19. júní


19. júní - 19.06.1981, Page 65

19. júní - 19.06.1981, Page 65
um barnabókmenntir í háskólan- um. Er kannski hætta á að þessi grein bókmenntanna verði eins- konar sérsvið kvenna? „Ég vona sannarlega að svo fari ekki, þvi að barnabækur koma okkur öllum við. Innan háskólans virðist áhuginn að vísu vera nokk- uð meiri meðal stelpnanna, en það eru þó tveir strákar sem hafa valið sér þetta svið til B.A.-ritgerða. Og utan skólans eru það ekkert síður karlar en konur sem hafa áhuga á lesefni barna sinna, það hef ég greinilega orðið vör við sem betur fer.“ 19. júní: — 1 blaðaviðtali við þig fyrr í vetur varstu beðin að mæla með einhverju ákveðnu lesefni fyrir börn og þú nefndir Þjóðsögur Jóns Árnasonar, Berin á lynginu, Við Sagnabrunninn og skáldsögur þeirra Stefáns Jónssonar og Ragn- heiðar Jónsdóttur, þ. e. ævintýri annars vegar og og raunsæissögur hins vegar. Getur þú útskýrt nánar hvers vegna þú mælir með tvennu svo gerólíku lesefni? Andlit Silju tendrast upp af áhuga fræðarans. „Jú, sjáðu til, ævintýrið og raunsæið þurfa helst að fylgjast að. Víst eru góðar raunsæisbækur holl lesning og ég nefndi þau Stefán og Ragnheiði af því að þau hafa um- fram aðra barnabókahöfunda reynt að greina þróun íslensks samfélags á sannfærandi en þó skemmtilegan hátt. Og þau lýsa ekki bara afmörkuðu sviði þjóðfél- agsins eins og flestir aðrir, heldur taka á öllum sviðum þess, sveitinni og borginni, hástétt og lágstétt. En ég tel samt ævintýrið vera miklu mikilvægara. Það er nauð- synleg andleg fæða fyrir börn. Ævintýrin segja þeim nefnilega á einfaldan hátt sannleikann um þeirra eigin sálrænu erfiðleika um leið og þau gefa farsæla lausn á þeim. I ævintýrum eru ýmsir þættir sálarlífsins svo sem ótti, ör- yggisleysi eða afbrýðisemi, sem barnið bælir venjulega, gerðir að Persónum. Barnið fær útrás gegn- um einfalda atburðarás og það léttir á því að hið góða sigrar ævinlega. Rauði .ráðurinn í flestum þeirra er hvatning til barna um að gefast aldrei upp, hvað sem í móti blæs og þannig stæla þau börn og þroska. Ég get ekki nógsamlega undir- strikað hversu mikið ég legg upp úr góðum ævintýrum fyrir börn. En því miður eru frumsamin íslensk ævintýri ekki nógu góðar bók- menntir — þar gætir oftar hugar- óra en hugarflugs. Það hefur eng- um íslenskum höfundi tekist að semja ævintýri um raunveruleg vandamál barna sem jafnast á við Lísu í Undralandi, Múmínálfana eða bækur Astrid Lindgren. En þjóð- sögurnar standa auðvitað alltaf fyrir sínu.“ 19. júní: — Að lokum, Silja, hvernig viðtökur hefur bók þín fengið ? „Gagnrýnendur hafa nú tekið svolítið seint við sér, þykir mér, en mér er hins vegar kunnugt um að bókin hefur selst vel. Ýmsir hafa m. a. s. haft á orði við mig að þeim þyki hún skemmtileg aflestrar, og það þykir mér að sjálfsögðu afar vænt um.“ Blaðamaður getur með bestu samvisku vottað og staðfest að þetta álit lesenda er á rökum reist, því að rit Silju er eitt þeirra alltof fáu fræðirita sem maður eins og sekkur ofan í, sjálfum sér hálfpart- inn að óvörum. Ob EÍHS Ob *\fi iltufi TuNBft(UlE£nft. QÓtwC.. tt_ Ií> &t>Tl WíHi VESS ftb 0(3 VÍOlJuR. &Uft ftUVftt'l otóltv EiHs' Ekki bara bók heldur Helgafellsbók Helgafellsbók er í senn verömæt eign og uppáhald menningarfólks HELGAFELLSBÓK 63

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.