19. júní


19. júní - 19.06.1981, Page 32

19. júní - 19.06.1981, Page 32
Stýrimannaskólinn Byrjaði til sjós 15 ára Sigrún Svavarsdóttir. Rætt við Sigrúnu Svavarsdóttur stýrimann Vélskólinn Til bóta ef konum fjölgaði í skólanum í Vélskólanum er kvenmanns- fæðin enn meiri en í Stýrimanna- skólanum. Aðeins ein kona hefur lokið námi frá Vélskólanum, Guðný Lára Petersen, sem er 23 ára, en hún útskrifaðist vorið 1978. „Guðný Lára var alltaf topp- nemandi og gekk vel á öllum próf- um,“ sagði Bogi Arnar Finnboga- son á skrifstofu Vélskólans. Aðeins ein stúlka, Rannveig Rist, er nú við nám í skóianum, en hún stundar jafnframt nám í vélaverkfræði við Háskóla Islands. Bogi taldi það yrði til bóta ef konum fjölgaði í skólanum. 30 Engar horfur eru á verulegri fjölgun kvenna í sjómannastéttinni á næstunni. Sigrún Svavarsdóttir frá Djúpavogi, er fyrsta konan sem lauk farmannaprófi frá Stýri- mannaskólanum, en það var vorið 1979. Þrjár stúlkur hafa verið við Ég fór fyrst til sjós 15 ára, á handfæri með pabba sem var með trillu yfir sumarið, en annars er hann ekki sjómaður, sagði Sigrún Svavarsdóttir, þegar blaðamaður 19. júní hringdi í hana snemma í maí, þar sem hún var við störf sín í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. 17 ára byrjaði ég svo sem háseti á fiskiskipum og á þeim var ég þar til ég fór í Stýrimannaskólann 20 ára gömul. Haustið 1979 varð ég stýri- maður á Jóni Guðmundssyni, 125 tonna báti frá Djúpavogi, á reknet- um. Vorið 1980 slasaðist ég, svo ég varð að fara í land, en þá var ég komin á annan bát. Um seinustu áramót byrjaði ég í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, en ég fer á sjóinn alveg á næstunni. Ég hef nám í skólanum í vetur. Inntöku- skilyrði í Stýrimannaskólann eru grunnskólapróf og 24 mánaða sigl- ingatími. Það tekur 2 ár að ljúka fiskimannaprófi og 3 ár að ljúka farmannaprófi. áður verið á varðskipi, var háseti á v/s Tý sumarið 1978. Á varðskip- unum eru allir í eins manns klefum og allur aðbúnaður mjög góður. Það besta sem ég hef kynnst til sjós. Fínir kallar Viðhorfin eru ólík úti á landi. Fyrir austan er alltaf slæðingur af stúlkum á sjó og það þykir sjálf- sagt. Hérna fyrir sunnan er meira spekúlerað í því hvort maður er karl eða kona. Sumum finnst það kannske svolítið skrýtið fyrst að fá kvenmann um borð, en eftir nokkra daga hafa þeir vanist því og maður verður einn af hópnum. Þeir sem ég hef verið með til sjós hafa verið upp til hópa fínir kallar. Fyrirmyndir í f jölskyldunni Rætt við Guðnýju Láru Petersen vélstjóra

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.