19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 49
Framhald af bs. 20.
undir stúdentspróf næsta vor en
var synjað, hún mátti fyrst eftir 2
ár ljúka prófinu. Henni fannst
biðin of löng svo að ekki varð úr.
Næst getur konu í skólanum árið
1894, Elínborgar Jacobsen, sem tók
þá 4. bekkjar próf utanskóla. Hún
var færeysk, dóttir Joen Jacobsen,
skósmiðs og konu hans, sem bjuggu
í Reykjavík. Árið 1896 var henni
veitt leyfi til setu í 6. bekk og stúd-
entsprófi lauk hún 1897, fyrst
kvenna við Lærða skólann, þá 26
ára gömul. Hún innritaðist í Há-
skólann í Kaupmannahöfn sama
ár, lauk undirbúningsprófum 1901
en hætti námi og varð nuddlæknir.
Næsta kona, sem settist í skól-
ann, var Laufey Valdimarsdóttir, sem
settist í fyrsta bekk árið 1904, 14
ára gömul, og var hún jafnframt
fyrsta konan, sem sat skólann, varð
stúdent árið 1910. Árið 1904 var
konum leyfð innganga í Mennta-
skólann í Reykjavík með reglugerð
um skólann frá 9. sept. 1904, en þar
segir í 3. gr.: „Þegar því verður við
komið, skal skólinn vera samskóli,
jafnt fyrir stúlkur sem pilta.“
Lokaorð
Af framansögðu er ljóst, að
framhaldsskólar þeir, sem stofnað-
ir eru handa stúlkum, eru ætlaðir
til þess að mennta þær eingöngu i
hefðbundnum störfum þeirra.
Fram á fyrstu áratugi 20. aldar er í
raun og veru ekki ætlazt til, að
konur afli sér annarrar menntunar
eða sæki aðra skóla, enda þótt ísinn
hafi að vísu verið brotinn með
reglugerðinni, sem leyfði konum
inngöngu í Menntaskólann í
Reykjavík 1904 og með lögunum
frá 1911 um rétt kvenna til em-
bættisnáms, námsstyrkja og
embætta. Ríkjandi viðhorf voru,
að konur ættu ekkert erindi í aðra
skóla en þá, sem þeim voru sér-
staklega ætlaðir. Þannig voru
eftirfarandi skólar nær eingöngu
sóttir af karlmönnum, með und-
antekningum örfárra kvenna: Há-
skóli íslands, Menntaskólinn,
Verzlunarskóli fslands, Búnaðar-
skólarnir á Hvanneyri og Hólum,
Gagnfræðaskólinn á Akureyri og
Kennaraskólinn. Þetta sýnir,
hversu mikill aðstöðumunur var
fyrir karla og konur að afla sér
einhverrar menntunar fram yfir
fermingarfræðsluna.
Sigríður Erlendsdóttir.
Heimildir:
1. Alþingistíðindi 1885 A, 1911.
2. Anna L.Thoroddsen: Æskuminning-
ar. Landnám Ingólfs II, 1936—40.
3. Árni Óla:'Sagt frá Reykjavík, Rvík
1966.
4. Briet Bjarnhéðinsdóttir: Nokkur orð
um frelsi og menntun kvenna. Fyrir-
lestur, Rvik 1888.
5. Einar Hjörleifsson: Alþýðumenntun
hér á landi, Rvík 1901.
6. Fjaltkonan, 11.—12. tbl. 1885.
7. Framsókn, Seyðisfirði 1895—1900,
Reykjavík 1900—1901.
8. Guðrún P. Helgadóttir: Kvennaskól-
inn í Reykjavík, Rvik 1974.
9. Kvennablaðið, 6. tbl. 1916.
10. Lovsamling for Island, Kbh. 1853.
11. Ólafía Jóhannsdóttir: Rit I—II, Rvik
1957.
12. Magnús Jónsson: Saga fslendinga IX,
2, Rvík 1958.
13. Páll Briem: Um frelsi og menntun
kvenna. Sögulegur fyrirlestur, Rvík
1885.
14. Skólaskýrslur Lærða skólans 1896—97.
15. Þorkell Bjarnason: Fyrir 40 árum.
Tímarit hins íslenzka bókmennlafélags,
1892, Rvik 1892.
16. Æviminningabók Menningar-og minninga-
sjóðs kvenna I, Rvík 1955.
ÁRNI PÉTURSSON
Framhald af bls. 35.
aldrei dottið í hug að verða læknir
þó einhver yrði nú glaður ef ég tæki
þá ákvörðun! Ég gæti vel hugsað
mér að fara í greinar eins og list-
fræði, arkitektúr eða bókmenntir.“
— Finnst þér eins mikilvægt
fyrir stelpur og stráka að fara í
framhaldsnám?
,Já, auðvitað, það finnst mér.
Þó kemst maður ekki hjá því að
láta sér detta í hug að þær nýti sér
síður möguleika sína og menntun.
Þjóðfélagslegar kröfur til þeirra eru
ekki eins miklar. Visst lífsmynstur
liggur fyrir þeim þegar þær eignast
maka. Þannig er það í raun og veru
hvort sem þeim líkar betur eða
verr.“
— Hvernig leggst það í þig ef
þú skyldir nú lenda í því að giftast
konu sem vildi að þú ynnir verkin á
heimilinu til jafns við hana?
,Ja, ég er yfirhöfuð ófær um að
vinna heimilisstörf — þyrfti að
læra það. En ég held ég sé tilbúinn
að læra það og vinna slík verk ef til
kemur. Er það ekki eitt af grund-
vallarlögmálum lífsins að gefa og
þiggja. Ef maður ætlar að búa með
öðrum einstaklingi verður maður
að taka sameiginlega á sig þau störf
sem því fylgja og reyna að aðlaga
sig vilja og óskum hvors annars.
Það gengur aldrei að annar aðilinn
bakki algjörlega.“
— Hvernig heldur þú að strák-
ar almennt á þínum aldri líti á
kvenréttindakonur. Eru það
kannske rasssíðar konur með lærin
í skónum, giftar röngum gæja?
,Ja, nú veit ég ekki — það er nú
dálítið fordómafullt þetta orðalag.
Ekki hef ég þessa skoðun. Þó held
ég að þetta viðhorf blundi í þó
nokkuð stórum hluta af strákum.“
47