19. júní


19. júní - 19.06.1988, Síða 25

19. júní - 19.06.1988, Síða 25
unni, því ef hún er ekki lifandi og skapandi, þá getur hún ekki spurt þannig að ímyndunarafl barnsins vakni. „Hvernig myndirðu mála fuglasöng? Hvernig er ilmur blómsins á litinn?" Það er reynt að fá barnið til að tjá lifandi tilfinningu sína fyrir fuglinum". — Hvað er byrjað snemma? „Frá eins árs aldri. Eftir því sem þau eldast fá þau viðameiri verkefni, eins og sést á sýningunni á Kjarvals- stöðum af verkum barna frá Reggio Emilia." — Hver er tilgangurinn með þess- ari aðferð? “Malaguzzi hefur sagt að sá sem ekki hefur skapandi ímyndunarafl sé þræll. Hann segir og hugsar það sem aðrir innræta honum. Pað geta ekki allir orðið listamenn, en enginn á að vera þræll. Ef skapandi ímyndunarafl vantar gleypa einstaklingar gagnrýn- islaust við því sem að þeim er rétt. Þessi aðferð kennir fólki að þekkja sjálft sig og skynja allt umhverfi sitt skapandi." — Hvar koma foreldrar inn í myndina? „Foreldraráð er á hverju barna- heimili, skipað til helminga fóstrum og foreldrum. Þeir vita hvað er að gerast á dagheimilinu, fylgjast með og fylgja starfinu eftir heima. Með því byggist upp samtalstækni á heimilun- um, sem dugar barninu eftir að það er komið í skóla. Foreldrarnir hjálpa einnig til við að setja upp sýningar í lok hvers verkefnis, en svona þema- vinna getur staðið í 6 mánuði." Lengi býr að fyrstu gerð Hvernig er fyrir börnin að fara inn í venjulega skóla? „Erfitt. Þeim finnst leið- inlegt. Enda fannst Loris Malaguzzi kirkjan og skólinn á Italíu taka rangt á uppeldisstarfinu, og skrifaði um það eftirfarandi: Barnið hefur hundrað tungumál. Skólinn og menningin skilja höfuðið frá bolnum, þau neyða það tilþess að hugsa án líkama og framkvtema án höfuðs. Leikurinn og vinna, raun- veruleikinn og (myndunin, vísindin og hugmyndaflugið, hið innra og hið ytra, er gert að andstœðum livers ann- ars. “ — Nú hefur sveitarfélagið tekið við stjórn dagheimilanna. Hefur það breytt einhverju um innra starf þeirra? „Nei, því Malaguzzi kom sér í bæj- arstjórn og hafði yfirumsjón með dagvistunarmálum. Héraðsstjórnin hefur sýnt þeim málum mikinn áhuga, en þar hafa vinstri menn farið með völd frá því um stríð og hefur ríkt mikill áhugi á þessum málum. Verið er að reyna að koma uppeldisfræðinni inn í skólana, þótt það gangi seint. Hins vegar búa börnin ævilangt að þessum grunni." — Þessi uppeldisfræði er orðin heimsþekkt en hvað er að gerast á íslandi? „Barnaheimilið á Marbakka í Kópavogi tók að starfa eftir þessum uppeldisaðferðum um síðustu áramót og ég hef haldið námskeið fyrir fóstr- urnar og leiðbeint þeim í starfi. For- eldrar barnanna sýna þessu mikinn áhuga, enda ef áhugi foreldranna er ekki til staðar, þróast starfsemin aldrei á eðlilegan hátt. Auk þessa hefur Reggio Emilia uppeldisfræðin verið kynnt annars staðar, m.a. á sýningu sem haldin var á Kjarvalsstöðum í maí, en þar voru sýnd verk barna frá Reggio Emilia." Kvennaheimilið Hallveigarstaðir T\ingötu 14, Reykjavík Höfum til Ieigu 160 fermetra sal fyrir fundi, veislur, fermingar, erfiveitingar, o.fl. Ennfremur er til leigu 70 fermetra salur. Upplýsingar hjá húsveröi í síma 13785 kl. 13.00 til 15.00 alla virka daga. Kjarngóður molgímlestur Góður morgunverður og Morgunblað eiga margt sameiginlegt. Gefðu þér tima á morgnana fyrir hvorttveggja, það er svo sannarlega þess virði. Kjarngóður lestur er ómissandi við morgunverðarborðið. -Góðandaginn- 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.