19. júní - 19.06.1981, Blaðsíða 33
Ég valdi Vélskólann aðallega til
að prófa jeitthvað nýtt, sagði
Guðný Lára i símaviðtali við 19.
júní. Eftir að ég lauk gagnfræða-
prófi frá Kvennaskólanum langaði
mig ekki að halda áfram í
menntaskóla — vildi heldur fara
út í atvinnulífið. Mér fannst samt
gaman að læra í Kvennó — hafði
mestan áhuga fyrir íslensku og
sögu.
Annars hef ég nóg af fyrirmynd-
um í fjölskyldunni — pabbi og afi,
maðurinn minn, sem ég kynntist
reyndar í Vélskólanum, og
tengdapabbi — eru allir vélstjórar.
Vélstjóranámið einnig miðað
við vinnu í landi
Inntökuskilyrði í Vélskólann eru
grunnskólapróf og 17 ára lág-
marksaldur. Ekki er krafist sigl-
ingatíma eins og í Stýrimanna-
skólanum, enda er vélstjóranámið
ekkert síður miðað við vinnu í
landi. Það tekur fjóra vetur að fá
full réttindi, en síðan til að fá fyllstu
réttindi sem fyrsti vélstjóri á skip-
um af ótakmarkaðri stærð, þurfa
menn að vinna tvö ár á verkstæði
og ljúka sveinsprófi í vélvirkjun. Þá
hefur maður líka betri möguleika á
vinnu í landi. Námið er ekki lík-
amlega erfitt, en það er mikil vinna
við teikningar og skýrslugerðir.
Vélstjórastarfið hæfir jafnt konum
sem körlum.
Hef verið að spá í að
komast á sjó í sumar
Námið er hagnýtt og ég hef
komist í vinnu tengda því. Meðan
ég var í skólanum var ég á Bakka-
fossi eitt sumar, aðstoðarmaður í
vél. Sumarið eftir að ég kláraði
skólann vann ég austur á Irafossi,
en fannst starfið of rólegt. Þá vann
ég tæp tvö ár hjá LÍÚ við inn-
flutning á vélavarahlutum. Haust-
ið 1980 gerðist ég kennari við Vél-
skólann — hafði reyndar kennt þar
stundakennslu áður — en ég hef
verið að spá í að komast eitthvað á
sjó í sumar.
Fiskvinnsluskólinn
Fjöldi innritaðra og útskrifaðra
nemenda frá Fiskvinnsluskólanum árin 1971—1980
Innritaðir nemendur
Konur Karlar
38 161
19% 81%
Fiskvinnsluskólinn tók til starfa
árið 1971, en hann er til húsa í
Hafnarfirði. Skólinn útskrifar fisk-
iðnaðarmenn og fisktækna.
Að loknu eins árs undirbúnings-
námi ljúka nemendur fiskiðnaðar-
mannsprófi eftir eins og hálfs árs
bóklegt og verklegt nám í skólan-
um auk 9 mánaða starfsþjálfunar.
Fiskiðnaðarmenn hafa réttindi
sem verkstjórar í frystihúsum og
matsmenn.
Fisktæknanámið tekur síðan eitt
og hálft ár til viðbótar og að því
loknu geta fisktæknar tekið við
stjórn frystihúsa eða haldið áfram
Útskrifaðir fisktæknar
Konur Karlar
1 33
3% 97%
námi í Háskólanum eða Tækni-
skóla Islands.
í námi við fiskiðndeild skólans
voru í vetur 13 konur og 34 karlar
en í tæknadeild 11 karlar. Konum
hefur farið fjölgandi í skólanum
seinustu árin, en fyrsta árið innrit-
aðist engin kona.
Eina konan sem útskrifast hefur
sem fisktæknir er Þóra Pétursdótt-
ir, verkstjóri á Höfn.
Af töflunni má sjá að hlutfalls-
lega fleiri konur hverf frá námi.
Einnig taka stúlkur skólann oft á
lengri tíma vegna barneigna og
annarra frátafa.
Útskrifaðir fiskiðnaðarmenn
Konur Karlar
15 166
11% 89%
Allt jafn gaman
Hulda Amstelnsdóttir.
Rætt við
Huldu Arnsteinsdóttur
nema í Fiskvinnsluskólanum
Léttur og óþvingaður andi ríkti
á kaffistofunni þar sem nemendur
voru í mat. Hulda er 21 árs, en gæti
verið 16 eftir útliti að dæma. Þegar
ég spurði hvort námið væri erfitt,
gall við í einum félaganna: „Það er
varla erfitt fyrir toppnemandann.“
Það kom sem sagt í ljós að Hulda
hafði fengið A í öllu á jólaprófinu.
Hulda Arnsteinsdóttir frá Stóra
Dunhaga í Hörgárdal í Eyjafjarð-
arsýslu býr ásamt 3ja ára dóttur
sinni að Miðvangi 41, stærstu
blokkinni í Hafnarfirði, sem er 8
hæðir og gengið inn í íbúðirnar af
svölum. Þótt hún hafi búið þarna í
allan vetur, þekkir hún engan í
húsinu með nafni nema húsvörð-
inn. En íbúðin er ágæt og Hulda
prísar sig sæla að hafa fengið þarna
inni.
Þekkti engan
Ég þekkti engan í Hafnarfirði
þegar ég kom suður og byrjaði í
skóanum sl. haust. Því bjó ég í
þrjár vikur hjá vinkonu minni í
31