19. júní - 19.06.1988, Side 36
Árni Sigfússon:
ÓSK FORELDRA
ER ÓTVÍRÆÐ
HENNIBER
AÐ SINNA
/
slendingar fagna öllum nýjum
þjóðfélagsþegnum af heilum
hug. En þótt þjóðfélagið taki
brosandi á móti þeim, þ.á m.
stjórnmálamenn, þá hafa of fáir enn
gert sér grein fyrir þeirri samræmingu
sem nauðsynlegt er að verði til þess
að foreldrar geti búið börnum sínum
sem best uppvaxtarskilyrði. Þjóðfé-
lagið gerir ráð fyrir því að foreldrar
leggi hart að sér við að eignast þak
yfir höfuðið, það nánast krefst þess
að báðir foreldrar afli tekna utan
heimilis og barnseignaraldur kvenna
setur fjölskyldum einnig tímaskorð-
ur. Á sama tíma og fjölskyldan stækk-
ar eru því félagslegar og fjárhagslegar
aðstæður hvað verstar. Þjóðfélaginu
ber skylda til að bæta þessar aðstæð-
ur.
Þótt dagvistarstofnanir séu um
margt æskilegar, er ljóst að fyrstu 2-3
æviárin þarfnast börnin hvað mest
umhyggju foreldris en síður félags-
skapar jafnaldranna. Á þessum árum
er því mjög brýnt að foreldri eignist
raunhæfan valkost um að geta dvalið
heima með barn sitt. Vissulega reyna
stjórnvöld að stuðla að þessu. Fyrir
forgöngu sjálfstæðismanna var fæð-
ingarorlofið lengt, og verður 5 mán-
uðir um næstu áramót. Þá hefur ríkis-
stjórnin sem nú situr aukið barnabæt-
ur og nema þær líklega um 2.4
milljörðum króna á þessu ári. Tvö-
faldar bætur greiðast til barna undir 7
ára aldri. En barnabætur dreifast hins
vegar til barna upp að 16 ára aldri og
verður þá í raun lítið úr 2.4 milljörð-
um króna fyrir hvern einstakling.
Ég tel brýnt að við hugum að veru-
legri aukningu barnabóta fyrstu æviár
barnsins, þannig að þær gefi foreldri
hinn raunhæfa valkost um að vera
heima með barni sínu. Við 2-3 ára
aldurinn þurfa foreldrar að eiga þann
eðlilega valkost að barn þeirra dvelj-
ist í félagsskap annarra barna hjá dag-
mæðrum, á leikskólum eða dagheim-
ilum fram að skólaskyldualdri.
Upplýsingar um skort á dagvistar-
plássum hér í Reykjavík eru oft mjög
misvísandi. Samkvæmt upplýsingum
stjórnar Dagvistar barna um 2-6 ára
börn í dagvistun í desember 1987 voru
40.5% þessa aldursflokks í leikskól-
um, 16.9% á dagheimilum, 2.1% á
einkareknum dagheimilum, 4.3% á
dagvistarstofnunum sjúkrahúsa og
9.2% hjá dagmæðrum. Þetta gefur til
kynna að 73.3% reykvískra barna á
Góð brauð
góð heilsa
að ógleymdum
kökum og tertum
aldrinum 2-6 ára hafi þessi dagvistar-
úrræði. Skráning barna þar sem for-
eldrar nota sín eigin úrræði er auðvit-
að ekki talin hér með. Á biðlistum
stjórnar Dagvistar barna eru um
23.3% þessa aldurshóps. Aðeins
3.4% 2-6 ára barna eru því ekki skráð
með umsókn eða einhver úrræði hjá
Dagvist barna.
Þessar tölur gefa okkur ótvírætt til
kynna að lang stærstum hluta 2-6 ára
barna bjóðast einhver dagvistarúr-
ræði. Tölurnar gefa einnig til kynna
að nánast allir foreldrar þessara
barna í Reykjavík hafa lagt inn um-
sókn um dagvistun fyrir börn. Ósk
foreldra um dagvistun fyrir börn sín,
hvort sem slíkt verði framkvæmt af
sveitarfélaginu eða öðrum aðilum, er
ótvíræð. Henni ber stjórnmálamönn-
um að sinna.
Við 5 ára aldurinn þarf að sam-
ræma framboð skólanna, bjóða heil-
steypta námsskrá og samfelldan
skóladag í grunnskólum.
Úrræðin eru allmörg, en þau þarf
að samræma og það krefst sam-
ábyrgðar heimila og þjóðfélagsins
alls. Þessi úrræði kosta mikið fé. Ef
barnabætur eiga að hækka upp að 3
ára aldri svo þær bjóði raunhæfan val-
kost fyrir foreldra, er kostnaður ríkis
ekki undir 1.3 milljörðum kr. ofan á
það sem nú er greitt. Samfelldur
skóladagur kostar annað eins. Þessi
aukning nemur varla undir 2.5 mill-
jörðum króna eða um 4% af fjárlög-
um ríkisins fyrir þetta ár.
En það er dýrkeyptara fyrir Islend-
inga að eignast ekki nýja þjóðfélags-
þegna, hvernig sem á það er litið.
Tekjuleiðir til framkvæmda eru aðal-
lega þrjár: auknir skattar, aukin af-
notagjöld, eða samdráttur á öðrum
sviðum opinberrar þjónustu. Svo
„einfalt" er það. Okkar er ábyrgðin.
ss
Bergstaöastræti 13- 101 Reykjavík-Sími: 13083
36