19. júní - 19.06.1981, Qupperneq 68
BÆKUR BÆKUR BÆKUR
Þrjár greinar fjalla um vinnu-
konur, og eru tvær þeirra fræðileg-
ar. SigríðurTh. Erlendsdóttir segir
okkur að vinnukona sé fyrsta
starfsheiti kvenna í manntali hér á
landi og í fróðlegri grein Guðrúnar
Ólafsdóttur kemur fram að
Reykjavík hafi ávallt verið mikil
kvennaborg, einnig á vaxtarárum
sínum, ólíkt höfuðborgum ná-
grannalandanna. Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir segir frá vinnu-
konuárum sínum, en það hafa fáar
konur gert. Mér hefur lengi fundist
að Aðalheiður ætti að rita ævisögu
sína því hún er ritfær vel og hefur
margt lifað.
Ritgerð Ingibjargar Hafstað um
fyrsta kvendoktorinn, Björgu C.
Blöndal er góð og vekur forvitni á
að vita meira. Ingibjörg, sem er
yngsti höfundur bókarinnar,
undrast að ekki hafi verið ritað um
ævi og störf þessarar merku konu.
Hér er gott dæmi þess hversu
skammt við erum á veg komin í
kvennarannsóknum. Sigríður
Thorlacius ritar fróðlega grein um
kvenfélög á Islandi, Valborg
Bentsdóttir skrifar um löngun sína
til menntunar og kemur hún þar
ljóslifandi fram, Oddný Guð-
mundsdóttir segir frá reynslu sinni
sem farkennari, Gerður Steinþórs-
dóttir segir frá kvennafrídeginum
mikla 24. október 1975 og aðdrag-
anda hans, Elsa E. Guðjónsson
skrifar fræðilega grein um þrenn-
ingarklæðið í Hollandi, Svanlaug
Baldursdóttir skrifar um kvenna-
sögusöfn í ýmsum löndum, Þórunn
Magnúsdóttir greinir frá ferjukon-
um og Margrét Guðnadóttir skrif-
ar um rauða hunda.
Mikill fengur er að grein Svövu
Jakobsdóttur að mínu mati, en
hún segir frá reynslu kvenrithöf-
undar. Það er ekki oft sem maður
fær tækifæri til að litast um í
smiðju rithöfundar, sjá hvernig
66
hann vinnur og upplifir hlutverk
sitt. Svövu verður tíðrætt um
kvenlega reynslu sem sé falin undir
yfirborðinu í menningarlífi okkar.
Grein Jakobínu Sigurðardóttur
,,Þér konur“ frá 1971 fjallar um
kvenlýsingar í nokkrum merkum
bókum út frá kvenfrelsissjónar-
miði. Kannski hefur Jakobína orð-
ið fyrst til þess á áttunda áratugn-
um hér á landi. Grein Helgu Kress
um Laxdælu er vönduð og mun
betri en grein hennar um Njálu.
Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um
dægurlagatexta og er það í sam-
ræmi við þá hugmynd kvenna-
hreyfingarinnar að benda á eða
afhjúpa dulin áhrif „saklausra“
texta afþreyingarbókmennta. Þá
fjallar Nína Björk Elíasson um
sagnadansa, veltir fyrir sér hvort
þeir séu kvennalist og ræðir efni
þeirra.
Guðrún Erlendsdóttir fjallar um
jafnréttismál og jafnréttislögin
1976. Ég get heils hugar tekið
undir orð Guðrúnar er hún segir:
„Full þátttaka kvenna á stjórn-
málasviðinu er forsenda þess, að
raunverulegt jafnrétti náist. Aukin
þátttaka kvenna í stjórnmálum
mun bæta skilning stjórnmála-
manna, karla og kvenna, á vanda-
málum þeim, sem nútímaþjóðfél-
ag á við að stríða.“ (76) En róður-
inn virðist einmitt vera þyngstur á
þessu sviði. Soffía Guðmundsdóttir
lýsir afstöðu karla til þátttöku
kvenna í stjórnmálum og aðstæð-
um kvenna sem voga sér inn á þá
braut. Hún lýsir reynslu sinni og
vonbrigðum á vettvangi stjórn-
málanna, en jafnframt nauðsyn
þess að konur láti að sér kveða:
„Það myndi breyta yfirbragði
stjórnmálabaráttunnar og inntaki
hennar, færa hana til betra og
mannlegra horfs, nálægar vanda-
málum hins almenna manns“
(201). Soffía telur aðkallandi að
endurmeta stöðu kvennahreyfing-
arinnar hér og er hlynnt þverpóli-
tískum kvennasamtökum. Grein
hennar er gott sýnishorn af við-
horfi kvenréttindakonu sem lengi
hefur starfað í stjórnmálum.
Þá fjallar Elsa G. Vilmundar-
dóttir um konur og raunvísindi, en
hún lagði ótrauð út í nám í jarð-
fræði um 1960. Nú getur hún ekki
leynt vonbrigðum sínum og viður-
kennir að bein áhrif kvenna á
ákvarðanatöku, sem varðar fram-
vindu er tengist raunvísindum og
þar með nútíma þjóðfélagsþróun
séu af skornum skammti. Henni
farast svo orð: „Mikið vatn hefur
runnið til sjávar síðan ég stóð á
bakka Þjórsár austan Búrfells fyrir
réttum 19 árum og fann til mín
sem rétthafi í samfélagi okkar, sem
byggjum landið. Drjúgur sopi af
því vatni hefur runnið gegnum
gróttakvarnir risaorkuveranna,
sem síðan hafa verið reist og stór-
kostlega breytt ásýnd jarðarinnar í
þessum landshluta og haft hin
margvíslegustu áhrif á lif landsins
barna. Eg fæ ekki séð, að konur
hafi átt beina aðild að ákvarðana-
töku um byggingu eða nýtingu
þessara orkuvera.“ (43).
Hér verður látið staðar numið.
Ritnefnd ber að þakka lofsvert
framtak, en hér er um að ræða
fyrstu bókina sem skrifuð er til
heiðurs konu. I ritnefnd voru Val-
borg Bentsdóttir, Guðrún Gísla-
dóttir og Svanlaug Baldursdóttir.
Tvær þær fyrrnefndu hafa átt sæti
í stjórn KRFÍ um árabil. Svanlaug
starfar við Kvennasögusagnið auk
þess að vera einn af stofnendum
þess.
Það er hægt að mæla með þess-
ari bók, því að hún geymir mikinn
fróðleik um reynslu og raunveru-
leika. Hún er áfangi á þeirri braut
að ryðja úr vegi þúsund ára hefð-
um.