19. júní


19. júní - 19.06.1988, Side 31

19. júní - 19.06.1988, Side 31
Óðinn Árnason: H Kristín Hrund Róbertsdóttir Clausen: Oröinn svo stór Týni oft lyklunum / ðinn hefur verið tæp þrjú ár á dagheimilinu Laugaborg, sem hann segir vera „besta dagheimili í heimi“. „Ég hætti á dagheimilinu í sumar, því í haust fer ég í alvöru skóla, að læra að lesa, skrifa og svoleiðis.“ — Finnst þér leiðinlegt að hætta á dagheimilinu? „Nei, ég er nefnilega orðinn svo stór. Ég er búinn að missa eina tönn og önnur fer bráðum að detta. Alfrún vinkona mín á dagheimilinu fer í sama skóla og ég, það er sko gaman.“ — Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á dagheimilinu? „Mér finnst skemmtilegast að vinna við verkefnabókina mína, leika með raðkubbana og hlusta á sögur. Það er eiginlega alltaf gaman á dag- heimilinu, bara stundum leiðinlegt, þegar krakkarnir eru að stríða manni. Fóstrurnar banna krökkunum að stríða og hrekkja, og það er líka ljótt að gera svoleiðis." — Ertu þú stundum að stríða og hrekkja? „Nei, ég er eiginlega alveg hættur því. Stundum er ég reiður við systur mína, hún er sko óþægur krakki! Ég er næstum alltaf þægur við fóstrurnar mínar, því þær eru svo góðar. Þær hafa alltaf tíma til að leika við okkur krakkana, svo leyfa þær okkur svo margt. — Ég og Biggi komum einu sinni alveg drulluskítugir inn og fóstr- urnar skömmuðu okkur ekki neitt. Ég vildi óska að mamma mín væri fóstra — og pabbi líka.“ Á.H. Kristín er í 9 ára bekk í Laug- arnesskóla, auk þess sem hún er á skóladagheimilinu Laugaseli. „Ég var þriggja ára þegar ég byrjaði að vera hjá dagmömmu, svo fór ég á Lækjaborg og þaðan í Steinahlíð. Ég byrjaði á Laugaseli þegar égvaróára, þá var það nýopnað." — Hvernig kanntu við þig á skóla- dagheimilinu? „Bara ágætlega — stundum er ég ferlega þreytt á því að vera þar og langar að hætta. Stundum langar mig alls ekki að hætta. Annars á ég að hætta á skóladagheimilinu í sumar, því þá verð ég 10 ára. Svo fer ég líka bráðum að flytja í Grafarvoginn; ég byrja í Foldaskóla í haust. Þá verðum við systir mín, sem er 12 ára, að bjarga okkur sjálfar á daginn, þegar við er- um búnar í skólanum. — Ég veit nú ekki hvernig það mun ganga, við ríf- umst nefnilega svolítið." — Finnst þér þú vera of lengi að heiman á daginn? „Nei, ég er venjulega svona fjóra tíma á dag í skólanum, svo það er ekkert æðislega langur tími sem ég er á skóladagheimilinu. Dagurinn er venjulega fljótur að líða. Við krakk- arnir leikum okkur líka mikið úti, svo fara fóstrurnar oft með okkur í sund, og við gerum bara svo margt skemmtilegt saman. Það allra skemmtilegasta, sem ég man eftir frá skóladagheimilinu, var þegar Unnur forstöðukonan bauð okkur krökkun- um að sofa eina nótt í sumarbústaðn- um sínum. Við fórum þangað í rútu. Stundum langar mig að fara heim áður en dagheimilið lokar, þá fæ ég það alveg. En fyrst verð ég að hringja í mömmu og láta hana vita. Ég er með lykla að húsinu heima, það versta er að ég týni þeim svo oft. Mamma þarf stundum að vinna aukavinnu og þá hefur amma séð um okkur systurnar. En amma er mikið veik og er á spítala núna. Ég myndi vilja hafa mömmu mína meira heima á daginn, hún vinnur allt of mikið. Mamma hennar Stefaníu vinkonu minnar er alltaf heima. Ann- ars hugsa ég að það sé ekkert spenn- andi fyrir mömmur að vera bara heima, svo er það líka ábyggilega erfitt. Ég ætla sjálf að vinna úti þegar ég er orðin stór og hafa börnin mín á dagheimili. Mér finnst gaman að passa börn, en ég ætla samt ekki að verða fóstra, því þær hafa svo léleg laun. Einu sinni fóru fóstrurnar mínar í verkfall, þá þurfti ég að vera heima. En mamma passaði mig bara í gegn- um símann. Það var allt í lagi, en mamma hafði samt áhyggjur. — Það væri örugglega slæmt ástand í landinu ef engin dagheimili væru til.“ Á.H. 31

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.