19. júní


19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 10
stakri fjölskyldunefnd sem forsætis- ráðherra skipaði og í nefnd sem ég skipaði til þess að athuga ýmsa þætti jafnréttismála. Við skulum bara vona að þetta komist af athugunarstiginu á framkvæmdastigið. Nefnd sem ég skipaði til að skoða þetta mál hefur í fyrsta lagi haft til athugunar endurmat á störfum kvenna og hvaða leiðir væru þar fær- ar. í öðru lagi hlunnindagreiðslur og bílastyrki, í þriðja lagi jafnstöðu kvenna og karla við stöðuveitingar og ráðningar á vegum hins opinbera, hvernig mætti styrkja stöðu kvenna þar og í fjórða lagi launamálin hjá hinu opinbera. Það er athyglisvert í niðurstöðu nefndarinnar að þar kemur fram að launamunur kynja í dagvinnu innan raða starfsmanna í BSRB er um 5-7 prósent og hjá BHMR um 17 prósent. Nefndin telur að þennan launamun sé hægt að skýra með öðrum þáttum en að kynferði skipti þar máli. Það sem vissulega vekur athygli er tvöföld yfir- vinna karla á við konur. Ef ég nefni dæmi þá er það þannig hjá almennum félagsmönnum í 10 BSRB að karlar fá 68.2 prósent ofan á dagvinnu sína vegna yfirvinnu en konur 34.9 prósent. Athyglisvert er einnig að konur fá einungis greitt fyrir bílaafnot um 10 prósent af heildar- greiðslum ríkisins til starfsmanna vegna aksturs. Ég hef nú til athugunar hvernig megi vinna þetta mál áfram. Er ég þar sérstaklega með í huga hvernig jafna megi hlunnindagreiðslur, bílastyrki og yfirvinnugreiðslur hjá hinu opin- bera sem og að koma á meira jafnrétti í stöðuveitingum hjá ríkinu.“ Hér má geta þess að félagsmálaráð- herra réð nýlega ráðuneytisstjóra til starfa í félagsmálaráðuneytið, Sigríði Berglindi Ásgeirsdóttur, sem tekur til starfa þar í haust. Sigríður Berglind mun verða fyrsta konan á Islandi sem tekur við embætti ráðuneytisstjóra. „Ef litið er til stöðu kvenna al- mennt í íslensku þjóðfélagi er ljóst að menntun kvenna hefur aukist gífur- lega á undanförnum árum og við munum örugglega sjá þess merki á komandi árum í atvinnulífinu, á stjórnmálasviðinu og þar sem ákvarð- anirnar eru teknar í þjóðfélaginu. Þetta er mjög ánægjuleg þróun og mikil breyting frá því að ég var í skóla. Það liggur í augum uppi að þjóðfé- laginu á að nýtast aukin menntun kvenna og það er líka alveg augljóst að stjórnvöld komast ekki hjá því að aðlaga sig þessari þróun. Ég á meðal annars við að báðum foreldrum verði gert kleift að vera á vinnumarkaðn- um. Þar þarf margt að koma til, sveigjanlegur vinnutími, svo dæmi sé tekið, styttri vinnutími, aukið dag- vistarrými og samfelldur skóladag- ur.“ Nema þá forstjórinn Vissulega kostar allt þetta peninga en það er líka dýrt fyrir samfélagið að nýta sér ekki til að mynda þá mennt- un sem konur hafa aflað sér. Að auki verður ekki fram hjá því gengið að framfærsla heimilanna kall- ar á útivinnu beggja foreldranna. Ég velti því reyndar oft fyrir mér, sér- staklega þegar ég hef verið að ferðast um landið og heimsækja vinnustaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.