19. júní


19. júní - 19.06.1981, Side 55

19. júní - 19.06.1981, Side 55
haldsnám þegar þær fá það ekki metið að verðleikum. Einnig finnst fóstrum það einkennilegt að að- stoðarfólk þeirra fái launahækk- anir fyrir námskeið sem það sækir, en fóstrurnar ekki. Dæmi: Sóknar- stúlka sem sækir 60 stunda kjara- námskeið fær 7% launahækkun og önnur 4% ef hún sækir 50 klst. val- greinanámskeið. fóstruskortur í lögum um byggingu og rekstur dagvistarheimila segir í 1. gr: „Markmið með starfsemi dag- vistarheimila er að gefa börnum kost á handleiðslu sérmenntaðs fólks í uppeldismálum og búa þeim þau uppeldisskilyrði er efla per- sónulegan og félagslegan þroska þeirra.“ I 16 gr. segir: „Forstöðumaður dagvistarheimilis og starfslið skal hafa hlotið fóstrumenntun, svo og þeir sem annast umsjón með dagvistarheimilum á vegum rekstraraðilja. Heimilt er þó með samþykki ráðuneytisins að víkja frá þessu ákvæði sé þess enginn kostur að fá fólk með framan- greinda menntun til starfs.“ Ekki hefur tekist að framfylgja þessum lögum því að þrátt fyrir töluverða fjölgun í stéttinni hin síðari ár, er ennþá mikill fóstru- skortur. Mörgum þykir uppbygg- ing dagvistarheimila ganga seint. Það er samt staðreynd að sú upp- bygging gengur mun hraðar en Fósturskólans. Afleiðingin er sú að á mörgum dagvistarheimilum eru allt of fáar fóstrur. Sem dæmi mætti nefna dagheimili í Reykja- vík þar sem eiga að vera 5 fóstrur en þar er aðeins ein fóstra. í Reykjavík vantaði 50 fóstrur um síðustu áramót. Samkvæmt upplýsingum frá Menntamálaráðuneytinu eru fóstrur aðeins í 38% af fóstrustöð- um en 62% starfsliðsins er ófaglært. Ef borið er saman við önnur Norð- urlönd er hlutfallið næstum öfugt eða 65% fóstrur á móti 35% ófag- lærðum. í könnun sem Fóstrufélagið gerði fyrir tveim árum kom í ljós að af þeim 640 fóstrum sem útskrif- aðar voru frá Fósturskólanum frá upphafi og til ársins 1979 voru 60% fóstranna í fóstrustörfum. Það munu vera svipuð afföll og hjá öðrum kvennastéttum. HVERS VEGNA HAFA FÓSTRUR EKKI HÆRRI LAUN OG BETRI STARFS- SKILYRÐI? Það er skoðun margra fóstra að ein ástæðan fyrir lágum launum sé sú, að það voru fjárvana áhuga- mannafélög sem ráku fyrstu dag- vistarstofnanirnar. Barnavinafélagið Sumargjöf var um árabil stærsti atvinnurekandi fóstra. Barnavinafélagið er, eins og nafn þess ber með sér, félag sem vinnur að málefnum barna. Félag- ið stofnaði fyrsta dagheimilið 1924 og það stofnaði einnig Fósturskóla íslands og rak hann frá árinu 1946 til 1973, er skólinn var gerður að ríkisskóla. Barnavinafélagið átti alla tíð í fjárhagserfiðleikum. Þeir erfiðleikar komu að sjálfsögðu einnig niður á launum starfsfólks- ins. Árið 1973 yfirtók Reykjavíkur- borg rekstur dagvistarheimilanna og urðu fóstrur þá borgarstarfs- menn í Reykjavík. Forráðamenn Sumargjafar gerðu sér fulla grein fyrir því að fóstrur höfðu alla tíð verið illa launaðar. Af þeirri ástæðu skrifaði þáverandi formaður félagsins bréf til launamáladeildar borgarinnar og fór fram á að kjör fóstra yrðu verulega bætt. Það er skoðun flestra fóstra að við málaleitan formanns Sumar- gjafar hafi alls ekki verið orðið, og að fóstrur séu enn þann dag í dag að gjalda upphafsins.Annarsstaðar á landinu voru dagvistarheimili einnig rekin af áhugamannafélög- um og þar var ástandið svipað. Enda var leitað til Sumargjafar til fyrirmyndar. HUGSJÓNASTARF? Það er útbreidd skoðun að í Fósturskólann fari fólk af ein- hverskonar hugsjón. Að mínum dómi er þetta misskilningur. í Fosturskólann fer fólk fyrst og fremst vegna þess að starfið er lif- andi og gefur viðkomandi ein- staklingi fjölbreytta atvinnu- möguleika að námi loknu. Hitt er svo annað mál að nemendur í skólanum gera sér ekki grein fyrir því að fóstrustarfinu er haldið niðri launalega séð eins og svo mörgum öðrum svokölluðum kvennastörf- um, vegna þess að starfið hefur á sér einhverskonar hugsjónablæ í hugum fólks. Það er skoðun mín að á þessu hugsjónahlutverki sé alið bæði ljóst og leynt í skólum, af stjórnmálamönnum ( sem einnig eru rekstraraðilar dagvistarheim- iia) og síðast en ekki síst af „raun- verulegu hugsjónafólki“ sem hefur dagvistarmál að tómstundargamni eða af hugsjón en ekki viðurværi. Viðkvæðið er þá oft að launamál séu á svo lágu plani að ekki ætti að ræða þau. Fóstrur eru hins vegar fyrir löngu orðnar þreyttar á því að vera illa launuð hugsjónastétt sem Framhald á bls. 69. 53

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.