19. júní - 19.06.1981, Side 34
Reykjavík meðan ég var að leita að
íbúð og barnið var fyrir norðan á
meðan. Ekkert gekk þótt ég væri
búin að senda fjölmörg tilboð og ég
var að því komin að gefast upp og
fara aftur norður, en þá bauð einn
skólabróðirinn mér að búa hjá sér
og konu sinni í Vogunum meðan
ég biði eftir að úr rættist. Ég var
heppin því áður en vikan var liðin
hafði ég fengið þessa ibúð.
Það tóku mér allir svo vel í skól-
anum og hafa verið mjög hjálpleg-
ir, bæði kennarar og nemendur,
svo ég hef ekki yfir neinu að kvarta.
Þeir hvöttu mig að fara í skólann
Ég vann í fiski í Hrísey í eitt ár
áður en ég byrjaði í skólanum, og
þar vaknaði áhuginn. Mágur
minn, sem er útibústjóri KEA í
Hrísey og einnig frystihússtjórinn,
sem er aðeins 25 ára og sjálfur út-
skrifaður úr Fiskvinnsluskólanum,
hvöttu mig mjög til að fara í skól-
ann. Mig langaði heldur ekki að
vinna allan daginn við að skera
fiskinn án þess að vita eiginlega
nokkuð um hann. — Að vísu hafði
ég einnig áhuga á íþróttakennara-
skólanum, en þar er heimavist og
útilokað að vera með barn. — Ég
var búin að vera tvo vetur í
Menntaskólanum á Akureyri svo
að ég get lokið fiskiðnaðarmanns-
prófi á einu og hálfu ári fyrir utan
starfsþjálfunina.
Þá kom mamma að norðan
Ég hafði safnað peningum í
Hrísey og mér hefur tekist að
bjargast af eigin rammleik fram að
þessu. Við í Fiskvinnsluskólanum
eigum kost á námslánum, en ég hef
ekki þurft á því að halda. Foreldrar
mínir hafa lofað að hlaupa undir
bagga ef með þarf, og það fer nú að
líða að því.
Ég var svo heppin að koma
telpunni í einkapössun hjá afar
góðri konu, sem einn skólabróður-
inn benti mér á. Þegar telpan fékk
flensuna í vetur og upp úr henni
bronkitis og lungnabólgu, missti ég
7 daga úr skólanum — mátti
32
reyndar ekki missa nema 5, því það
er 90% mætingarskylda í verklega
náminu — en skólastjórinn veitti
mér undanþágu þessa 2 daga. Þá
kom mamma að norðan til að
passa telpuna og ’ hún var hér í
hálfan mánuð til þess að ég þyrfti
ekki að hætta í skólanum.
Framtíðarmöguleikar
Það er ekki þakklátt starf að vera
verkstjóri, maður verður að hafa
áhuga á starfinu og treysta sér út í
það. Maður hefði gott af því að
vinna aftur sem verkamaður áður
en maður byrjar í verkstjórn.
Ég hef einnig mikinn áhuga fyrir
að verða eftirlitsmaður, en hef
enga möguleika á því af þvi að ég
er með barn. Eftirlitsmenn ferðast
um landið og hafa eftirlit með
framleiðslu húsanna — þeir starfa
hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna og Sambandinu.
Það væri gaman seinna að verða
frystihússtjóri og athuga hvað
maður gæti, en fyrst vildi ég vinna
með góðum manni og fá þjálfun.
Mörg frystihús eru rekin öðruvísi
en ætti að vera.
Ég sé sannarlega ekki eftir að
hafa farið í Fiskvinnsluskólann. Ég
get ekki gert upp á milli hvað mér
finnst skemmtilegast að læra því
mér finnst þetta allt jafn gaman.
KW. bEH'ftF IWE*. flLLAft DftuBWl... KlttbTPl 5ÖSÍÖ
EÉ. fift pciw ífeCL ftdftKft S.frMi....
Fólkið þarf að
finna að störf
þess eru metin
Þóra Pétursdóttir.
Rætt við
Þóru Pétursdóttur
fisktækni
Þóra Pétursdóttir, verkstjóri í
frystihúsi Kaupfélags Hornfirð-
inga, eina konan sem lokið hefur
framhaldsnámi frá Fiskvinnslu-
skólanum, er 25 ára gömul og
Reykvíkingur að ætt.
Við náðum tali af Þóru, þegar
hún kom suður í vor til að sitja
aðalfund og ráðstefnu um tölvu-
mál á vegum Fiskiðnaðar, félags
þeirra sem útskrifast hafa frá Fisk-
vinnsluskólanum, matsmanna og
verkstjóra. Það vekur athygli að á
aðalfundinn mættu 46, þar af 4
konur — en eins og allir vita eru
konur í meirihluta i fiskvinnslunni.
Miklar breytingar í vændum
Tölvurnar munu hafa víðtæk
áhrif, segir Þóra. Tölvuvæðing er í
undirbúningi hjá Kaupfélaginu á