einum yfir- manna skólans, sem sagði að kven- fólk hefði ekki staðið sig vel í þess- ari deild og sjómenn hefðu ekkert gott orð á sér heldur. Þá gat ég nú ekki annað en hlegið — því mér þótti skemmtilegt að vera kölluð sjómaður. Ég hef verið eina konan í 20 manna bekk og allir kennararnir hafa verið sérlega al- mennilegir. Námið í sambandi við rafeinda- tækin hefur reynst erfitt af því að áður hafði ég fyrst og fremst áhuga fyrir húmanistískum fræðum, hafði hvorki hugsað neitt um tæknihliðina né haft áhuga á raungreinum enda er þeim ekki haldið að kvenfólki. Ég man til dæmis að í Kennaraskólanum yrti stærðfræðikennarinn aldrei á okk- ur stelpurnar, jafnvel ekki þær sem voru áhugasamar og duglegar í stærðfræði. Maður fær þetta í blóðið Ég fer strax á sjóinn eftir prófin. Síðan fór að vora hef ég hlakkað til að komast á sjóinn aftur, enda líð- ur mér hvergi eins vel og úti á sjó, hef aldrei verið sjóhrædd. Maður fær þetta í blóðið. Plássið bíður mín fyrir norðan. Kaldbakur er nýlegt skip af stærri gerð skuttog- ara, svokallaður Spánartogari. Ég byrjaði á honum sumarið 1979. Formaður Félags íslenskra loft- skeytamanna, Ólafur K. Björns- son, var mjög áhugasamur um að ég kæmist á gott skip og hjálplegur við að útvega mér starf. Það er mikið öryggisatriði að hafa loftskeytamann um borð. Við höfum það sem kallað er óákveðna hlustvörslu, þ. e. við erum á vakt frá klukkan 8 á morgnana til tólf á miðnætti — á nóttunni hlustar stýrimaður á neyðarbylgju. Það er skylda að hafa loftskeytamann á skipum af vissri lengd, og því er enginn loftskeytamaður á minni togurunum. Það er bindandi starf að vera á togara, 12 daga túrar og svo 36 tíma stopp í heimahöfn, stundum lengra. Við vorum úti á sjó öll jólin í leiðinda veðri — komum heim á gamlársdag. Nú er verið að reyna að koma í gegnum þingið frum- varpi sem kveður á um 3ja daga frí á jólum. Grunnkaupið er lágt en við er- um upp á hlut. Loftskeytamaður fær sama hlut og annar stýrimað- ur. En eins og allir vita eru launin á skuttogurunum góð þegar vel veiðist. Ég gríp í aðgerð eins og aðrir um borð þegar er mikill afli. Skildi prjónana eftir heima í frístundum er mikið horft á sjónvarp. Við höfum myndsegul- band og dagskrá sjónvarpsins er tekin upp fyrir okkur og kvik- myndir leigðar. Það er líka mikið lesið — við fáum bókakassa frá Amtsbókasafninu, svo er spilað og teflt. Ég setti mér það markmið að prjóna ekki um borð, þótt ég hafi gaman af handavinnu, svo ekki væri hægt að segja að kvenmaður- inn sæti bara og prjónaði á vakt- inni — og líka vegna þess að það er allt annað álit á körlum en konum — konur þurfa að standa sig betur — og mig langar svo sannarlega til að standa mig vel í starfi. Loft- skeytamenn sitja mikið að þvi er virðist aðgerðarlausir. Menn gera sér oft ekki grein fyrir að þeir eru að sinna öryggis- og hlustvörslu. Nýr heimur Þegar ég er spurð hvort ég sé ekki einmana um borð, þá svara ég, „Hvernig get ég verið einmana meðal 23 manna?“ Áhöfnin á Kaldbaki hefur tekið mér vel og ég hef verið velkomin á heimili þeirra í landi — fjölskylda skipstjórans hefur reynst mér sérstaklega vel. Starfið reyndist áhugaverðara en ég hélt — samskiptin við skips- félagana og starfsfélagana á öðrum skipum — og það var ævintýri lík- ast að kynnast fiskveiðunum. Það opnaðist fyrir mér nýr heimur þegar ég fór á sjóinn. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.