19. júní - 19.06.1981, Síða 71
Lisbeth Brudal kom hingað til
lands í mars s. 1. til þess að kynna
niðurstöður þessarar rannsóknar.
3. Kvikmyndin „Far“ sem fjall-
ar um samband föður og barns.
4. Ráðstefna um jafnrétti og
skipulagsmál.
Um þessar mundir er unnið að
rannsókn á orsökum tvískiptingar
á vinnumarkaði á Norðurlöndum
(Todelte arbeidsmarkeder i Nord-
en) og verið er að hefja rannsókn á
hver áhrif tölvutæknin muni hafa
á jafnrétti í atvinnulífinu. Þess ber
að geta, að í vinnuhópum í tengsl-
um við báðar þessar rannsóknir svo
og síðari könnunina um fjölmiðla
og jafnrétti, á ísland fulltrúa til
þess að tryggja þátt okkar í þeim
eftir því sem við á.
Vonir standa til að unnt verði að
hefja á árinu 1982 rannsókn á því
hver áhrif afkastahvetjandi launa-
kerfi og vaktavinna hafi á jafnrétti
og fjölskyldupólitík og er sú tillaga
borin fram af hálfu íslands.
Þá verður haldin ráðstefna í
agústmánuði n. k. um þátttöku
kvenna í stjórnunarstörfum.
Það er yfirlýst stefna jafnréttis-
uefndarinnar að starfa í nánum
tengslum við aðila vinnumarkað-
arins og hafa verið haldnir fundir
Uieð fulltrúum frá norrænum
samtökum launþegasamtaka og
samsvarandi samtökum atvinnurek-
enda. Þá þykir ekki síður mikil-
ysegt að góð og gagnkvæm tengsl
niyndist milli nefndarinnar og
þeirra sem starfa að jafnréttismál-
nm í hverju landi fyrir sig. Þessi
samvinna hefur farið fram í
fundaformi og var ákveðið að slíkir
fundir yrðu haldnir á tveggja ára
Uesti. Fyrsti fundurinn var haldinn
arið 1979 og annar slíkur í febr-
uarmánuði s. 1. í Helsinki. Þann
fund sóttu héðan af íslandi full-
trúar frá Jafnréttisráði, Kvenfél-
agasambandi Islands, Kvenrétt-
tndafélagi Islands og Rauðsokka-
hreyfingunni. Deila má um hvort
þetta samráð sé nægilegt en hins
vegar vil ég sem fulltrúi Islands í
nefndinni nota þetta tækifæri til
að taka fram að alltaf má koma til
mín ábendingum og tillögum um
verkefni sem hentað gætu í norr-
ænu samstarfi og Island átt frum-
kvæði að.
Eins og ég sagði í upphafi er
formleg samvinna Norðurlanda á
sviði jafnréttismála fremur ný af
nálinni og á sjálfsagt eftir að taka á
sig fastara form með aukinni
reynslu. Ég vil að lokum lýsa þeirri
von minni að við Islendingar get-
um notað okkur þennan vettvang
okkur og öðrum til gagns með
virkri þátttöku í þessu norræna
samstarfi.
FÓSTRUR
Framhald af bls. 53.
vinnur störf sín í kyrrþey. Því hafa
þær sagt eins og alþjóð veit: hingað
og ekki lengra, nú er nóg komið. Við
vinnum ekki lengur við þessi lélegu
kjör.
Fóstrur á Akureyri voru fyrstar
til þess að segja upp og í kjölfar
þess að leggja niður vinnu. Þar í
bæ var dagvistarheimilum lokað í
tvo daga áður en samið var við
fóstrur. Næst kom röðin að Kópa-
vogsbæ, þar voru dagvistarheimili
lokuð í eina viku áður en
samningar tókust. Síðan bættust
við minni sveitarfélög sem sömdu
við sína starfsmenn án þess að til
lokunar kæmi. Þegar þetta er ritað
er ennþá ósamið við stærstu
vinnuveitendurna ríkið og
Reykjavíkurborg. Uppsagnir hjá
þessum aðiljum eiga að taka gildi
fyrsta maí en vonandi verður sam-
ið fyrir þann tíma.
Almenningsálitið virðist hafa
verið fóstrum hliðhollt. Þess bera
vitni ummæli í blöðum og stuðn-
ingsyfirlýsingar frá mörgum stétt-
um. Ennfremur hafa Fóstrufélag-
inu borist stuðningsyfirlýsingar frá
systurfélögum sínum á Norður-
löndunum og álitlegur fjárstuðn-
ingur, ef til vinnustöðvunar kemur.
Svo til allar fóstrur eru félagar í
B.S.R.B. en Fóstrufélag Islands
er ekki stéttarfélag og hefur þar af
leiðandi ekki samningsrétt fyrir
meðlimi félagsins. Fóstrufélagið
hefur hinsvegar kjaranefnd starf-
andi á sínum vegum sem verið
hefur stefnumarkandi fyrir fóstrur
og hefur unnið að því að samræma
kröfur fóstra um allt land.
D AG VIST ARHEIMILU M
FJÖLGAR MEÐ HVERJU ÁRI
EN FÓSTRUM FJÖLGAR
LlTIÐ
Dagvistarheimili eru byggð um
allt land. Þetta eru betri hús en
nokkurntíma áður hafa verið
byggð. Ytri aðstaða er því hin
ákjósanlegasta víðast hvar á land-
inu. En það er ekki nóg að byggja
hús ef ekkert faglært fólk er til þess
að vinna á þessum stofnunum. Það
eru ekki húsin sem gera dagvistar-
heimili að góðum uppeldisstofn-
unum. Það er starfsfólkið sem
skiptir öllu máli. Starfsfólk með
góða uppeldisfræðilega menntum,
sem gerir því kleift að skilja þroska
barnanna og athafnaþörf en leyfir
þeim jafnframt að njóta sín ein-
staklingslega.
Ég kalla það öfugþróun að
byggja fleiri og fleiri ný dagvistar-
heimili, en sjá ekki til þess um leið
að mennta fleira starfsfólk á dag-
vistarstofnanirnar. Efling Fóstru-
skólans verður að haldast í hendur
við uppbyggingu dagvistarheimil-
anna, annars stefnir allt í annars
flokks dagvistarheimili.
Starfandi fóstrur eiga sannar-
lega skilið mannsæmandi laun
fyrir þau ábyrgðamiklu og krefj-
andi störf er þær inna af hendi. Við
bætt skilyrði og breytt viðhorf til
dagvistarmála mun menntun
þeirra nýtast til fulls.
69