19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 64

19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 64
Jónína M. Guðnadóttir. Silja Aðalsteinsdóttir. Ævintýrið er andleg fæða fyrir börn Rætt við Silju Aðalsteinsdóttur í janúarlok kom út hjá Máli og Menningu rit eftir Silju Aðal- steinsdóttur cand. mag. sem hún nefnir Islenskar bamabœkur 1780— 1979. Hér er um viðamikið braut- ryðjandaverk að ræða, því að Silja rekur í bók sinni sögu íslenskra barnabóka frá upphafi til þessa dags og gott betur; þar er að finna yfirlit yfir þýddar barnabækur á 18. og 19. öld. Með ritverki sínu fyllir Silja hóp þeirra mörgu kvenna sem hafa lát- ið til sín taka á sviði íslenskra bók- mennta síðastliðið ár — jafnt fræðirita sem skáldverka. Það er full ástæða til að fagna þeirri grósku sem virðist hlaupin í bók- menntaiðju íslenskra kvenna að undanförnu. 1 dymbilviku átti blaðamaður 19. júní stutt spjall við Silju um rit hennar og tilurð þess. Silja, sem sjálf starfaði reyndar með ritnefnd blaðsins fyrir fáum árum, lék á alls oddi og hafði greinilega unun af að greiða úr spurningum um þetta eftirlætisefni sitt. 19. júní: — Hvað varð fyrst til að kveikja áhuga þinn á barnabókum sem rannsóknarefni? „Þetta byrjaði allt með starfi Uanna. Það eru nú kannski sumir búnir að gleyma þeim, en Úur var hópur jafnréttissinnaðra ungra kvenna sem störfuðu í kringum 1970. Ætli við höfum ekki verið fyrsti vísir að nýju kvennahreyf- 62 ingunni hér á landi, en þessi hópur gekk síðan allur í Kvenréttindafél- ag Islands. Við tókum okkur ýmis- legt fyrir hendur. Eitt af því var að gera könnun á barnabókum á jólamarkaði árið 1971. Þetta var býsna sniðug könnun, þótt við fengjum lítið annað en skammir og kaldar kveðjur fyrir tiltækið. Könnuninni var ætlað að leiðbeina foreldrum um val bóka og við dæmdum bæði innlendar og þýddar bækur út frá ákveðnum atriðum; málfari, fræðslugildi, skemmtigildi og svo að sjálfsögðu þeim jafnréttisviðhorfum sem í þeim birtust. Því miður varð ekki framhald á þessu starfi. SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR ÍSLENSKAR balnabænl 17ÖO-1979 Forsíða að rltl Silju Aðalstelnsdóttur, Is- lenskar barnabækur, en bókin er mjög þekklleg útlits og fallega myndskreytt. Ahugi minn á barnabókum sprettur þannig úr umræðum um jafnréttismál. Eftir þessi fyrstu kynni varð ekki aftur snúið, ég hreinlega festist í viðfangsefninu,“ segir Silja hlæjandi og eldmóður- inn leynir sér ekki. „Ég skrifaði kandídatsritgerð mína um ís- lenskar barnabækur 1960—70 og þjóðfélagsmynd þeirra. Síðan hef ég talsvert fengist við kennslu þessa efnis við háskólann, bæði í íslensk- um bókmenntum og bókasafns- fræði. Það hefur verið heillandi verkefni, því að áður höfðu barna- bækur verið hafðar alveg útundan við þá mætu stofnun. Síðan var ég komin með heilmikinn efnivið í heildarrit um þetta og bókin mín er árangur af því. Um þessar mundir er ég með sársauka að reyna að slíta mig frá barnabókunum. Ég vil ekki fá þann stimpil að vera sérfræðingur á aðeins einu afmörkuðu sviði bókmenntanna, heldur vil ég fást við allt mögulegt. Ég hef til dæmis mikinn áhuga á ljóðlist, sérstaklega ljóðlist tuttugustu aldar. Þess vegna vil ég ekki taka að mér kennslu I barnabókmenntum við háskólann eitt árið enn. Nú er líka komin þessi ágætis kennslubók í faginu og þá getur einhver annar tekið við!“ 19. júní: — Það kemur fram í bók þinni að það eru mestmegnis konur sem til þessa hafa skrifað ritgerðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.