19. júní


19. júní - 19.06.1988, Síða 52

19. júní - 19.06.1988, Síða 52
BARNINU GETUM VIÐ EKKI SVARAÐ „Á MORGUN“ Inga Jóna Þóröardóttir, formaður samstarfsnefndar ráðuneyta um fjölskyldumál: / síðustu tuttugu til þrjátíu ár- um hefur orðið gjörbreyting á aðstæðum fjölskyldunnar hér á landi. Mesta breyting- in er fólgin í stóraukinni þátttöku kvenna í atvinnulífinu, en á árunum 1960-1983 jókst þátttaka kvenna hlut- fallslega á vinnumarkaði úr 30% í 70%. Ennfremur hefur fjölskyldu- meðlimum fækkað þar sem færri börn fæðast nú í hverri fjölskyldu en áður var. Fjölskyldugerðin hefur sömu- leiðis breyst. Nú búa hlutfallslega fleiri í óvígðri sambúð, en áður var og einstæðum foreldrum hefur fjölgað töluvert. Fjölgun fjölskyldna á fyrr- greindu tímabili hefur svo til ein- göngu verið í óvígðri sambúð og hjá einstæðum foreldrum. Ýmsarskyldur sem áður voru hjá fjölskyldunni hafa færst yfir á aðra s.s. skóla, dagvistar- og umönnunarstofnanir. Stór hluti barna þarf að sjá um sig sjálfur nokkra tíma á degi hverjum. Sókn kvenna út á vinnumarkaðinn tengist að stórum hluta til kvenfrelsisbaráttu undanfarinna áratuga, meiri mennt- un kvenna almennt og ennfremur auknum kröfum fólks um meiri efna- leg lífsgæði. Óhætt er að segja að þessar breytingar hafi orðið án þess að þjóðfélagið hafi náð að aðlaga sig þeim eða fólk áttað sig á hvað fylgdi í kjölfarið. Því hefur raunin orðið sú að börnin hafa orðið útundan, hagsmun- ir þeirra vikið fyrir hagsmunum hinna eldri. 52 Istefnuyfirlýsingu og starfsáætlun ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar er sérstakur kafli um fjölskyldu- og jafnréttismál. Hann hefst með eftirfarandi orðum: „Unnið verður að því að treysta stöðu fjöl- skyldunnar með markvissri fjöl- skyldustefnu, fyrst og fremst með vel- ferð barna fyrir augurn." í framhaldi af þessu samþykkti ríkisstjórnin til- lögu forsætisráðherra þess efnis að sérstök samstarfsnefnd ráðuneyta yrði sett á laggirnar til að gera úttekt og tillögur í málum fjölskyldunnar. Fjölskyldunefndin svokallaða var síð- an skipuð í byrjun september, en í henni eiga sæti auk undirritaðrar Bessí Jóhannsdóttir, tilnefnd af menntamálaráðherra, Jóna Ósk Guðjónsdóttir, tilnefnd af fjármála- ráðherra, Lára V. Júlíusdóttir, til- nefnd af félagsmálaráðherra og Þrúð- ur Helgadóttir, tilnefnd af heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra. Starfsmaður nefndarinnar er Sigurð- ur Snævarr, hagfræðingur hjá Þjóð- hagsstofnun. Verkefni nefndarinnar er all um- fangsmikið. En eins og það er skil- greint í erindisbréfi er nefndinni ætl- að að beina sjónum sínum að fimm málaflokkum: skólamálum, dagvist- armálum, lífeyris- og tryggingamál- um, skattamálum og sveigjanlegum vinnutíma. Nefndin setti sér í upphafi þá starfs- reglu að nýta eins og kostur væri þær rannsóknir, skýrslur og gögn, sem fyrir liggja í þessum efnum, en fara ekki út í sjálfstæðar rannsóknir nema þar sem upplýsingar skortir. Mjög mikið hefur verið unnið á undanförn- um árum t.d. varðandi samstarf heimila og skóla, tölulegar upplýsing- ar um dagvistarmál og fleira mætti nefna. Ennfremur hafa verið gerðar skoðanakannanir á viðhorfum bæði kennara og foreldra. Nefndin hafði þannig í nokkurn sjóð að sækja í sinni gagnasöfnun. Rétt er að geta þess að nefndin á aðild að viðamikilli lífs- kjarakönnun, sem nú fer fram og byggir að stofni til á sambærilegum könnunum á Norðurlöndum, þannig að í framhaldi af henni gefst í fyrsta sinn tækifæri til raunhæfs samanburð- ar við aðstöðu nágranna okkar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.