19. júní - 19.06.1988, Qupperneq 52
BARNINU
GETUM VIÐ EKKI SVARAÐ
„Á MORGUN“
Inga Jóna Þóröardóttir,
formaður samstarfsnefndar ráðuneyta
um fjölskyldumál:
/
síðustu tuttugu til þrjátíu ár-
um hefur orðið gjörbreyting
á aðstæðum fjölskyldunnar
hér á landi. Mesta breyting-
in er fólgin í stóraukinni þátttöku
kvenna í atvinnulífinu, en á árunum
1960-1983 jókst þátttaka kvenna hlut-
fallslega á vinnumarkaði úr 30% í
70%. Ennfremur hefur fjölskyldu-
meðlimum fækkað þar sem færri börn
fæðast nú í hverri fjölskyldu en áður
var. Fjölskyldugerðin hefur sömu-
leiðis breyst. Nú búa hlutfallslega
fleiri í óvígðri sambúð, en áður var og
einstæðum foreldrum hefur fjölgað
töluvert. Fjölgun fjölskyldna á fyrr-
greindu tímabili hefur svo til ein-
göngu verið í óvígðri sambúð og hjá
einstæðum foreldrum. Ýmsarskyldur
sem áður voru hjá fjölskyldunni hafa
færst yfir á aðra s.s. skóla, dagvistar-
og umönnunarstofnanir. Stór hluti
barna þarf að sjá um sig sjálfur
nokkra tíma á degi hverjum. Sókn
kvenna út á vinnumarkaðinn tengist
að stórum hluta til kvenfrelsisbaráttu
undanfarinna áratuga, meiri mennt-
un kvenna almennt og ennfremur
auknum kröfum fólks um meiri efna-
leg lífsgæði. Óhætt er að segja að
þessar breytingar hafi orðið án þess
að þjóðfélagið hafi náð að aðlaga sig
þeim eða fólk áttað sig á hvað fylgdi í
kjölfarið. Því hefur raunin orðið sú að
börnin hafa orðið útundan, hagsmun-
ir þeirra vikið fyrir hagsmunum hinna
eldri.
52
Istefnuyfirlýsingu og starfsáætlun
ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar
er sérstakur kafli um fjölskyldu-
og jafnréttismál. Hann hefst
með eftirfarandi orðum: „Unnið
verður að því að treysta stöðu fjöl-
skyldunnar með markvissri fjöl-
skyldustefnu, fyrst og fremst með vel-
ferð barna fyrir augurn." í framhaldi
af þessu samþykkti ríkisstjórnin til-
lögu forsætisráðherra þess efnis að
sérstök samstarfsnefnd ráðuneyta
yrði sett á laggirnar til að gera úttekt
og tillögur í málum fjölskyldunnar.
Fjölskyldunefndin svokallaða var síð-
an skipuð í byrjun september, en í
henni eiga sæti auk undirritaðrar
Bessí Jóhannsdóttir, tilnefnd af
menntamálaráðherra, Jóna Ósk
Guðjónsdóttir, tilnefnd af fjármála-
ráðherra, Lára V. Júlíusdóttir, til-
nefnd af félagsmálaráðherra og Þrúð-
ur Helgadóttir, tilnefnd af heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra.
Starfsmaður nefndarinnar er Sigurð-
ur Snævarr, hagfræðingur hjá Þjóð-
hagsstofnun.
Verkefni nefndarinnar er all um-
fangsmikið. En eins og það er skil-
greint í erindisbréfi er nefndinni ætl-
að að beina sjónum sínum að fimm
málaflokkum: skólamálum, dagvist-
armálum, lífeyris- og tryggingamál-
um, skattamálum og sveigjanlegum
vinnutíma.
Nefndin setti sér í upphafi þá starfs-
reglu að nýta eins og kostur væri þær
rannsóknir, skýrslur og gögn, sem
fyrir liggja í þessum efnum, en fara
ekki út í sjálfstæðar rannsóknir nema
þar sem upplýsingar skortir. Mjög
mikið hefur verið unnið á undanförn-
um árum t.d. varðandi samstarf
heimila og skóla, tölulegar upplýsing-
ar um dagvistarmál og fleira mætti
nefna. Ennfremur hafa verið gerðar
skoðanakannanir á viðhorfum bæði
kennara og foreldra. Nefndin hafði
þannig í nokkurn sjóð að sækja í sinni
gagnasöfnun. Rétt er að geta þess að
nefndin á aðild að viðamikilli lífs-
kjarakönnun, sem nú fer fram og
byggir að stofni til á sambærilegum
könnunum á Norðurlöndum, þannig
að í framhaldi af henni gefst í fyrsta
sinn tækifæri til raunhæfs samanburð-
ar við aðstöðu nágranna okkar.