19. júní


19. júní - 19.06.1981, Síða 41

19. júní - 19.06.1981, Síða 41
karlar sækja ekki það nám. Þessar níu námsleiðir tengjast mjög hinum „hefðbundnu kvenna- störfum“, s. s. barnagæslu, að- hlynningu sjúkra, matseld, af- greiðslu og almennum skrifstofu- störfum. Karlar eru aftur á móti í meiri- hluta þátttakenda í tuttugu og fjórum námsleiðum og einu þátt- takendurnir í fjórtán þeirra. ,,Karlanámsleiðirnar“ tengjast m. a. iðnaði, sjávarútvegi, lög- gæslu og stjórnun fyrirtækja. Af ofangreindu mætti ef til vill draga þá ályktun að um tvo at- vinnumarkaði sé að ræða; karlaat- vinnumarkaðinn og kvennaat- vinnumarkaðinn, einnig að starfs- vettvangur kvenna sé þrengri en karla og að lokum, að minni starfs-, endur- og viðbótarmenntun sé í tengslum við kvennaatvinnu- markaðinn. Það nám sem fullorðnum stendur til boða fer oftast fram að kvöldi til og algengast er að það standi yfir í um þrjá mánuði. Þau réttindi er námið veitir eru ýmis- konar. Að námi loknu fá nem- endur ýmist rétt til frekara náms, fastráðningu í starfi, rétt til að taka að sér ákveðin verkefni, vinna með ýmsar vélar og tæki auk þess sem nemendur öðlast víðari starfs- grundvöll. Könnun í Reykjavík í könnun sem gerð var á nýliðn- um vetri meðal nemenda í fullorð- insfræðslu reyndust konur vera mun fleiri en karlar, eða 68% nem- enda í úrtakinu. Skýring á þessu getur verið sú að allt fram á þennan dag öðluðust konur minni og ósérhæfðari menntun en karlar. Starfsvettvangur giftra kvenna var mest bundinn við heimilið og nutu þær því fjárhagslegrar forsjár maka sinna. Nú hafa konur í auknum mæli sótt út á hinn al- menna vinnumarkað, en 1979 unnu 72% kvenna launaða vinnu utan heimilis. Fullorðinsfræðslan gæti því haft þýðingu fyrir þær konur sem í æ ríkara mæli hasla sér völl á nýjum starfsvettvangi. Einnig getur hún verið ein leið kvenna út af heimilunum og til efnahagslegs sjálfstæðis. Nemendur í úrtakinu voru að meginhluta til ungt fólk með frekar litla fagmenntun. Algengast var að nemendur hefðu lokið gagnfræða- eða stúdentsprófi. Vinna þeirra að prófum loknum og fram til þessa var oftast tengd skrifstofustörfum, þjónustu eða iðnaði. Þessir nem- endur reyna að fjölga starfsmögu- leikum sínum og nota þeir þá möguleika er fullorðinsfræðslan veitir til að bæta kjör sín. Tæpur helmingur nemenda var hvorki í hjónabandi né í sambúð, enda nær helmingur úrtaksins á aldrinum 16—25 ára. Þó er hugs- anlegt að ógift fólk sæki full- orðinsfræðslu hlutfallslega meira en þeir sem eru í hjónabandi eða sambúð. Af heildar fjölda nem- enda í úrtakinu áttu aðeins tæpur helmingur börn er bjuggu hjá þeim. Þetta er hugsanlega vegna fjölda ungs fólks og fjölda eldra fólks er á uppkomin börn sem flutt eru að heiman. Ógift fólk og barn- laust hefur að jafnaði rýmri tíma til að sinna áLugamálum sínum og hefur þar með aukna möguleika til að notfæra sér það nám sem í boði er. Vitað var að fjöldi einstæðra foreldra i úrtakinu var lítill. Lang algengast var að nemend- ur ynnu 40 stunda launaða vinnu- viku. Við þátttöku í fullorðins- fræðslu hafði starfssvið nemenda lítið breyst, þó merkja mætti örlitla hreyfingu á milli starfsstétta. Þar sem nám var oftast stundað fyrir utan almennan vinnutíma og að kvöldi til, lagðist það ofan á fulla vinnu nemenda. Almennt vörðu nemendur litlum tima til heimanáms. Skýringar á þessu eru margar en sú þýðingarmesta er mjög sennilega langur vinnudagur nemenda. Talsverður hluti nem- enda vann launaða vinnu sem nam innan við 20 stundum á viku. Af gögnum má ráða að oftast var hér um húsmæður að ræða sem auk húsmóðurstarfanna unnu launaða vinnu utan heimilis. Þar sem konur unnu fulla vinnu utan heimilis, auk heimilisstarfa, er sennilegt að lítið tóm hafi gefist til heimanáms. Nokkuð svipuðu máli gegnir um þá karlmenn sem unnu lengri en 40 stunda vinnuviku. Bæði karlar og konur töldu sig stunda nám til að auka færni sína í starfi, víkka sjóndeildarhringinn og hitta fólk. Þetta gæti bent til 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.