19. júní - 19.06.1988, Side 59
Eitt af mörgum atriðum sem fólk
tók eftir og talaði um sín á milli þegar
„Herra Island" keppnin stóð sem
hæst voru svör herranna við spurning-
um sem blaðamenn lögðu fyrir þá, en
eins og allir vita sem fylgst hafa með
samsvarandi keppni kvenna þá hafa
svör þátttakendanna einatt þótt bera
því vitni að stúlkur sem taka þátt í
keppni sem þessari virðast allar hafa
mjög svipuð áhugamál og framtíðar-
áætlanir.
Spurningunni varðandi áhugamál
virðast flestar svara á þann veg að þær
hafi mestan áhuga á ferðalögum,
tungumálanámi og dansi — og marg-
ar virðast hafa óskir um að gerast
flugfreyjur eða fyrirsætur í framtíð-
inni. Hér er ekki verið að alhæfa held-
ur nefna ýmislegt sem einna helst
einkennir svör þátttakenda í fegurð-
arsamkeppni — sem hingað til hefur
aðallega verið samkeppni kvenna.
Þegar við aftur á móti snúum okkur
að karlakeppninni, þá kemur ýmis-
legt forvitnilegt í ljós — því það er
ekki nóg með það að þeir virðast allir
hafa svipuð áhugamál: dans, líkams-
rækt og ferðalög — og að þeir svari
allir nokkurn veginn á sama veg,
heldur undirbúa þeir sig einnig fyrir
keppnina á sama hátt og stúlkurnar,
líkamsrækt og ljósaböð, enda voru
verðlaunin í keppninni í sama dúr og
þau sem stúlkurnar fá: Fataúttekt í
tískufataverslun, tímar á sólbaðsstofu
og á höfuð sigurvegarans var settur
silfursleginn pípuhattur í stað glitr-
andi kórónunnar sem sett er á höfuð
stúlknanna. Ekki er því hægt annað
að sjá en að á þessu sviði standi karl-
menn fullkomlega jafnfætis konunum
í jafnréttisbaráttunni.
Keppendurnir um Herra ísland hafa mestan áhuga á ferðalögum, tungumálum og
dansi. Þá langar marga að verða fyrirsætur eða flugfreyjur.
Pólitík í fatatískunni
En kannski má segja að þarna
hafi verið um árangur að
ræða, en hver ætli aðdrag-
andinn hafi verið? Því eins og
flestar konur hafa án efa tekið eftir,
hefur orðið mikil breyting á útliti ís-
lenskra karlmanna í heild á undan-
förnum árum. Þetta þýðir ekki endi-
lega að þeir séu „fallegri" en áður, en
viss breyting hefur átt sér stað. í sam-
tali við verslunareiganda einnar karl-
mannafataverslunar í Reykjavík kom
líka ýmislegt í ljós sem skýrir þessa
breytingu.
„Fyrir 10 árum þýddi ekkert fyrir
mig að panta inn annað en grá og
svört föt, annað seldist ekki,“ sagði
þessi búðareigandi. „Enda var það
þannig að þegar maður kom inn á
skemmtistað, þá var eins og kæmi á
móti manni grár veggur. Þetta voru
allir karlmennirnir í gráu fötunum
sínum og flestir voru með rauð bindi.
Þá keyptu menn sér yfirleitt ekki
jakkaföt nema á nokkurra ára fresti,
nema kannski þeir sem unnu í jakka-
fötum og slitu þeim þá. En sérðu úr-
valið núna!“ segir hann og bendir
hreykinn á fjölmargar slár, troðfullar
af jökkum og buxum í gráu og svörtu,
en líka rauðu, grænu, gulu, bláu,
hvítu, köflóttu, röndóttu og teinóttu.
„Núna er mjög algengt að menn
kaupi sér tvenn jakkaföt á ári, ekki
endilega af því þá vanti ný, heldur
vegna þess að þá langar í þau. Ég flyt
yfirleitt ekki inn nema ein föt í núm-
eri, þannig að aldrei eru margir í
sömu fötunum. Þetta finnst mörgum
skipta miklu máli t.d. á opinberum
vinnustöðum eins og Alþingi. Þar
gengur ekki að maður t.d. úr Alþýðu-
bandalaginu sé í nákvæmlega eins föt-
um og annar úr Sjálfstæðisflokknum.
Og til þess að koma í veg fyrir þetta
Baðherbergisskápar heimilanna eru
nú troðfullir af HANS snyrtivörum og
eru ekki bara einhverjum snyrtivör-
um, heldur í „réttum“ merkjum.
59