19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1988, Qupperneq 21

19. júní - 19.06.1988, Qupperneq 21
Au-pair stúlkur geta verið ódýrasta lausnin fyrir barnmargar fjölskyldur. sem skýrt kæmi fram hverjar skyld- urnar væru, hvenær vinna ætti verkin og hvenær vinnutíma lyki. Sjálf sagð- ist hún gefa sinni stúlku frí þegar hún kæmi heim, enda væri hún þá búin að þrífa auk þess að gæta barnanna. Af því hún sjálf vinnur stundum óreglu- legan vinnutíma væri starfsdagurinn hjá au-pair stúlkunni sinni stundum í lengra lagi, en þá sagðist hún alltaf bæta henni það upp með því að gefa henni lengra frí við fyrsta tækifæri. Þótt þau hefðu verið einstaklega heppin með stúlku, sagði hún að það væru því miður ekki allir. Einnig sagði hún að það kæmi fyrir að stúlkunum og vinnuveitendum semdi alls ekki, en það væri ekki alltaf stúlkunum að kenna. T.d. kæmu upp vandamál þar sem húsmæður vildu að stúlkurnar ynnu verkin nákvæmlega eins og þær væru vanar að gera þau — sem auðvitað gengi aldrei. Einnig skapast oft óánægja, sem getur smit- að út frá sér á ýmsa vegu, þegar stúlk- urnar eru iðulega látnar vinna langt fram yfir eðlilegan vinnudag. „Þær vilja skemmta sér í frítíman- um og stelpunum frá Færeyjum finnst Reykjavík stórborg, full af skemmt- unum, en til þess að þeim leiðist ekki er gott að vera búin að kynna sér hvar samlandar þeirra eru í vinnu og kynna þær fyrir þeirri nýkomnu. Auðvitað geta óhöpp komið fyrir og t.d. varð ein færeyska stúlkan ófrísk fyrstu helgina sem hún var hérna." Kostirnir við að hafa au-pair stúlku á heimilinu eru sem sagt margir. Ekki þarf að rífa börnin á fætur fyrir allar aldir til að keyra þau í pössun. Þau eru allan daginn heima hjá sér, hjá manneskju sem þau þekkja og treysta. Kostnaðurinn er mun minni, jafnvel þó að matarkostnaður sé reiknaður ofan á kaupið, því að á móti koma þrifin á íbúðinni. Nú gall- arnir geta verið ýmsir, en flestir það smávægilegir að kostirnir yfirgnæfa þá — auk þess virðist þetta vera ódýr- asta lausnin þegar um keypta heils- dagsgæslu er að ræða. Lyklabörn Orðið „lyklabarn" hefur yfir sér einhvern sorglegan blæ, enda felur það í sér barn sem kemur heim úr skóla og eng- inn er heima til að opna fyrir því og taka á móti. Yfirleitt er um að ræða nokkuð stálpuð börn, en börn þó. Þá hefur annað hvort ekki fengist nein gæsla fyrir þau eftir skóla, eða for- eldrum fundist þau orðin nógu stór til að passa sig sjálf. En eins og við vitum þá fer glæpum gagnvart börnurn því miður mjög fjölgandi, eða að minnsta kosti koma þeir margir fram í dags- ljósið nú, og þvf hlýtur að teljast var- hugavert að ætla mjög ungum börn- um að vera sjálfala heima við. Þessi lausn er þó töluvert algeng og „lyklabörn" læra að sjá um sig sjálf, jafnvel allt frá 7 og 8 ára aldri. Flestir foreldrar hugsa þó eins vel um þessi börn sín og þeim er unnt, og fylgjast með því að þau séu komin heim úr skóla á réttunr tíma og hvað þau hafa fyrir stafni — og þetta gera þeir í gegnum síma. Flestir foreldrar eru einnig búnir að hafa til mat sem börnin fá sér þegar þau koma heim; smurt brauð, jógúrt o.þ.h. Og síðan er hringt á milli til að spyrja hvernig gangi og hvað eigi að fara að gera. Börnunum er yfirleitt uppálagt að þau verði að hringja og láta vita ef þau ætla út og hvert þau ætla. Eins hefur gjarnan verið komist að samkomulagi við einhvern í ná- grenninu urn að börnin megi leita þangað ef eitthvað bjátar á. En þrátt fyrir það og stöðugt símasamband við börnin, þá er fæstum foreldrum rótt að vita af börnunum einum heima, þó ekki sé nema vegna þess að þau hafa engan að tala við; til að segja frá að eitthvað hefur komið fyrir í skólan- um, skemmtilegt eða leiðinlegt, sem þau eru jafnvel búin að gleyma þegar foreldrarnir koma heim á kvöldin. Þessi börn eru óneitanlega dálítið mikið ein og úr tengslum; dálítið um- komulaus þrátt fyrir símasambandið. Þetta er ódýr lausn að sjálfsögðu — þó vildu án efa allir foreldrar heldur vita af þeim á skóladagheimili eftir að skólatíma lýkur, þótt það kostaði eitt- hvað, ellegar í einhvers konar at- hvarfi ísjálfum skólanum. Athvörf að skólatíma loknum eru að byrja að líta dagsins ljós, en skóladagheimilin eru ' enn sem komið er eingöngu ætluð börnum einstæðra foreldra. Hin verða að passa lykilinn sinn. Y5Í ;oi;vy;.ioi MINNINGARKORT Menningar og minningarsjóðs kvenna eru afgreidd í: Bókabúöinni borg, Lækjargötu 2 Lyfjabúö Breiöholts, Arnarbakka 4-6 Skrifstofu KRFÍ, Hallveigarstööum, Túngötu 14 i W SÁ 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.