19. júní - 19.06.1988, Side 24
Börnin hafa hundrað tungumál. Myndverk barna frá Reggio Eniilia sem sýnd voru að Kjarvalsstööum á þessu vori.
— Hvaðan er þessi stefna upp-
runnin?
„Upphafsmaður hennar er sálfræð-
ingurinn Loris Malaguzzi. Hann
starfaði með ungmenni sem voru
iðjulaus og í vandræðum eftir seinna
stríð. Hann tók upp á því að beita
listsköpun í starfi sínu til þess að eiga
auðveldar með að nálgast tilfinningar
24
þessara ungu manna. Síðar fékk hann
áhuga á að vinna með börn.“
— Hvernig tengist hann svo
barnaheimilunum í Reggio Emilia?
„I Reggio Emilia er samyrkjubú-
skapur. Eftir stríð vantaði dagvistun
fyrir börnin og mæðurnar í héraðinu
stofnuðu dagheimili. Pær vildu sýna
að dagheimilin þeirra væru betri en
önnur og fengu þess vegna Loris Ma-
laguzzi til sín. Þar þróaði hann upp-
eldisfræðiaðferðir sínar og hóf að
kenna hana fóstrunum."
— I hverju felst kenningin?
„Starfið byggist á markvissri vinnu
með ákveðið viðfangsefni (þema).
Vakin er athygli á öllu því sem börn
sjá og þeim tilfinningum sem það vek-
ur hjá þeim að þreifa á hlutunum.
Þannig tekst að láta þau lifa sig inn í
það sem fyrir þau ber. Tökurn til
dæmis tré sem viðfangsefni. Fyrst eru
sungin lög, og leikin leikrit sem börn-
in búa til, um tré og það sem þeim
tengist. Þá er farið í leiðangur, þar
sem þau horfa, snerta, reyna að ím-
ynda sér hvað tréð skynjar og hvernig
það er að vera tré. Eftir það er svo
talað um tréð og í lokin er unnið sam-
eiginlegt verkefni um tré.
Allan tímann eru börnin örvuð til
að tjá sig. Þau fá öll tækifæri til þess
að tjá sig í lok hvers dags um verkefn-
ið, ekki bara það sem er áþreifanlegt,
heldur líka það sem snýr að ímyndun-
araflinu og tilfinningum. Þau læra að
taka eftir bæði nánasta umhverfi sínu
og tilfinningum sínum á skapandi
hátt, læra að þekkja hvort tveggja.
Aö glæða sköpunargáfuna
Starf fóstrunnar felst í leiðsögn.
Hún skrifar niður viðbrögð og
tilsvör barnanna um viðfangs-
efnið og leggur sig fram við að
spyrja spurninga sem vekja umhugs-
un og örva ímyndunaraflið. Hvað
spyrjum við oft spurninga af þessu
tagi? Mjög sjaldan. I staðinn kemur:
„Ertu búinn að þvo þér? Ertu búin að
borða?" Til þess að spyrja réttra
spurninga þarf fóstran sjálf að hafa
lifandi ímyndunarafl. í þessu starfi
felst mikið sjálfsuppeldi hjá fóstr-