19. júní


19. júní - 19.06.1981, Síða 61

19. júní - 19.06.1981, Síða 61
Konan á að þjóna heimili, sæng og kirkju. Suður á Ítalíu gerðist það að Franco Rame, eiginkona þúsund- þjalasmiðsins Dario Fo, frábær leikkona, róttæk og kvenfrelsis- sinnuð, var orðin hundleið á því að vera alltaf í skugga manns síns. Hún lék alltaf við hlið hans og það stór kvennahlutverk, en einmitt við hlið hans. Það var alltaf heimur karlmannsins (hinn stóri alheim- ur) sem sýndur var á róttækan og skemmtilegan hátt, en hvað um konurnar? Hvað um baráttu þeirra sem var sko ekkert blávatn í kirkju— og karlveldinu Italíu? Hún þrábað Dario Fo um að skrifa leikrit um konur af því að hún treysti sér ekki til þess sjálf, um ýrnsar hliðar kvennakúgunar, tvö- fallt vinnuálag, stressið, einangr- Unina, hjónabandið og kynlífið, allt þetta sem konan greiðir dýru verði — með frelsi sínu. Leikritið Kona, eða eins og það heitir á ítölsku: Konan á að þjóna heimili sœng og kirkju, varð til. Það er tilraun þeirra hjóna til að leggja kvennabaráttunni lið og til að skapa kvennaleikhús. Dario Fo segir sjálfur að Franca hafi rifið niður jafnóðum allt sem hann skrifaði, þar til kominn var texti sem henni fannst segja það sem 'talskar konur og allar konur sem búa við svipaðar aðstæður þyrftu að heyra. Undanfarin ár hefur Kona verið sýnd víða um lönd m. a. á Norður- löndunum við mikla hrifningu og einnig hefur Franca Rame ferðast um alla Italíu með verkið og náð þannig til kvenna sem varla höfðu heyrt minnst á kvenréttindi, hvað þá jafnrétti eða kvennabaráttu. Þau Dario Fo og Franca Rame sýndu svo ekki varð um villst að beinskeitt leikhús er baráttutæki ef vel er á spilum haldið. Kúgun kvenna er alls staðar eins „Við höfum allar sömu sögu að segja.“ Á þeirri setningu endar sýningin Kona sem verið hefur á fjölum Alþýðuleikhússins í vetur. Örugglega þekkja allar konur ein- hvern hluta þeirrar sögu sem sögð er á sviðinu, til þess er leikurinn gerður. Hann á að sýna bæði þér og mér að kúgun kvenna er alls staðar eins, barneignir, vinnan, utan sem innan heimilis, hjóna- bandið, ástin, allt verður þetta sem fjötur á konunni, vegna þess að samfélagið er ekki miðað við þarfir hennar, heldur framleiðsluna og viðhald karlveldisins. Dario Fo og Franca Rame eru að sýna okkur þennan heim til að vekja til um- hugsunar, samstöðu og aðgerða. Við erum stödd inni á heimili verkakonu er leikurinn hefst, í einu „velferðarsamfélaga“ vesturlanda (við vitum að það er Ítalía en gæti verið hvar sem er). Unga konan vaknar snemma morguns eftir vondan draum, stekkur á fætur af því að hún er að verða of sein í vinnuna. Hún vekur barnið sitt, en karlinn dormar áfram í rúminu. Hún ætlar að æða af stað, en finn- ur ekki lykilinn að íbúðinni. Stressið er mikið, meðan hún rifjar upp atburði liðins dags, allt sem hún gerði (hvar setti hún lykil- inn?), sáraeinföld hversdagsleg at- vik , sem verða þreyttri sívinnandi konu martröð, eru grátbrosleg á að horfa. Samskiptin við eiginmann- inn, nöldrið, rifrildin og þess á milli innileg ást, allt þetta öðlast líf í orðum Fo og Rame. Þegar konan finnur loks lykilinn í vasa eigin- mannsins og ætlar út, uppgötvar hún að lestarkortið hennar er út- runnið. Það er sunnudagur, hún getur lagst aftur upp í og sofið. Þessi þáttur sýnir okkur stressaða og pínda konu, sem ekki fær einu sinni notið frídaganna. Hefur hún ekki allt til alls? Næst heimsækjum við mið- stéttarkonu sem hefur „allt til alls“ nema auðvitað frelsið. Hún er lok- uð inni af hrikalega afbrýðissöm- um eiginmanni, sem lítur á það sem sitt hlutverk að sjá fyrir kon- unni sinni. Þessi einmana kona sem situr uppi með fatlaðan en fjörug- an mág sinn, lítið barn, dónalegar símhringingar og gægjara í næsta húsi, er beinlínis að verða galin. Hún rekur fyrir konu í næsta húsi (út um gluggann) og okkur hinum sögu sína, m. a. eitt lítið ástar- ævintýri sem opnaði henni nýja sýn á lífið, en samt getur hún ekki brotist út. I lokin gerir hún upp- reisn með því að losa sig á grimmilegan hátt við óvættina, en það hlýtur að vera öllum ljóst að lausn hennar dugar skammt. Þessi þáttur er mjög magnaður og tákn- rænn. Konan birtist sem mið- 59 Þr)ár ásýndir „Konu“ eftlr Darlo Fo.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.