19. júní


19. júní - 19.06.1988, Page 60

19. júní - 19.06.1988, Page 60
Vel klæddur og fallegur. Þannig er karlmannsímynd nútímans. Herrarnir sem hér áður áttu ekki nema ein eða tvenn jakkaföt er höfðu verið keypt fyrir: útskrift, giftingu, eða jarðarför, áttu örugglega ekki margar tegundir af rakspíra uppi í baðskáp — og örugglega engar aðrar snyrtivörur en raksápuna sína og kannski svitalyktareyði. Nú eiga allir vel klæddir og snyrtir menn 4-5 gerðir af rakspíra, vel að merkja a.m.k. eina þeirra með mýkingarkremi í, og þar er örugglega ekki um „Old Spice“ eða „Brut" að ræða. Þetta eru rakspírar þekktra franskra eða ítalskra ilm- vatnsframleiðanda, s.s. Dior, Ara- mis, Armani o.s.frv. Með sömu lykt og rakspírinn eiga herrarnir gjarnan sjampó, næringu, rakakrem, sápu og svitalyktareyði — fyrir utan raksápu og önnur rakáhöld. Kvenfólkið á heimilinu má nú höldum við bókhald hér yfir hvaða föt hver kaupir og á hvaða tíma. Annars finnst mér Hjörleifur Guttormsson áberandi best klæddi maðurinn á Al- þingi." Þar með lýkur að segja frá fata- innkaupum í þessari sérstöku verslun en staðfesting fékkst á því að karl- mönnum er ekki um það gefið að sjást í sams konar fötum og einhver annar (ekkert frekar en konunum), því að í versluninni var staddur kunnur út- varpsmaður og var hann að máta jakka. Hann spurði afgreiðslumann- inn hvort það væri ekki öruggt að aðeins örfáir slíkir jakkar hefðu kom- ið. Afgreiðslumaðurinn sannfærði hann um að svo hefði verið og þá loksins keypti maðurinn jakkann — og gekk ánægður með sig út úr búð- inni. Áhugi á fötum er sem sagt einn þátturinn í þeirri breytingu sem orðið hefur á útliti íslenskra karlmanna og það er ekki að undra að okkur hafi virst karlmennirnir fallegri, því þegar þeir voru allir í gráu eða svörtu fötun- um sínum með rauða bindið þá runnu þeir allir saman í eitt og týndu sínum séreinkennum. Nú endurspeglast augnliturinn í skærblágrænum bind- unum og bláu jökkunum, þannig að endurvarp verður á gljáandi nýþvegið og hárlakksúðað hárið. Rauðu bindin voru sem sagt þau sem giltu fyrir svo sem áratug, en haf- ið þið tekið eftir því að sjónvarps- og fréttamenn veita línuna í bindismál- um? (Og í rauninni jakkamálum líka). í fyrra sumar og fram eftir öll- um vetri hafa þeir skartað bindum í grænum litum — og viti menn vinsæl- asti liturinn á bindum í herrafata- verslunum er þessi í grænu „sjétter- ingunum". Með vorinu fór aftur á móti að bera á mjög sterkum dökk- bleikum bindum — sumir sjónvarps- menn voru þó svo sniðugir að vera með röndótt bindi í grænbláa og bleika litnum, og hvað gera menn þá? Það verður gaman að fylgjast með því í sumar hver þróunin verður. „AHt frá hatti on’í skó“ auglýsir ein herrafataverslunin í Reykjavík. Nú þykir herrunummjög fíntað geta sagt að skórnir séu handsaumaðir og helst eiga þeir að vera úr krókódílsskinni. þakka fyrir að koma tannburstanum sínum og hreinsikreminu fyrir í bað- skápnum líka — en ætli þær sér meira pláss þá mega þær fara að biðja um stærri skáp. Þó er leyfilegt að hafa hárlakksbrúsann í skápnum því son- urinn á heimilinu þarf að nota hann líka til að úða úr honum á hárið á sér svo að það rísi á réttum stöðum — nú og kannski stelst pabbi í hann líka til að fínagreiðslan haldist í skorðum. 60

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.