19. júní


19. júní - 19.06.1988, Page 64

19. júní - 19.06.1988, Page 64
YFIR 700 KONUR FRÁ SLANDI stefna á norræna kvennaþingið í Osló Konurnar sem ætla til Osló í sumar hafa hist í morgunkaffi einn laugardagsmorgun í mánuði. Hér eru þær að æfa baráttusöng eftir Ingibjörgu Þorbergs sem hún hefur samið sérstaklega fyrir íslensku förukonurnar. / Islenskar konur munu fjölmenna til Osló fyrstu vikuna í ágúst á norræna kvennaþingið. Hvorki meira né minna en 720 konur hafa skráð sig til þátttöku héðan, margfalt fleiri en bjartsýnustu áætlan- ir gerðu ráð fyrir í byrjun. I íslenska undirbúningshópnum, sem starfað hefur reglulega allan síðastliðinn vet- ur, var í upphafi talað um að setja markið hátt og reyna að stefna að því að íslensku þátttakendurnir yrðu 200, en það er eins og oft áður, þegar ís- lenskar konur taka sig saman þvert á allar línur, þá verður útkoman stór- brotin. Áhuginn og krafturinn brýst fram af ofurefli eins og dæmin sanna. En til hvers norrænt kvennaþing? Eru ekki norrænar konur best settar og lengst komnar í jafnréttismálum allra kvenna í heimi? Þessu verður að vísu að svara játandi en norræna kvennaþingið er einmitt kvatt saman til að við getum skoðað „raunveru- leikann að baki goðsögnunum um jafnrétti kynjanna", eins og Greta Knudsen, formaður norrænu undir- búningsnefndarinnar, kemst að orði í kynningarávarpi vegna þingsins. Þar segir líka um markmiðið: „Við sýnum daglegt líf kvenna og það sem er meira um vert, orðum framtíðarsýn okkar og draum um samfélag með 64 manneskjulegu svipmóti þar sem einnig konur fá notið sín.“ THdrög og undirbúningur Ikjölfar alþjóðlegu kvennaráð- stefnunnar í Nairóbi árið 1985 fæddist sú hugmynd að stefna norrænum konum saman til að ræða mál sín á heimavettvangi, enda áherslur norrænna kvenna afar ólíkar þeim sem helst settu svip sinn á Nair- óbi-ráðstefnuna. Norræna ráðherra- nefndin ákvað í samvinnu við Norð- urlandaráð að slíkt þing þjónaði markmiði sínu best ef það væri í höndum norrænna kvennasamtaka og voru valdir tveir fulltrúar frá hverju landi til að mynda undirbún- ingsnefnd, en þrír frá gestgjafaland- inu Noregi. Fyrir hönd íslands sitja í Grein: Jónína M. Guðnadóttir nefndinni Arndís Steinþórsdóttir frá Kvenréttindafélagi íslands og Guð- rún Ágústsdóttir frá Framkvæmda- nefnd um launamál kvenna. Starf nefndarinnar hófst í ársbyrjun 1987 og hefur hún hist í höfuðborgum allra Norðurlanda, en undanfarið hálft ár í Osló. Nefndin ber alla ábyrgð á fram- kvæmd þingsins. Embættismenn Norðurlandaráðs og Norrænu ráð- herranefndarinnar vinna þó með nefndinni, enda hafa þessir aðilar lagt fram fimm og hálfa miljón danskar krónur til styrktar kvennaþinginu. í Osló er starfandi framkvæmda- stjóri, Helle Jarlmose fyrrum formað- ur danska Kvenréttindafélagsins, og þar er starfrækt skrifstofa með tveim- ur öðrum starfsmönnum til að stýra undirbúningsstarfinu. Hér á íslandi hefur skipulagning undirbúningsstarfsins verið í höndum þeirra Arndísar og Guðrúnar, auk Ingibjargar Magnúsdóttur frá Kven- félagasambandi íslands, Jónínu Mar- grétar Guðnadóttur frá KRFÍ og Elsu Þorkelsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs, en ráðið hefur lagt málinu dyggilega lið á alla lund og þar hefur starfsmaður undirbúningshóps- ins, Guðrún Ágústsdóttir, haft aðset- ur. Auk undirbúningshópsins hefur fjöldi annarra kvenna séð um ein- staka þætti skipulagsstarfsins.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.