19. júní


19. júní - 19.06.1988, Side 15

19. júní - 19.06.1988, Side 15
BÖRN 2 - 6 ÁRA í REYKJAVÍK, DESEMBER 1987 ÖNNUR BÖRN 3,4% Á DAGHEIMILUM 16.9% sérmenntaðs fólks í uppeldismálum og búa þeim þau uppeldisskilyrði er efli persónulegan og félagslegan þroska þeirra." Fjölgun dagvistarrýma Meirihluti barnaheimila utan Reykjavíkur sem reist eru fyrir 1973 eru byggð af kvenfélögum og á Akur- eyri af barnavinafélagi. Eins og kom- ið hefur fram, þá tóku ríki og sveitafé- lög við stofnkostnaði dagheimila. A árunum 1975—1985 tók dagvistunar- þjónusta að breiðast út um landið og hefur náð til stöðugt fleiri sveitarfé- laga. Sem dæmi um þetta má nefna að á árinu 1977 var dagvistunarþjónusta veitt í 41 sveitarfélagi og voru dagvist- arheimili á landinu alls 106. Árið 1980 veittu 58 sveitarfélög þessa þjónustu og voru heimilin orðin 134. Á árinu 1984 var dagvistunarþjónusta í 61 sveitarfélagi og fjöldi dagvistarheim- ila orðinn 168. í lok síðasta árs voru starfandi á vegum Reykjavíkurborgar alls 30 dagheimili, 14 skóladagheimili og 29 leikskólar. Dagheimili eru ætluð börnum á aldrinum 3ja mánaða til 6 ára. Lang- flest þeirra barna sem fá inni á dag- heimilum eru börn einstæðra for- eldra, næst að fjölda koma börn námsmanna. Tíundi hluti dagheimil- isrýma er ætlaður börnum giftra for- eldra, en eru í raun nýtt að meirihluta fyrir börn starfsmanna dagheimil- anna. Skóladagheimili eru ætluð skólabörnum 6-10 ára, og fá ein- göngu börn einstæðra foreldra þar inni. Leikskólar eru ætlaðir börnum á aldrinum 2ja til 6 ára til dvalar hálfan daginn. Er hlutfall leikskólarýma í Reykjavík, miðað við heildarfjölda barna á þessum aldri, rúmlega 40%. Á vegum Dagvistar barna er starf- andi sálfræði- og sérkennsludeild, sem hefur á að skipa sálfræðingum, talkennara, sérmenntuðum fóstrum og þroskaþjálfum. Verkefni deildar- innar er einkum fólgið í uppeldislegri ráðgjöf fyrir starfslið heimilanna og foreldra barnanna. Þá hefur deildin umsjón með sérþjálfun fyrir þau börn sem þess þurfa. í byrjun þessa árs starfaði 351 dag- móðir í tengslum við dagvistarþjón- ustu Reykjavíkurborgar, og voru samtals 1278 börn í gæslu hjá þeim. Einstæðir foreldrar eiga rétt á niður- greiðslu daggjalda hjá dagmæðrum. í desember 1987 voru greidd niður dag- gjöld fyrir 392 börn. Námsflokkar Reykjavíkur hafa séð um að halda námskeið fyrir dagmæður í samráði við félag dagmæðra og umsjónar- fóstrur við daggæslu barna á einka- heimilum. Reykjavíkurborg rekur og fjölda gæsluvalla í hinum ýmsu hverfum borgarinnar, og sóttu þá um 204 þús- und börn á síðasta ári. I Reykjavík eru starfandi samtök foreldra barna í dagvist. Eru þau opin foreldrum allra barna á leikskólum, dagheimilum, skóladagheimilum og hjá dagmæðrum. Samtökin eiga full- trúa í stjórn Dagvistar barna og eru umsagnaraðili um opinberar ráðstaf- anir er varða foreldra barna í dagvist. Of lítiö framboö / ársskýrslu 1987 um dagvistun barna á vegum Reykjavíkur- borgar, kemur fram eftirfarandi um nýjar umsóknir. í lok ársins 1987 voru 590 börn á biðlista eftir dagheimili og eftir leik- skóla 1311 börn. Fjöldi barna í Reykjavík á aldrinum 0-5 ára, 1. des- ember 1987, var 8482, og fjöldi barna 2-5 ára var 5793. Á sama tíma biðu 147 börn eftir vistun á skóladagheim- ili. Þrátt fyrir að dagvistarrýmum hafi fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum, er langt frá því að þörf fyrir dagvistun sé uppfyllt. Eru ekki líkur á að takist að framfylgja 10 ára áætlun Reykjavíkurborgar um uppbyggingu dagvistunarþjónustu 1981-1990, þannig að í lok þess tímabils verði nægileg dagvistunarrými fyrir hendi í Reykjavík. Sarna er að segja um 10 ára áætlun frá menntamálaráðuneyt- inu um byggingu dagvistarheimila fyrir sama tímabil. Þá hefur reynst æ erfiðara að fá fóstrumenntað fólk til starfa á dagvistarheimilum og jafn- framt hafa mannaskipti orðið tíðari á hinum síðari árum. í Uppeldi, blaði Foreldrasamtak- anna í Reykjavík, sem út kom í byrjun þessa árs segir: „Kraftar foreldranna síðasta ár hafa beinst að því að vekja athygli á ófremdarástandi sem ríkir í dagvistunarmálum í Reykjavík og benda á leiðir til úrlausnar. í því sam- bandi hafa samtökin bent á aðrar leiðir í dagvistun en borgarrekna dagvist; dagheimili rekin af foreldr- urn, atvinnurekendum, húsfélögum, einum sér eða í samvinnu við borgar- yfirvöld. Samtökin vilja hefja störf fóstra til virðingar og skapa þeim sess meðal annarra uppeldisstétta, svo sem kennara." Hclstu hcimildir: Barnavinafélagid Sumargjöf 50 ára. Reykjavík 1974. Erla Þóröardóttir. „Félagslegar aðstæður kvenna".Konur hvad nú? Samstarfsnefnd í lok kvennaáratugar S.Þ. og Jafnréttisráð. Rvk. 1985. Ársskýrslur um dagvistun barna á vegum Reykjavíkurborgar. Umsóknir um dagvistun Nýjar umsóknir 1980 1983 1987 Dagheimili 588 700 847 Skóladagheimili 59 60 222 Leikskólar 1291 1250 1255 Fjöldi dagvistarrýma 1980 1983 1987 Dagheimili 927 1082 1183 Skóladagheimili 170 207 269 Leikskólar 1181 2059 2499 15

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.