19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 4
FRA RITSTJORA
JÓNÍNA MARGRÉT GUÐNADÓTTIR
/
þessum 38. árgangi 19. júníer stærstum hluta blaðsins
varið til umfjöllunar um dagvistunarmál. Astæðan er
bæði sú að langt er síðan þau málefni hafa sérstaklega
verið tekin fyrir á þessum vettvangi og svo hitt að
málefnið verður brýnna með hverju ári sem líður þegar æ
fleiri konur eru á vinnumarkaði. Nýjustu tölur um at-
vinnuþátttöku kvenna herma að yfir 80% séu í einhverri
launaðri atvinnu en þar við bætist að heilsdagsstörf eru
orðin mun algengari meðal kvenna og að atvinnuþátttaka
giftra kvenna á barnseignaaldri, 20-40 ára, er liðlega 90%.
Þessi þróun á sér að sönnu aðdraganda en hún hefur
orðið örari á allra síðustu árum og ætla ég ekki að rekja
orsakir þess hér. Hins vegar liggja afleiðingarnar í augum
uppi. Þörfinni fyrir örugga dagvistun barna er hvergi nærri
fullnægt. í Reykjavík njóta tæp 14% barna 5 ára og yngri
dagvistunar á dagheimilum og tæp 41% barna á forskóla-
aldri eru í leikskólum. A biðlistum fyrir leikskólarými
voru um síðustu áramót 1311 börn, sem eru um 18% heild-
arfjöldans á þessum aldri. Aðeins 7% barna 5 ára og yngri
eru á biðlistum fyrir dagheimili í höfuðborginni, en reynd-
ar sýna tölur ekki nema brot af eiginlegri þörf foreldra
fyrir gæslu barna sinna. Þeir sem eru giftir eða í sambúð
láta sér fæstir til hugar koma að skrá nöfn barna sinna á
biðlista fyrir dagheimili, þar sem vitað er að forgangshóp-
arnir, einstæðir foreldrar og námsmenn, sitja nánast einir
að þeim sjálfsögðu réttindum barna að eiga kost á öruggu
athvarfi og uppeldi sérmenntaðs fólks. Þau 10% dagheim-
ilisrýma sem í upphafi voru ætluð börnum annarra en
forgangshópanna eru nýtt fyrir börn fóstra og starfsfólks á
dagheimilum til að laða fólk til starfa.
Einu úrræði foreldra sem búa á sama heimili er að sækja
um leikskólarými og reyna svo að bjarga sér sem best þeir
mega þar sem þeim sleppir. Á leikskólum hagar þannig til
að sækja má um vistun fyrir börn þegar þau hafa náð 1‘A árs
aldri. Meðalbiðtími í Reykjavík er nær 14‘A mánuður
þannig að barnið er orðið tæplega 3 ára hið yngsta þegar
það kemst að. Og hvert snúa foreldrar sér þessu fyrstu þrjú
æviár barnsins þegar þannig er ástatt að báðir foreldrar
vinna utan heimilis?
Foreldrar reyna að ráða fram úr gæsluvandanum með
ýmsu móti eins og fram kemur í blaðinu. ein algengasta
lausnin eru dagmæður, en láta mun nærri að þær sinni
gæslu um 1300 barna í Reykjavík allt frá örfárra ntánaða
gömlum. Dagmæðurnar leysa líka oftast vanda einstæðra
foreldra meðan þeir bíða eftir rými á dagheimili, en það
getur tekið upp undir heilt ár frá fæðingu barns og mun
lengur hjá námsmönnum.
Dagmæðraþjónustan eins og hún þekkist hér er auðvit-
að alls góðs makleg, enda ríkti öngþveiti í gæslumálum ef
hennar nyti ekki við. Margar dagmæður sinna merku upp-
eldisstarfi af fyllstu samviskusemi, en það er alkunna að
þjónusta þeirra getur líka verið stopul og afar misjöfn að
gæðum og leiðir slíkt af sér öryggisleysi jafnt foreldra og
barna.
Af því sem hér hef ur verið stuttlega lýst blasir við að það
ríkir í rauninni ófremdarástand í dagvistunarmálum með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þau börn sem nú er að
vaxa úr grasi. Þegar skólinn tekur við börnunum 6 ára
gömlum tekur svo steininn úr. Þá er þeim boðið upp á 16
tíma kennslu á viku yfir vetrarmánuðina, þegar best lætur,
og götuna sumarlangt. Þrautalendingin er þá oft að annað
foreldrið hættir að vinna utan heimilis, að sjálfsögðu oftast
móðirin sem að jafnaði hefur lægri tekjur. En börn ein-
stæðu foreldranna og þeirra sem ekki geta leyft sér þennan
munað af einhverjum ástæðum eru oft á hálfgerðum
hrakningi.
Hér í blaðinu eru öll þessi mál reifuð frá ýmsum hliðum
og vakti það ekki síst fyrir ritnefndarkonum að sýna fram á
hver raunveruleiki íslenskra barna er. Það verður aldrei of
oft ftrekað að dýrmætasta eign hvers þjóðfélags er fólgin í
börnunum og þótt foreldrar vilji börnum sínum allt hið
besta sem þau mega, eru það því miður oft börnin sem
gjalda þess að báðir foreldrar þeirra vinna utan heimilis.
Þjóðfélagið hefur ekki sinnt skyldu sinni við yngstu þegn-
ana eins og því ber.
Það eru þó viss teikn á lofti um að eitthvað kunni að rofa
til í þessum efnum á næstunni. í máli þeirra stjórnmála-
manna og kvenna sem blaðið leitaði til kemur glöggt í ljós
að þau eru sammála í flestum grundvallaratriðum um
skyldu samfélagsins til að sinna þörfinni fyrir dagvistun og
lengri viðveru 6-9 ára barna í skólum. Greint er á um leiðir
en takmarkið, að uppfylla brýna þörf í breyttu samfélagi,
er sameiginlegt. Vonandi verður það að veruleika innan
tíðar.
4