19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 49

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 49
Framhald af bs. 20. undir stúdentspróf næsta vor en var synjað, hún mátti fyrst eftir 2 ár ljúka prófinu. Henni fannst biðin of löng svo að ekki varð úr. Næst getur konu í skólanum árið 1894, Elínborgar Jacobsen, sem tók þá 4. bekkjar próf utanskóla. Hún var færeysk, dóttir Joen Jacobsen, skósmiðs og konu hans, sem bjuggu í Reykjavík. Árið 1896 var henni veitt leyfi til setu í 6. bekk og stúd- entsprófi lauk hún 1897, fyrst kvenna við Lærða skólann, þá 26 ára gömul. Hún innritaðist í Há- skólann í Kaupmannahöfn sama ár, lauk undirbúningsprófum 1901 en hætti námi og varð nuddlæknir. Næsta kona, sem settist í skól- ann, var Laufey Valdimarsdóttir, sem settist í fyrsta bekk árið 1904, 14 ára gömul, og var hún jafnframt fyrsta konan, sem sat skólann, varð stúdent árið 1910. Árið 1904 var konum leyfð innganga í Mennta- skólann í Reykjavík með reglugerð um skólann frá 9. sept. 1904, en þar segir í 3. gr.: „Þegar því verður við komið, skal skólinn vera samskóli, jafnt fyrir stúlkur sem pilta.“ Lokaorð Af framansögðu er ljóst, að framhaldsskólar þeir, sem stofnað- ir eru handa stúlkum, eru ætlaðir til þess að mennta þær eingöngu i hefðbundnum störfum þeirra. Fram á fyrstu áratugi 20. aldar er í raun og veru ekki ætlazt til, að konur afli sér annarrar menntunar eða sæki aðra skóla, enda þótt ísinn hafi að vísu verið brotinn með reglugerðinni, sem leyfði konum inngöngu í Menntaskólann í Reykjavík 1904 og með lögunum frá 1911 um rétt kvenna til em- bættisnáms, námsstyrkja og embætta. Ríkjandi viðhorf voru, að konur ættu ekkert erindi í aðra skóla en þá, sem þeim voru sér- staklega ætlaðir. Þannig voru eftirfarandi skólar nær eingöngu sóttir af karlmönnum, með und- antekningum örfárra kvenna: Há- skóli íslands, Menntaskólinn, Verzlunarskóli fslands, Búnaðar- skólarnir á Hvanneyri og Hólum, Gagnfræðaskólinn á Akureyri og Kennaraskólinn. Þetta sýnir, hversu mikill aðstöðumunur var fyrir karla og konur að afla sér einhverrar menntunar fram yfir fermingarfræðsluna. Sigríður Erlendsdóttir. Heimildir: 1. Alþingistíðindi 1885 A, 1911. 2. Anna L.Thoroddsen: Æskuminning- ar. Landnám Ingólfs II, 1936—40. 3. Árni Óla:'Sagt frá Reykjavík, Rvík 1966. 4. Briet Bjarnhéðinsdóttir: Nokkur orð um frelsi og menntun kvenna. Fyrir- lestur, Rvik 1888. 5. Einar Hjörleifsson: Alþýðumenntun hér á landi, Rvík 1901. 6. Fjaltkonan, 11.—12. tbl. 1885. 7. Framsókn, Seyðisfirði 1895—1900, Reykjavík 1900—1901. 8. Guðrún P. Helgadóttir: Kvennaskól- inn í Reykjavík, Rvik 1974. 9. Kvennablaðið, 6. tbl. 1916. 10. Lovsamling for Island, Kbh. 1853. 11. Ólafía Jóhannsdóttir: Rit I—II, Rvik 1957. 12. Magnús Jónsson: Saga fslendinga IX, 2, Rvík 1958. 13. Páll Briem: Um frelsi og menntun kvenna. Sögulegur fyrirlestur, Rvík 1885. 14. Skólaskýrslur Lærða skólans 1896—97. 15. Þorkell Bjarnason: Fyrir 40 árum. Tímarit hins íslenzka bókmennlafélags, 1892, Rvik 1892. 16. Æviminningabók Menningar-og minninga- sjóðs kvenna I, Rvík 1955. ÁRNI PÉTURSSON Framhald af bls. 35. aldrei dottið í hug að verða læknir þó einhver yrði nú glaður ef ég tæki þá ákvörðun! Ég gæti vel hugsað mér að fara í greinar eins og list- fræði, arkitektúr eða bókmenntir.“ — Finnst þér eins mikilvægt fyrir stelpur og stráka að fara í framhaldsnám? ,Já, auðvitað, það finnst mér. Þó kemst maður ekki hjá því að láta sér detta í hug að þær nýti sér síður möguleika sína og menntun. Þjóðfélagslegar kröfur til þeirra eru ekki eins miklar. Visst lífsmynstur liggur fyrir þeim þegar þær eignast maka. Þannig er það í raun og veru hvort sem þeim líkar betur eða verr.“ — Hvernig leggst það í þig ef þú skyldir nú lenda í því að giftast konu sem vildi að þú ynnir verkin á heimilinu til jafns við hana? ,Ja, ég er yfirhöfuð ófær um að vinna heimilisstörf — þyrfti að læra það. En ég held ég sé tilbúinn að læra það og vinna slík verk ef til kemur. Er það ekki eitt af grund- vallarlögmálum lífsins að gefa og þiggja. Ef maður ætlar að búa með öðrum einstaklingi verður maður að taka sameiginlega á sig þau störf sem því fylgja og reyna að aðlaga sig vilja og óskum hvors annars. Það gengur aldrei að annar aðilinn bakki algjörlega.“ — Hvernig heldur þú að strák- ar almennt á þínum aldri líti á kvenréttindakonur. Eru það kannske rasssíðar konur með lærin í skónum, giftar röngum gæja? ,Ja, nú veit ég ekki — það er nú dálítið fordómafullt þetta orðalag. Ekki hef ég þessa skoðun. Þó held ég að þetta viðhorf blundi í þó nokkuð stórum hluta af strákum.“ 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.