19. júní - 19.06.1988, Blaðsíða 51
Þaö er lærdómsríkt að litast um
í leikfangaverslunum. Við
fyrstu sýn virðast þær sem æv-
intýraland, litríkt og fjöl-
breytt. En viö nánari athugun geta
þær orðið sent fábreytt eyðimörk, þar
sem hvert svæði er óbreytanlegt og
fastákveðið af hefð og rótgrónum
vana.
Gengið er inn í plast veröld. Pegar
glýjan af litagleðinni hefur vanist sést
að enn er verið að bjóða börnum að
leika eftir daglegu lífi foreldranna.
Matar- og kaffistell, hársnyrtipakkar
handa litlum stúlkum, rakstursáhöld
handa strákunum. Já, kynskiptingin
er enn sterklega við lýði í hugarheimi
leikfangaframleiðenda. Til frekari
áherslu eru í verslunum strákadeild,
stelpudeild, bangsadeild og almenn
deild.
Líkamsburöir og
vopnaskak
Strákadeildinni er skipt í tvennt:
bíladeild og stríðstóladeild.
Strákar eiga enn að hafa áhuga
á bílum frá barnsaldri, enda
séð til þess af fullorðna fólkinu sem
kaupir handa þeim gjafir. Þar finnast
einnig flugvélar, sérstaklega í formi
módela, og yfirleitt orrustuflugvélar
frá ýmsum tímum.
í stríðstóladeildinni eru dökkir og
ógnvekjandi litir. Þar finnum við m.a.
„Masters of the Universe“ og
„Centurions". „Kallarnir" og tilheyr-
andi fylgihlutir eru sóttir í teikni-
myndir í sjónvarpinu. Hver kall hefur
fyrirfram ákveðna kosti og galla og
sitt staðlaða hlutverk að auki, til þess
að börnin þurfi ekki að vera í vand-
ræðum með að nota hann. Það eina
sem barnið þarf að gera er að rifja upp
nýjasta sjónvarpsþáttinn og leika
hann eftir. Gallin er að alltaf koma
nýir kallar í þættina og þá verður að
kaupa nýjan kall. Og foreldrar virðast
ekkert vald hafa yfir þessari þróun,
enda þarf til þess viljaátak, sjálfsaga,
og tíma til þess að spyrna við fótum.
Það sem einkennir þessa kalla sem
strákum er ætlað er grundvallarhug-
myndin um að hið illa afl sé líkamlegs
eðlis og að hægt sé að vinna á því með
vopna- og líkamsburðum. „Centur-
ions“ hafa þjónustustúlku uppi í
geimstöð, á vakt allan sólarhringinn
til þess að geisla til þeirra vopn, sem
klessast utan á þeim og gera þá ósigr-
andi. Þess á milli eru þeir félagslega
einangraðir, kunna ekkert á kven-
fólk, og besti vinurinn er hundurinn.
Hér eru landgönguliðar bandaríska
hersins hafnir upp til skýja.
Foreldrar hafa þá skyldu að gera
sér grein fyrir þeirri innrætingu sem
leikföng eru, og ákveða hvort þeir
geti sætt sig við hana. Vöðvabúnt
með vopn í hendi sem aðalhetja og
fyrirmynd litla sonar manns er veru-
leiki, sem verður að takast á við, því
við erum frjáls að því að velja, og
ábyrg fyrir hugmyndunum sem börn
gera sér af lífinu.
Pastellitir og blíöa
Stelpurnar losna ekki frekar úr
viðjum leikfangaauglýsing-
anna en strákarnir. í þeirra
horni eru pastellitirnir allsráð-
andi. „My little Pony“ trónir þar hæst
þessa dagana sem draumaleikfangið.
Þar er sama hugmyndin með fastskip-
uð hlutverk og tilgang og fylgihlutirn-
ir á sínum stað. En boðskapur þátt-
anna er aldeilis annar.
Þegar eitthvað bjátar á lenda per-
sónurnar í prófraunum sem þær verða
að leysa úr. En leiðirnar til þess eru
kærleikur, sáttfýsi og kænska. Þar er
enginn drepinn. Og að lokum er sigr-
ast á erfiðleikunum og sólin skín fag-
urlega á blómum skrýddan dalinn.
Þessar persónur segja hver annarri að
þeim þyki vænt hver um aðra, og telja
gjarnan upp kosti hver annarrar til
stuðnings og uppörvunar.
Ekki er ég að amast við þessum
aðferðum til lausnar vandamálum,
heldur hlýtur það að teljast sorglegt
að mjúku gildin, sem stelpurnar eiga
Grein: Sigrún Harðardóttir
að æfa sig í, séu eingöngu ætluð þeim,
og að ekki sé meira jafnvægi milli gef-
inna sjálfsímynda stelpna og stráka.
Eða hvernig fara samskipti blíðra og
sáttfúsra stúlkna og vopnaskakandi
árásargjarnra drengja? Með því að
leyfa leikfangaframleiðendum að
mata börn á hlutverkaskiptingu og
hegðun eru foreldrar að varpa frá sér
ábyrgð sem er þeirra og verður alltaf
þeirra.
Áhrifamáttur leikfanga
Eða hvers konar ímynd er
verið að gefa litlum stelpum
af lífinu með „Barbie“ dúkk-
unum? Hún er falleg, grönn,
eyðir miklum tíma í föt og snyrtingu,
á fallegt heimili og fallegan kærasta á
fallegum bíl. Hér er verið að ýta undir
Dallas ímyndina, þar sem konur eru
puntdúkkur.
Að öðru leyti eru í þessuni paradís-
arheimunt barnanna bangsar og ann-
að af því tagi, m.a. dýr úr teikni-
myndaseríum blaðanna sem oft höfða
meira til fullorðinna en barna. Loks
eru svokölluð þroskaleikföng og
kubbar.
Ég leyni því ekki að ég er hrifin af
kubbunt og öðru sem setja má saman
með eigin ímyndunarafli, en fram-
leiðendur virðast helst vilja benda
börnum á, utan á pökkunum, ná-
kvæmlega hvert notagildi og tilgang-
ur kubbanna sé. Þá er eins og gleym-
ist nauðsyn þess að örva innbyggt í-
myndunarafl barnanna, en í staðinn
er þeim kennt að hernta eftir sögum
sem búnar eru til handa þeim.
Arangurinn af þeirri stefnu sést
þegar börn eru með „skemmtiatriði" í
skólum sem felast í því að spila lag af
segulbandi og hreyfa ntunninn og
dansa sem væru þau að flytja lagið
sjálf. Hér er engin sköpun á ferð. Hér
kvikna ekki myndir í ímyndunarafli
barnsins sem leiða til ferskrar upp-
lifunar.
Næst þegar þið gangið inn í leik-
fangaverslun í þeirn tilgangi að kaupa
gjöf, væri ekki úr vegi að íhuga vand-
lega hverjar afleiðingar hlutirnir þar
hafa á barnið, sem geta mótað það á
fullorðins árum. Leikur er undirbún-
ingur undir lífið, þess vegna skipta
leikföngin miklu máli. Framtíðar
samfélagið byggist á börnurn dagsins í
dag og ábyrgðin er okkar.