19. júní


19. júní - 19.06.1981, Síða 40

19. júní - 19.06.1981, Síða 40
Guðrún Egilson. Þetta gamla spakmæli hefur fengið einkar vítt inntak nú á tím- um en eldri tækni og vinnubrögð úreldast óðfluga og grónar kenn- ingar eru stöðugt teknar til end- urmats. Við þær aðstæður hefur símenntun og fullorðinsfræðsla rutt sér til rúms og þar með, sam- fara breyttum viðhorfum til hlut- verkaskiptingar kynjanna hafa konur á öllum aldri streymt inn á hinar ýmsu námsbrautir. Hér fer á eftir grein um fullorðinsfræðslu svo og viðtöl við konur sem allar hafa lagt út í nám eftir langt hlé. Svo lengi lærir sem lifir Fanný Gunnarsdóttir og María Solveig Héðinsdóttir fjalla um fullorðinsfræðslu á Islandi Allt frá aldaöðli var bæði form- leg og óformleg menntun þjóð- arinnar í höndum heimilanna. Þar lærði alþýðan fræði sinna tíma, bæði með sagnalestri, kveðskap, frásögnum og með verklegri þjálf- un. f íslenska kyrrstöðuþjóðfélag- inu voru allar aðstæður og verk þau sömu öld fram af öld og þörfin fyrir nýja vitneskju lítil. Upp úr 1800 tók íslensk samfélagsskipan að raskast. Landbúnaðurinn hætti að geta tekið við auknum mann- afla. Bætt tækni jók afköst hvers manns þannig að þörfin fyrir vinnuafl fór minnkandi, þrátt fyrir aukna framleiðslu. Sú frumfram- leiðsluatvinnugrein sem gat hins vegar aukið umsvif sín og hafði þörf fyrir aukinn mannafla var sjávarútvegur. Þetta beindi fólkinu að sjávarsíðunni. Vegna tilkomu nýrra atvinnugreina í Reykjavík, s. s. iðnaðar og þjónustu, gáfust enn fleiri og fjölbreyttari atvinnu- tækifæri fyrir aukinn fjölda fólks úr dreifbýli. Það jók einnig fjölda Reykvíkinga að hún varð þjón- ustumiðstöð fyrir æ stærri hluta landsins auk þess sem opinberar stofnanir höfðu aðsetur í Reykja- vík. Upp úr þessum jarðvegi sprettur þörfin fyrir formlega fullorðins- fræðslu. Óskin um aukna menntun kemur bæði frá atvinnurekendum 38 og launþegum. En vafalaust gætir hér einnig áhrifa erlendis frá, en þar hafði fræðslustefnan hlotið góðan hljómgrunn. Fyrstu tilraunir Fyrsta fræðslan sem sérstaklega var ætluð fullorðnum hér í Reykjavík var fræðsla fyrir iðnaðarmenn. Vegna breytts þjóð- félags hafði myndast sérstök stétt iðnaðarmanna og gerðar auknar kröfur til þeirra er unnu í iðnaði. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík stofnaði sunnudagaskóla fyrir unga iðnaðarmenn árið 1873. Árið 1875 gat að líta auglýsingar þess efnis að stofna ætti nýtt félag fyrir sjómenn og verkamenn í Reykjavík og nágrenni. Stofnfundur var haldinn 3. nóvember og mjög fljótlega voru meðlimir orðnir 160. Þann 11. mars 1890 var stofnað Menntunarfélag verslunarmanna í Reykjavík. Samkvæmt lögum félagsins var höfuðtilgangur þess að halda uppi kvöldskóla í Reykjavík, bæði fyrir verslunar- menn úr Reykjavík og utan af landi. Skólinn var síðan settur í fyrsta sinn 4. okt. 1890. Árið 1899 var farið að undirbúa kvöldskóla K. F. U. M., ekki var þó formlega gengið frá stofnun skólans fyrr en 1921. Eins og sést af framangreindri upptalningu er námið fyrst og fremst ætlað körlum. Eitthvað mun þó hafa borið á námskeiðum fyrir konur, en á þessum tíma var það í örlitlum mæli. Þeir aðilar í Reykjavík sem lengst hafa staðið fyrir fullorðins- fræðslu eru Námsflokkar Reykja- víkur, stofnaðir 1939 og Bréfaskól- inn, stofnaður 1940. í dag standa þessir skólar fyrir umfangsmesta og fjölbreytilegasta námi fyrir full- orðna. Þeir, ásamt fjölmörgum öðrum, stuðla að námi þeirra mörg þúsund nemenda, sem í fullorðins- fræðslu eru, ýmist á sviði almenns náms, starfsnáms, frjálsnáms eða félagslegs. Áberandi er hversu margir nemendur stunda nám sem tengist vinnu þeirra á einn eða annan hátt. Hér er um að ræða nám sem kynnir t. d. nýjungar í starfi eða er forsenda fyrir ákveð- inni atvinnu. Fleiri konur en karlar Þrátt fyrir að þátttaka kvenna í fullorðinsfræðslu virðist meiri en karla, eru mun færri námstilboð innan starfsnáms sem standa konum til boða. Af 38 námsleiðum innan starfsnáms eru konur í meirihluta þátttakenda i aðeins níu tilfellum. Þær eru jafnframt einu þátttakendurnir í sjö af þessum níu tilfellum þar sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.