19. júní


19. júní - 19.06.1988, Síða 24

19. júní - 19.06.1988, Síða 24
Börnin hafa hundrað tungumál. Myndverk barna frá Reggio Eniilia sem sýnd voru að Kjarvalsstööum á þessu vori. — Hvaðan er þessi stefna upp- runnin? „Upphafsmaður hennar er sálfræð- ingurinn Loris Malaguzzi. Hann starfaði með ungmenni sem voru iðjulaus og í vandræðum eftir seinna stríð. Hann tók upp á því að beita listsköpun í starfi sínu til þess að eiga auðveldar með að nálgast tilfinningar 24 þessara ungu manna. Síðar fékk hann áhuga á að vinna með börn.“ — Hvernig tengist hann svo barnaheimilunum í Reggio Emilia? „I Reggio Emilia er samyrkjubú- skapur. Eftir stríð vantaði dagvistun fyrir börnin og mæðurnar í héraðinu stofnuðu dagheimili. Pær vildu sýna að dagheimilin þeirra væru betri en önnur og fengu þess vegna Loris Ma- laguzzi til sín. Þar þróaði hann upp- eldisfræðiaðferðir sínar og hóf að kenna hana fóstrunum." — I hverju felst kenningin? „Starfið byggist á markvissri vinnu með ákveðið viðfangsefni (þema). Vakin er athygli á öllu því sem börn sjá og þeim tilfinningum sem það vek- ur hjá þeim að þreifa á hlutunum. Þannig tekst að láta þau lifa sig inn í það sem fyrir þau ber. Tökurn til dæmis tré sem viðfangsefni. Fyrst eru sungin lög, og leikin leikrit sem börn- in búa til, um tré og það sem þeim tengist. Þá er farið í leiðangur, þar sem þau horfa, snerta, reyna að ím- ynda sér hvað tréð skynjar og hvernig það er að vera tré. Eftir það er svo talað um tréð og í lokin er unnið sam- eiginlegt verkefni um tré. Allan tímann eru börnin örvuð til að tjá sig. Þau fá öll tækifæri til þess að tjá sig í lok hvers dags um verkefn- ið, ekki bara það sem er áþreifanlegt, heldur líka það sem snýr að ímyndun- araflinu og tilfinningum. Þau læra að taka eftir bæði nánasta umhverfi sínu og tilfinningum sínum á skapandi hátt, læra að þekkja hvort tveggja. Aö glæða sköpunargáfuna Starf fóstrunnar felst í leiðsögn. Hún skrifar niður viðbrögð og tilsvör barnanna um viðfangs- efnið og leggur sig fram við að spyrja spurninga sem vekja umhugs- un og örva ímyndunaraflið. Hvað spyrjum við oft spurninga af þessu tagi? Mjög sjaldan. I staðinn kemur: „Ertu búinn að þvo þér? Ertu búin að borða?" Til þess að spyrja réttra spurninga þarf fóstran sjálf að hafa lifandi ímyndunarafl. í þessu starfi felst mikið sjálfsuppeldi hjá fóstr-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.